Þjálfarinn heitir Jim Zullo og er aðalþjálfari Northville Falcons stelpnaliðsins í bandaríska menntaskólakörfuboltanum.
Liðið tapaði 43-37 fyrir LaFargeville á föstudaginn í úrslitaleik og var hin unga Hailey Monroe vonsvikin líkt og liðsfélagar hennar. Þær stóðu saman í línu þegar Zullo kom og kippti í hár Monroe með áberandi hætti.
Northville High School fired girl's basketball coach Jim Zullo for yanking a player's ponytail after a loss.
— TaraBull (@TaraBull808) March 22, 2025
How would you respond if this happened to your daughter?https://t.co/CYs4IZKiL8
Liðsfélagi Monroe kom henni til stuðnings og sýndi Zullo óánægju sína með ofbeldið.
Zullo, sem samkvæmt Sports Illustrated hafði þjálfað stráka og stelpur í New York í meira en fjörutíu ár, hefur nú verið rekinn.
Zullo hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem hann biðst afsökunar á hegðun sinni. Hann hafði í viðtali eftir leikinn sakað Monroe um að hreyta í sig blótsyrðum eftir að hann skipaði henni að þakka mótherjum sínum fyrir leikinn.
„Sem þjálfari þá er aldrei ásættanlegt að maður leggi hendur á leikmann og mér þykir þetta virkilega leitt. Ég vildi að ég gæti tekið þetta til baka,“ sagði Zullo sem er 81 árs gamall.