Fjölskyldu Arnórs hótað Sindri Sverrisson skrifar 25. mars 2025 09:00 Arnór Sigurðsson er mættur aftur í sænsku úrvalsdeildina en nú með meisturum Malmö. Malmö FF Arnór Sigurðsson, landsliðsmaður í fótbolta, segist alveg geta þolað það að fá send óhugnanleg skilaboð frá ósáttum stuðningsmönnum en það sé annað mál þegar fjölskyldunni sé hótað. Þetta segir Arnór í stóru viðtali við Aftonbladet í Svíþjóð í dag. Tilefni viðtalsins er endurkoma Arnórs í sænska boltann. Eftir erfiða dvöl hjá Blackburn í Englandi snýr Arnór nú aftur sem leikmaður sænsku meistaranna í Malmö, eftir að hafa áður leikið með Norrköping í Svíþjóð. Ljóst er að stuðningsmenn Norrköping eru ósáttir við Arnór og hann hefur orðið vel var við það síðan hann var kynntur til leiks hjá Malmö fyrir mánuði síðan. „Já, en það hefur róast aðeins,“ segir Arnór við Aftonbladet og er þá spurður hvort að hann hafi fengið einhverjar hótanir: „Ó já, og þegar þetta snýr að fjölskyldunni þá er það of mikið. Mér er alveg sama hvað er skrifað um mig sjálfan. En þegar þeir blanda fjölskyldunni inn í hótanir þá er það of mikið. En ég hugsa aðallega „aumingja fólkið sem skrifar svona“. Þau sýna hvers konar manneskjur eru við skjáinn,“ segir Arnór. Vill ekki að mamma og pabbi sjái skilaboðin Hann hefur hingað til ekki tilkynnt neinar hótanir til lögreglu. Arnór er sonur mikils knattspyrnufólks, landsliðskonunnar fyrrverandi Margrétar Ákadóttur og Sigurðar Þórs Sigursteinssonar sem til að mynda urðu bæði Íslandsmeistarar árið 2001. Arnór útskýrir að þau myndu kannski kippa sér meira upp við skilaboðin sem hann fái: „Ég reyni að halda [fjölskyldunni] frá þessu. Mamma og pabbi myndu hugsa meira um þetta ef þau fengju að sjá skilaboðin. En sem fótboltamaður þá hlær maður bara að þessu.“ Búinn að merkja við dagsetninguna Hann sér ekki eftir því að hafa á sínum tíma sagt að kæmi hann aftur í sænsku deildina þá yrði það með Norrköping. „Ég sagði bara það sem mér fannst á þeim tíma. Hugmyndin var jú ekki sú að koma aftur í þessa deild eftir aðeins tvö ár. Nú er ég mættur aftur og er eins glaður og hugsast getur,“ segir Arnór sem kveðst búinn að merkja við það í dagatalinu hvenær hann mætir Norrköping á útivelli, í lok október. Arnór er að komast af stað að nýju eftir meiðsli og var því ekki í landsliðshópi Íslands sem tapaði gegn Kósovó í umspili um sæti í B-deild Þjóðadeildarinnar. Sænski boltinn Tengdar fréttir Hitti Arnór á Anfield Arnar Gunnlaugsson segir Arnór Sigurðsson, leikmann Malmö, ekki vera kominn á réttan stað til að geta tekið þátt í komandi landsleikjum. Arnór er að komast af stað eftir meiðsli. 13. mars 2025 13:04 „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Eftir óvænt starfslok á Englandi er Arnór Sigurðsson mættur aftur í sænska boltann og í meistaralið Malmö á þriggja ára samningi. Nú, heill heilsu, stefnir hann á að skapa usla í Svíþjóð og hefur lagt vonbrigða endalok hjá Blackburn Rovers til hliðar. 22. febrúar 2025 08:03 Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport KR - Stjarnan | Titilvörnin hefst í Vesturbæ Körfubolti Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn Körfubolti Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Fótbolti Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin Fótbolti FIFA: Donald Trump ræður engu um það Fótbolti Hákon Arnar skoraði sigurmarkið en Özer stal fyrirsögninni Fótbolti Fleiri fréttir Elías Rafn stóð vaktina í sigri Midtjylland á Nottingham Forest Palace neitar að tapa „Örugglega enginn sem nennir að hlusta á það“ Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Sævar Atli neitar að fara úr markaskónum Hákon Arnar skoraði sigurmarkið en Özer stal fyrirsögninni Gömlu United-mennirnir blómstruðu í Meistaradeildinni Gullboltahafinn ekki til Íslands Íranar mega ekki mæta á HM-dráttinn Þorsteinn fær annan aðstoðarmann frá Þrótti Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? „Eins og það sé ekkert sem hann hræðist“ FIFA: Donald Trump ræður engu um það Frammistaðan í deildinni skiptir engu máli í dag Sjáðu Meistaradeildarmörkin hjá manninum sem United gat ekki notað Sveindís Jane að missa góðan liðsfélaga: „Sakna þín strax“ „Þetta svíður mig mjög sárt“ Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Bjarni Jó kveður Selfoss Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Dier stal stigi af svekktum City mönnum Ödegaard lagði Skytturnar upp til sigurs Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Sjá meira
Þetta segir Arnór í stóru viðtali við Aftonbladet í Svíþjóð í dag. Tilefni viðtalsins er endurkoma Arnórs í sænska boltann. Eftir erfiða dvöl hjá Blackburn í Englandi snýr Arnór nú aftur sem leikmaður sænsku meistaranna í Malmö, eftir að hafa áður leikið með Norrköping í Svíþjóð. Ljóst er að stuðningsmenn Norrköping eru ósáttir við Arnór og hann hefur orðið vel var við það síðan hann var kynntur til leiks hjá Malmö fyrir mánuði síðan. „Já, en það hefur róast aðeins,“ segir Arnór við Aftonbladet og er þá spurður hvort að hann hafi fengið einhverjar hótanir: „Ó já, og þegar þetta snýr að fjölskyldunni þá er það of mikið. Mér er alveg sama hvað er skrifað um mig sjálfan. En þegar þeir blanda fjölskyldunni inn í hótanir þá er það of mikið. En ég hugsa aðallega „aumingja fólkið sem skrifar svona“. Þau sýna hvers konar manneskjur eru við skjáinn,“ segir Arnór. Vill ekki að mamma og pabbi sjái skilaboðin Hann hefur hingað til ekki tilkynnt neinar hótanir til lögreglu. Arnór er sonur mikils knattspyrnufólks, landsliðskonunnar fyrrverandi Margrétar Ákadóttur og Sigurðar Þórs Sigursteinssonar sem til að mynda urðu bæði Íslandsmeistarar árið 2001. Arnór útskýrir að þau myndu kannski kippa sér meira upp við skilaboðin sem hann fái: „Ég reyni að halda [fjölskyldunni] frá þessu. Mamma og pabbi myndu hugsa meira um þetta ef þau fengju að sjá skilaboðin. En sem fótboltamaður þá hlær maður bara að þessu.“ Búinn að merkja við dagsetninguna Hann sér ekki eftir því að hafa á sínum tíma sagt að kæmi hann aftur í sænsku deildina þá yrði það með Norrköping. „Ég sagði bara það sem mér fannst á þeim tíma. Hugmyndin var jú ekki sú að koma aftur í þessa deild eftir aðeins tvö ár. Nú er ég mættur aftur og er eins glaður og hugsast getur,“ segir Arnór sem kveðst búinn að merkja við það í dagatalinu hvenær hann mætir Norrköping á útivelli, í lok október. Arnór er að komast af stað að nýju eftir meiðsli og var því ekki í landsliðshópi Íslands sem tapaði gegn Kósovó í umspili um sæti í B-deild Þjóðadeildarinnar.
Sænski boltinn Tengdar fréttir Hitti Arnór á Anfield Arnar Gunnlaugsson segir Arnór Sigurðsson, leikmann Malmö, ekki vera kominn á réttan stað til að geta tekið þátt í komandi landsleikjum. Arnór er að komast af stað eftir meiðsli. 13. mars 2025 13:04 „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Eftir óvænt starfslok á Englandi er Arnór Sigurðsson mættur aftur í sænska boltann og í meistaralið Malmö á þriggja ára samningi. Nú, heill heilsu, stefnir hann á að skapa usla í Svíþjóð og hefur lagt vonbrigða endalok hjá Blackburn Rovers til hliðar. 22. febrúar 2025 08:03 Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport KR - Stjarnan | Titilvörnin hefst í Vesturbæ Körfubolti Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn Körfubolti Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Fótbolti Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin Fótbolti FIFA: Donald Trump ræður engu um það Fótbolti Hákon Arnar skoraði sigurmarkið en Özer stal fyrirsögninni Fótbolti Fleiri fréttir Elías Rafn stóð vaktina í sigri Midtjylland á Nottingham Forest Palace neitar að tapa „Örugglega enginn sem nennir að hlusta á það“ Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Sævar Atli neitar að fara úr markaskónum Hákon Arnar skoraði sigurmarkið en Özer stal fyrirsögninni Gömlu United-mennirnir blómstruðu í Meistaradeildinni Gullboltahafinn ekki til Íslands Íranar mega ekki mæta á HM-dráttinn Þorsteinn fær annan aðstoðarmann frá Þrótti Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? „Eins og það sé ekkert sem hann hræðist“ FIFA: Donald Trump ræður engu um það Frammistaðan í deildinni skiptir engu máli í dag Sjáðu Meistaradeildarmörkin hjá manninum sem United gat ekki notað Sveindís Jane að missa góðan liðsfélaga: „Sakna þín strax“ „Þetta svíður mig mjög sárt“ Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Bjarni Jó kveður Selfoss Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Dier stal stigi af svekktum City mönnum Ödegaard lagði Skytturnar upp til sigurs Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Sjá meira
Hitti Arnór á Anfield Arnar Gunnlaugsson segir Arnór Sigurðsson, leikmann Malmö, ekki vera kominn á réttan stað til að geta tekið þátt í komandi landsleikjum. Arnór er að komast af stað eftir meiðsli. 13. mars 2025 13:04
„Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Eftir óvænt starfslok á Englandi er Arnór Sigurðsson mættur aftur í sænska boltann og í meistaralið Malmö á þriggja ára samningi. Nú, heill heilsu, stefnir hann á að skapa usla í Svíþjóð og hefur lagt vonbrigða endalok hjá Blackburn Rovers til hliðar. 22. febrúar 2025 08:03