„Ekki pæla í því sem aðeins of feitur fyrrverandi leikmaður segir“ Sindri Sverrisson skrifar 25. mars 2025 11:31 Lamine Yamal fagnar eftir að hafa skorað í framlengingu gegn Hollandi í fyrrakvöld. Getty/David Aliaga Spænska ungstirnið Lamine Yamal togaði stuttbuxurnar sínar aðeins niður eftir sigurinn gegn Hollandi í 8-liða úrslitum Þjóðadeildarinnar í fyrrakvöld, til að skjóta á Hollendinginn Rafael van der Vaart. Van der Vaart, sem er fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Tottenham, hefur tekið að sér hlutverk sparkspekings eftir að ferlinum lauk. Eftir fyrri leik einvígis Spánar og Hollands, sem fór 2-2 í Rotterdam, setti hann út á látbragð Yamal sem þrátt fyrir að vera aðeins 17 ára er kominn í stórt hlutverk hjá Barcelona og Evrópumeisturum Spánar. Ekki hrifinn af látbragðinu „Ég sé hluti sem að angra mig svolítið. Buxurnar aðeins neðar, ekki að leggja sig mikið fram, svolítið yfirborðskennt látbragð,“ sagði Van der Vaart og bætti við: „Þá hugsar maður með sér: Ef þú ert svona ungur þá ættir þú að vera ánægður með hverja mínútu sem þú færð að spila fyrir spænska landsliðið. Það skiptir ekki máli hversu góður þú ert, á þessum aldri þarftu að sanna það hverja mínútu í hverjum leik.“ Yamal skoraði svo í framlengingu í 3-3 jafntefli í seinni leiknum og ekki kom að sök þó að hann klikkaði á sínu víti í vítaspyrnukeppninni því Spánn vann og komst í undanúrslitin sem fram fara í júní. Yamal birti svo mynd af sér eftir leik, með stuttbuxurnar neðar en vanalega, ásamt skjáskoti af Van der Vaart og skrifaði: „Stuttbuxurnar niðri, mark, víti sem klikkaði og INN Í UNDANÚRSLITIN, ÁFRAM SPÁNN!“ Lamine Yamal birti þessa mynd á Instagram, þar sem sést hvernig hann togaði buxurnar niður eftir sigurinn gegn Hollandi. Rafael van der Vaart, sem Yamal hafði með á myndinni, hafði sett út á það að Yamal væri með buxurnar of neðarlega.Skjáskot/@lamineyamal Hætta á að menn haldi að heimurinn snúist í kringum þá Hollendingurinn lét þetta ekki slá sig út af laginu og sagði við Ziggo Sports að mun meira hefði verið gert úr ummælum sínum en tilefni hefði verið til: „Ég myndi veita honum það ráð að vera ekki að pæla í því sem aðeins of feitur, fyrrverandi leikmaður segir. Það skiptir engu máli. Ég meina vel. Þegar menn eru 17 ára og fá svona mikið hrós þá fara þeir að halda að heimurinn snúist í kringum þá. Við höfum öll verið þar en heimurinn snýst ekkert í kringum mann. Fótbolti er skemmtilegur en ekki mikilvægur. Ef þú heldur að þú sért Guð þá verður þú ekki eins skemmtileg manneskja,“ sagði Van der Vaart. Þjóðadeild karla í fótbolta Spænski boltinn Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Goðsögn fallin frá Enski boltinn Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Fótbolti Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Sport Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Kærður af knattspyrnusambandinu Enski boltinn Fleiri fréttir Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Sjá meira
Van der Vaart, sem er fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Tottenham, hefur tekið að sér hlutverk sparkspekings eftir að ferlinum lauk. Eftir fyrri leik einvígis Spánar og Hollands, sem fór 2-2 í Rotterdam, setti hann út á látbragð Yamal sem þrátt fyrir að vera aðeins 17 ára er kominn í stórt hlutverk hjá Barcelona og Evrópumeisturum Spánar. Ekki hrifinn af látbragðinu „Ég sé hluti sem að angra mig svolítið. Buxurnar aðeins neðar, ekki að leggja sig mikið fram, svolítið yfirborðskennt látbragð,“ sagði Van der Vaart og bætti við: „Þá hugsar maður með sér: Ef þú ert svona ungur þá ættir þú að vera ánægður með hverja mínútu sem þú færð að spila fyrir spænska landsliðið. Það skiptir ekki máli hversu góður þú ert, á þessum aldri þarftu að sanna það hverja mínútu í hverjum leik.“ Yamal skoraði svo í framlengingu í 3-3 jafntefli í seinni leiknum og ekki kom að sök þó að hann klikkaði á sínu víti í vítaspyrnukeppninni því Spánn vann og komst í undanúrslitin sem fram fara í júní. Yamal birti svo mynd af sér eftir leik, með stuttbuxurnar neðar en vanalega, ásamt skjáskoti af Van der Vaart og skrifaði: „Stuttbuxurnar niðri, mark, víti sem klikkaði og INN Í UNDANÚRSLITIN, ÁFRAM SPÁNN!“ Lamine Yamal birti þessa mynd á Instagram, þar sem sést hvernig hann togaði buxurnar niður eftir sigurinn gegn Hollandi. Rafael van der Vaart, sem Yamal hafði með á myndinni, hafði sett út á það að Yamal væri með buxurnar of neðarlega.Skjáskot/@lamineyamal Hætta á að menn haldi að heimurinn snúist í kringum þá Hollendingurinn lét þetta ekki slá sig út af laginu og sagði við Ziggo Sports að mun meira hefði verið gert úr ummælum sínum en tilefni hefði verið til: „Ég myndi veita honum það ráð að vera ekki að pæla í því sem aðeins of feitur, fyrrverandi leikmaður segir. Það skiptir engu máli. Ég meina vel. Þegar menn eru 17 ára og fá svona mikið hrós þá fara þeir að halda að heimurinn snúist í kringum þá. Við höfum öll verið þar en heimurinn snýst ekkert í kringum mann. Fótbolti er skemmtilegur en ekki mikilvægur. Ef þú heldur að þú sért Guð þá verður þú ekki eins skemmtileg manneskja,“ sagði Van der Vaart.
Þjóðadeild karla í fótbolta Spænski boltinn Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Goðsögn fallin frá Enski boltinn Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Fótbolti Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Sport Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Kærður af knattspyrnusambandinu Enski boltinn Fleiri fréttir Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Sjá meira