Lífsbjörg okkar er í veði Hanna Katrín Friðriksson skrifar 15. október 2025 07:01 Svona komst Geir Hallgrímsson, þáverandi forsætisráðherra, að orði í ávarpi til þjóðarinnar í Morgunblaðinu þann 15. október 1975. Tilefnið var að á miðnætti hafði reglugerð um 200 sjómílna fiskveiðilögsögu Íslands tekið gildi en Matthías Bjarnason, þáverandi sjávarútvegsráðherra, undirritaði reglugerðina þá um sumarið. Mánuði eftir að reglugerðin tók gildi rann bráðabirgðasamningur við Breta frá árinu 1973 um veiðar innan íslensku lögsögunnar út, og í kjölfarið braust út þriðja og síðasta þorskastríðið. Því lauk með samkomulagi sumarið 1976 þar sem kveðið var á um að breskir togarar fengju að veiða innan íslensku lögsögunnar næstu sex mánuðina. Síðustu bresku togararnir sigldu því út úr íslenskri landhelgi þann 1. desember 1976. Sex árum síðar var Hafréttarsamningur Sameinuðu þjóðanna samþykktur, en með honum var staðfest að strandríki eiga landgrunn allt að 200 sjómílum frá grunnlínum sem víðátta landhelginnar er mæld frá. Stórhuga og framsækin Það er engum blöðum um það að fletta að ákvörðun íslenskra stjórnvalda fyrir hálfri öld síðan, sem tekin var einhliða, var stórhuga og framsækin enda var Ísland á meðal fyrstu þjóða heims til þess að færa landhelgina út í 200 mílur. Með þessu var stigið lokaskrefið í að ná stjórn á veiðum íslenskra stofna og það gert mögulegt að nýta þá í þágu íslenskra hagsmuna. Mikilvægi þessarar ákvörðunar fyrir íslenska þjóðarbúið er ótvírætt enda var hlutfall sjávarútvegs í útflutningstekjum þjóðarinnar árið 1975 um 80%. Þótt það hlutfall hafi lækkað á síðustu árum þá er það vegna tilkomu annarra mikilvægra útflutningsgreina sem hafa rutt sér til rúms, en sjávarútvegur er og verður áfram burðarás í íslensku samfélagi. Það sést ekki hvað síst í því að verðmætasköpun í íslenskum sjávarútvegi hefur aldrei verið meiri. Ákvörðun íslenskra stjórnvalda um útfærslu fiskveiðilögsögunnar á fyrstu áratugum sjálfstæðis sýnir að fámennar þjóðir geta haft mikilvæga og afgerandi rödd á alþjóðavettvangi, m.a. þegar kemur að mótun þjóðréttarreglna. Ákvörðunin sýnir einnig mikilvægi þess að stjórnvöld á hverjum tíma hafi kjark og þor til að taka stórar ákvarðanir með framtíð þjóðarinnar og langtímahagsmuni hennar að leiðarljósi. Höfundur er atvinnuvegaráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjávarútvegur Þorskastríðin Hanna Katrín Friðriksson Mest lesið Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen Skoðun Skoðun Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Sjá meira
Svona komst Geir Hallgrímsson, þáverandi forsætisráðherra, að orði í ávarpi til þjóðarinnar í Morgunblaðinu þann 15. október 1975. Tilefnið var að á miðnætti hafði reglugerð um 200 sjómílna fiskveiðilögsögu Íslands tekið gildi en Matthías Bjarnason, þáverandi sjávarútvegsráðherra, undirritaði reglugerðina þá um sumarið. Mánuði eftir að reglugerðin tók gildi rann bráðabirgðasamningur við Breta frá árinu 1973 um veiðar innan íslensku lögsögunnar út, og í kjölfarið braust út þriðja og síðasta þorskastríðið. Því lauk með samkomulagi sumarið 1976 þar sem kveðið var á um að breskir togarar fengju að veiða innan íslensku lögsögunnar næstu sex mánuðina. Síðustu bresku togararnir sigldu því út úr íslenskri landhelgi þann 1. desember 1976. Sex árum síðar var Hafréttarsamningur Sameinuðu þjóðanna samþykktur, en með honum var staðfest að strandríki eiga landgrunn allt að 200 sjómílum frá grunnlínum sem víðátta landhelginnar er mæld frá. Stórhuga og framsækin Það er engum blöðum um það að fletta að ákvörðun íslenskra stjórnvalda fyrir hálfri öld síðan, sem tekin var einhliða, var stórhuga og framsækin enda var Ísland á meðal fyrstu þjóða heims til þess að færa landhelgina út í 200 mílur. Með þessu var stigið lokaskrefið í að ná stjórn á veiðum íslenskra stofna og það gert mögulegt að nýta þá í þágu íslenskra hagsmuna. Mikilvægi þessarar ákvörðunar fyrir íslenska þjóðarbúið er ótvírætt enda var hlutfall sjávarútvegs í útflutningstekjum þjóðarinnar árið 1975 um 80%. Þótt það hlutfall hafi lækkað á síðustu árum þá er það vegna tilkomu annarra mikilvægra útflutningsgreina sem hafa rutt sér til rúms, en sjávarútvegur er og verður áfram burðarás í íslensku samfélagi. Það sést ekki hvað síst í því að verðmætasköpun í íslenskum sjávarútvegi hefur aldrei verið meiri. Ákvörðun íslenskra stjórnvalda um útfærslu fiskveiðilögsögunnar á fyrstu áratugum sjálfstæðis sýnir að fámennar þjóðir geta haft mikilvæga og afgerandi rödd á alþjóðavettvangi, m.a. þegar kemur að mótun þjóðréttarreglna. Ákvörðunin sýnir einnig mikilvægi þess að stjórnvöld á hverjum tíma hafi kjark og þor til að taka stórar ákvarðanir með framtíð þjóðarinnar og langtímahagsmuni hennar að leiðarljósi. Höfundur er atvinnuvegaráðherra.
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar