Segir lögreglu þegar hafa heimildir til að kalla menn til þjónustu Hólmfríður Gísladóttir skrifar 25. mars 2025 06:33 Karl Steinar ítrekaði að varnarsamningurinn við Bandaríkin og aðild Íslands að Atlantshafsbandalaginu væru grundvöllur öryggisstefnu Íslands. Vísir/Vilhelm „Ég er nú ekki hrifinn af því. Ég held að við eigum bara langt í land með að geta farið í þá umræðu,“ sagði Karl Steinar Valsson, yfirmaður öryggis- og greiningardeildar Ríkislögreglustjóra, um hugmyndir um íslenskan her í Silfrinu á RÚV í gærkvöldi. „Hvað eru menn að tala um? Sjóher, landher eða flugher? Við eigum ákveðnar lagaheimildir, meðal annars innan almannavarnakerfisins, þá getur lögregla kallað fólk til. Við höfum þær heimildir, þær valdbeitingaheimildir. Sjálfum hugnast mér miklu meira að við styðjum almennilega við þær stofnanir sem eru til staðar í landinu,“ sagði Karl Steinar. Í 19. grein laga um almannavarnir segir: „Það er borgaraleg skylda þeirra sem eru á aldrinum 18–65 ára að gegna á hættustundu, án endurgjalds, starfi í þágu almannavarna í umdæmi þar sem þeir dveljast samkvæmt fyrirmælum er lögreglustjóri gefur, að fengnum tillögum almannavarnanefndar eða ríkislögreglustjóra. Ákvörðun lögreglustjóra má skjóta til [ráðherra]. [Þessari heimild skal þó ekki beitt nema brýna nauðsyn beri til og önnur vægari úrræði dugi ekki.]“ Hægt að kalla til mörg hundruð manns Þá segir í 20. greininni að á hættustundu geti lögreglustjóri „kvatt hvern fulltíða mann, sem tiltækur er, til tafarlausrar aðstoðar við störf í þágu almannavarna. Ákvörðun um kvaðningu fulltíða manns til tafarlausrar aðstoðar við almannavarnir verður ekki skotið til æðra stjórnvalds“. Í lögunum segir einnig að menn séu skyldugir til að taka þátt í námskeiðum og æfingum, og ráðherra sé heimilt að setja reglur um starfsskyldu. Þar skuli stefna að því að starfskvöð komi sem réttlátast niður oa borgarana. Karl Steinar segir að þannig gætu yfirvöld kallað til mörg hundruð manns. „Það eru í sjálfu sér engin mörk á því. Það yrði að fara í ákveðna vinnu, í undirbúning, til þess. Í sjálfu sér væri hægt að kalla inn fólk á einhverjum tilteknum aldri sem uppfyllir einhver ákveðin skilyrði og er tilbúið til að takast á við verkefni, við getum sagt til dæmis varðgæslu á ákveðnum stöðum undir stjórn lögreglu. Það væri hægt að fara einhverjar slíkar leiðir. Sjálfum hugnast mér slíkar hugmyndir mun meira, því sú umgjörð er alveg til, lagalega séð.“ Hér má horfa á Silfrið í heild. Lögreglan Öryggis- og varnarmál Mest lesið Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Innlent Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Erlent Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Innlent Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Innlent Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Innlent Fleiri fréttir Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Sjá meira
„Hvað eru menn að tala um? Sjóher, landher eða flugher? Við eigum ákveðnar lagaheimildir, meðal annars innan almannavarnakerfisins, þá getur lögregla kallað fólk til. Við höfum þær heimildir, þær valdbeitingaheimildir. Sjálfum hugnast mér miklu meira að við styðjum almennilega við þær stofnanir sem eru til staðar í landinu,“ sagði Karl Steinar. Í 19. grein laga um almannavarnir segir: „Það er borgaraleg skylda þeirra sem eru á aldrinum 18–65 ára að gegna á hættustundu, án endurgjalds, starfi í þágu almannavarna í umdæmi þar sem þeir dveljast samkvæmt fyrirmælum er lögreglustjóri gefur, að fengnum tillögum almannavarnanefndar eða ríkislögreglustjóra. Ákvörðun lögreglustjóra má skjóta til [ráðherra]. [Þessari heimild skal þó ekki beitt nema brýna nauðsyn beri til og önnur vægari úrræði dugi ekki.]“ Hægt að kalla til mörg hundruð manns Þá segir í 20. greininni að á hættustundu geti lögreglustjóri „kvatt hvern fulltíða mann, sem tiltækur er, til tafarlausrar aðstoðar við störf í þágu almannavarna. Ákvörðun um kvaðningu fulltíða manns til tafarlausrar aðstoðar við almannavarnir verður ekki skotið til æðra stjórnvalds“. Í lögunum segir einnig að menn séu skyldugir til að taka þátt í námskeiðum og æfingum, og ráðherra sé heimilt að setja reglur um starfsskyldu. Þar skuli stefna að því að starfskvöð komi sem réttlátast niður oa borgarana. Karl Steinar segir að þannig gætu yfirvöld kallað til mörg hundruð manns. „Það eru í sjálfu sér engin mörk á því. Það yrði að fara í ákveðna vinnu, í undirbúning, til þess. Í sjálfu sér væri hægt að kalla inn fólk á einhverjum tilteknum aldri sem uppfyllir einhver ákveðin skilyrði og er tilbúið til að takast á við verkefni, við getum sagt til dæmis varðgæslu á ákveðnum stöðum undir stjórn lögreglu. Það væri hægt að fara einhverjar slíkar leiðir. Sjálfum hugnast mér slíkar hugmyndir mun meira, því sú umgjörð er alveg til, lagalega séð.“ Hér má horfa á Silfrið í heild.
Lögreglan Öryggis- og varnarmál Mest lesið Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Innlent Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Erlent Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Innlent Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Innlent Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Innlent Fleiri fréttir Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Sjá meira