Sport

Mourinho mætti á bardagakvöldið hjá Gunnari

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
José Mourinho fylgist grannt með úr stúkunni í O2-höllinni í London.
José Mourinho fylgist grannt með úr stúkunni í O2-höllinni í London. getty/Adam Davy

Margt var um manninn í O2-höllinni í London í gær þar sem bardagakvöld UFC fór fram. Gunnar Nelson var á meðal keppenda en í stúkunni sat einn frægasti fótboltaþjálfari heims.

José Mourinho nýtti tækifærið í landsleikjahléinu og skellti sér til London og fylgdist með bardagakvöldinu í gær.

Mourinho var vel fagnað af áhorfendum í O2-höllinni. Hann vildi þó ekki spá fyrir um úrslit aðalbardaga kvöldsins, milli Leons Edwards og Seans Brady.

Brady sigraði Edwards sem tapaði þar með sínum öðrum bardaga í röð. Brady hefur unnið átján af nítján bardögum sínum á ferlinum og heldur áfram að klífa metorðastigann í veltivigtinni.

Í sama þyngdarflokki keppti okkar maður, Gunnar Nelson, gegn Kevin Holland. Þetta var fyrsti bardagi Gunnars í tvö ár. Holland vann bardagann á stigum en allir dómararnir dæmdu honum sigur. 

Þetta var síðasti bardagi Gunnars á samningi hans hjá UFC. Gunnar, sem er 36 ára, hefur unnið nítján af 26 bardögum sínum á ferlinum, tapað sex og einn endaði með jafntefli.

MMA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×