Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson skrifar 28. mars 2025 08:01 Við spurningunum sem eru yfirskrift þessarar greinar er ekkert eitt rétt svar, en þau sem fást við rannsóknir á gervigreind eru á meðal þeirra sem reyna að finna einhver svör. Gervigreind er orðin órjúfanlegur hluti af samfélaginu og atvinnulífinu. Tækni sem áður sást bara í kvikmyndum og vísindaskáldsögum er nú farin að umbreyta því hvernig við vinnum, lifum og leysum verkefni í daglegu lífi. Mörgum þykir þessi tækni framandi og nýstárleg en færri vita að rætur gervigreindar má rekja áratugi aftur í tímann, eða allt aftur til miðrar 20. aldar þegar fræðimenn byrjuðu að þróa reiknirit sem gátu hermt eftir mannlegri hugsun. Alan Turing lagði grunninn að fræðunum með Turing-prófinu árið 1950. Gervigreind var síðan formelga skilgreind sem fræðigrein á Dartmouth-ráðstefnunni (The Dartmouth Summer Research Project on Artificial Intelligence) árið 1956. Á næstu áratugum þróaðist tæknin í gegnum reglubundin reiknirit, en það má segja að á 21. öldinni hafi tækninni síðan fleygt fram í takti við það að tölvur verða sífellt öflugri og gagnaöflun auðveldari. Háskólinn í Reykjavík hefur um árabil verið framarlega þegar kemur að kennslu og rannsóknum í gervigreind. Við tölvunarfræðideild skólans er starfrækt Gervigreindarsetur HR – Center for Analysis and Design of Intelligent Agents (CADIA) en CADIA fagnar 20 ára afmæli sínu í ár. Þá er tölvunarfræðideildin einnig í nánu samstarfi við Vitvélastofnun Íslands sem vísindamenn við HR stofnuðu árið 2009. Sérstaða HR hvað varðar kennslu og rannsóknir í gervigreind felst meðal annars í því að við þekkjum vel og notum þær aðferðir sem nú eru mest í notkun við stór mállíkön, sem smíðuð eru úr gríðarlega stórum gagnasöfnum. Samhliða eru vísindamenn okkar framarlega í rannsóknum á gervigreind sem lærir af smágögnum, sem gæti fært okkur nær alvöru greind, og hugbúnaði sem býr yfir raunverulegum skilningi og rökhugsun. Sem svar við þeirri þróun sem orðið hefur undanfarin ár á sviði gervigreindar og þeirri staðreynd að hún mun aðeins verða fyrirferðarmeiri í daglegu lífi okkar en hún er nú þegar, hefur HR sett af stað nýtt meistaranám í gervigreind. Meistaranámið er hannað til að veita nemendum djúpan skilning og færni í að þróa, þjálfa og nýta gervigreind í margvíslegum tilgangi. Auk þess munu nemendur kynnast þeim siðferðislegu áskorunum sem fylgja þróun og notkun tækninnar, og læra hvernig hægt er að nálgast þessar áskoranir á ábyrgan hátt. Það er afar mikilvægt að á Íslandi sé boðið upp á metnaðarfullt og framsækið framhaldsnám. Með því að efla sérfræðiþekkingu í gervigreind styrkjum við samkeppnishæfni landsins á alþjóðavísu og aukum tækifæri til nýsköpunar innanlands. Með nýju meistaranámi í gervigreind leggur HR sín lóð á vogarskálarnar með það að markmiði að undirbúa samfélagið fyrir framtíðina. Ég hvet alla til að kíkja til okkar í Háskólann í Reykjavík miðvikudaginn 2. apríl á milli kl. 16:30 og 18 þar sem við munum nánar kynna allt meistaranám við skólann, meðal annars námið í gervigreind. Höfundur er deildarforseti tölvunarfræðideildar Háskólans í Reykjavík. Hann notaði sína takmörkuðu greind sem og gervigreind til þess að skrifa þessa grein. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gervigreind Henning Arnór Úlfarsson Mest lesið Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Mannasættir Teitur Atlason Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson Skoðun Skoðun Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Sjá meira
