Hlutfall starfandi var 76 prósent og atvinnuþátttaka 80,4 samkvæmt niðurstöðum vinnumarkaðsrannsóknar Hagstofunnar. Árstíðaleiðrétt hlutfall starfandi dróst saman um 1,4 prósentustig og atvinnuþátttaka um eitt prósentustig.
Nokkuð fleiri konu eru atvinnulausar en karlar, 7.100 konur en 5.800 karlar.
Þá er áætlað að um 30.600 manns hafi haft óuppfyllta þörf fyrir atvinnu í febrúar en það er skilgreiningin á slaka á vinnumarkaði. Það voru 12,8 prósent af samanlögðu vinnuafli og mögulegu vinnuafli. Slakinn á vinnumarkaði jókst um 1,2 prósentustig á milli janúar og febrúar.