Golf

Tiger og Trump stað­festa sam­bandið

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Ástin blómstrar hjá Tiger og Trump.
Ástin blómstrar hjá Tiger og Trump. mynd/x

Tiger Woods hefur staðfest að hann sé í sambandi með fyrrum tengdadóttur Donalds Trump, Vanessu.

Vanessa var gift Donald Trump yngri. Börn þeirra Tigers og Vanessu ganga í sama skóla og neistinn kviknaði er þau hittust þar.

Það lak út á dögunum að þau væru að slá sér upp og Tiger hefur nú staðfest sambandið á X. Hann nýtir tækifærið og biður um gott veður frá fjölmiðlafólki vegna sambandsins. 

Vanessa var gift Trump í tólf ár og saman eiga þau fimm börn.

Börn parsins eru bæði afar sleip í golfi og Kai Trump spilaði með Charlie Woods í móti í síðustu viku. Golfáhuginn Trump megin þarf ekki að koma á óvart enda spilar Bandaríkjaforseti golf nánast daglega.

Tiger ætti að hafa nægan tíma til þess að sinna sambandinu á næstunni eftir að hafa slitið hásin. Hann spilar því ekki golf aftur fyrr en eftir marga mánuði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×