Við spurningunum sem eru yfirskrift þessarar greinar er ekkert eitt rétt svar, en þau sem fást við rannsóknir á gervigreind eru á meðal þeirra sem reyna að finna einhver svör. Gervigreind er orðin órjúfanlegur hluti af samfélaginu og atvinnulífinu. Tækni sem áður sást bara í kvikmyndum og vísindaskáldsögum er nú farin að umbreyta því hvernig við vinnum, lifum og leysum verkefni í daglegu lífi. Mörgum þykir þessi tækni framandi og nýstárleg en færri vita að rætur gervigreindar má rekja áratugi aftur í tímann, eða allt aftur til miðrar 20. aldar þegar fræðimenn byrjuðu að þróa reiknirit sem gátu hermt eftir mannlegri hugsun. Alan Turing lagði grunninn að fræðunum með Turing-prófinu árið 1950. Gervigreind var síðan formelga skilgreind sem fræðigrein á Dartmouth-ráðstefnunni (The Dartmouth Summer Research Project on Artificial Intelligence) árið 1956. Á næstu áratugum þróaðist tæknin í gegnum reglubundin reiknirit, en það má segja að á 21. öldinni hafi tækninni síðan fleygt fram í takti við það að tölvur verða sífellt öflugri og gagnaöflun auðveldari. Háskólinn í Reykjavík hefur um árabil verið framarlega þegar kemur að kennslu og rannsóknum í gervigreind. Við tölvunarfræðideild skólans er starfrækt Gervigreindarsetur HR – Center for Analysis and Design of Intelligent Agents (CADIA) en CADIA fagnar 20 ára afmæli sínu í ár. Þá er tölvunarfræðideildin einnig í nánu samstarfi við Vitvélastofnun Íslands sem vísindamenn við HR stofnuðu árið 2009. Sérstaða HR hvað varðar kennslu og rannsóknir í gervigreind felst meðal annars í því að við þekkjum vel og notum þær aðferðir sem nú eru mest í notkun við stór mállíkön, sem smíðuð eru úr gríðarlega stórum gagnasöfnum. Samhliða eru vísindamenn okkar framarlega í rannsóknum á gervigreind sem lærir af smágögnum, sem gæti fært okkur nær alvöru greind, og hugbúnaði sem býr yfir raunverulegum skilningi og rökhugsun. Sem svar við þeirri þróun sem orðið hefur undanfarin ár á sviði gervigreindar og þeirri staðreynd að hún mun aðeins verða fyrirferðarmeiri í daglegu lífi okkar en hún er nú þegar, hefur HR sett af stað nýtt meistaranám í gervigreind. Meistaranámið er hannað til að veita nemendum djúpan skilning og færni í að þróa, þjálfa og nýta gervigreind í margvíslegum tilgangi. Auk þess munu nemendur kynnast þeim siðferðislegu áskorunum sem fylgja þróun og notkun tækninnar, og læra hvernig hægt er að nálgast þessar áskoranir á ábyrgan hátt. Það er afar mikilvægt að á Íslandi sé boðið upp á metnaðarfullt og framsækið framhaldsnám. Með því að efla sérfræðiþekkingu í gervigreind styrkjum við samkeppnishæfni landsins á alþjóðavísu og aukum tækifæri til nýsköpunar innanlands. Með nýju meistaranámi í gervigreind leggur HR sín lóð á vogarskálarnar með það að markmiði að undirbúa samfélagið fyrir framtíðina. Ég hvet alla til að kíkja til okkar í Háskólann í Reykjavík miðvikudaginn 2. apríl á milli kl. 16:30 og 18 þar sem við munum nánar kynna allt meistaranám við skólann, meðal annars námið í gervigreind. Höfundur er deildarforseti tölvunarfræðideildar Háskólans í Reykjavík. Hann notaði sína takmörkuðu greind sem og gervigreind til þess að skrifa þessa grein.
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar