Minnist móður sinnar sem lést í morgun Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 27. mars 2025 10:41 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra er full af þakklæti þegar hún minnist móður sinnar. Vísir/Anton Brink Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra og formaður Viðreisnar minnist móður sinnar Katrínar Arason sem kvaddi í morgun á hundraðasta aldursári. „Í morgunsárið kvaddi mamma og hélt til fundar við pabba og Kaju. Ég veit að það verða langþráðir endurfundir og ekki verður leiðinlegt á þeim bænum. Svo munu þau fylgjast vel með öllu sínu fólki. Og skála kannski i koníaki. Við Kaja ræddum það gjarnan hversu lánsamar við vorum með foreldra. Ástrík, umvefjandi, hvetjandi. Voru ófeimin alla tíð við að segja að þau elskuðu okkur,“ segir Þorgerður Katrín í færslu á Facebook. Faðir Þorgerðar, stórleikarinn Gunnar Eyjólfsson, féll frá árið 2016 þegar hann var níræður. Karitas H. Gunnarsdóttir, systir Þorgerðar Katrínar og kölluð Kaja, féll frá árið 2022 langt fyrir aldur fram. „Mamma tók utan um okkur öll. Með mestu seigluna og styrkinn þegar á þurfti að halda. Var okkar stoð og stytta. Sagði okkur alltaf að halda áfram. Vera sjálfstæðar. Sýndi umburðarlyndi og hló að bullinu í okkur. Svo var það þessi endalausa hlýja, eiginlega áþreifanleg ást. Og það sem hún var stolt af barnabörnunum sínum og öllu því sem þau tóku sér fyrir hendur.“ Hún hafi alla tíð skriðið upp í til mömmu. „Er ófeimin að viðurkenna það. Það gerði ég líka í morgun og hélt utan um hana eins og hún gerði allt mitt líf. Ég sakna þeirra allra, litlu fjölskyldunnar minnar, en mikið er undurgott að vita af þeim saman. Við hin höldum að sjálfsögðu áfram. Mamma hefði ekki viljað hafa það öðruvísi.“ Þorgerður Katrín þakkar starfsfólki Hrafnistu á Ölduhrauni mikla umhyggju, greiðasemi og fallegt utanumhald. „Það hefur verið ómetanlegt.“ Andlát Viðreisn Alþingi Mest lesið Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Eldur við flugvöll á Grænlandi Erlent „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Innlent Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Innlent Banaslys á Hvolsvelli Innlent Sprenging eftir að gestir opnuðu út Erlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Selenskí skipar nýjan starfsmannastjóra í kjölfar spillingarmáls Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Fleiri fréttir „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Íslenskur maður lést í Úkraínu Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Sjá meira
„Í morgunsárið kvaddi mamma og hélt til fundar við pabba og Kaju. Ég veit að það verða langþráðir endurfundir og ekki verður leiðinlegt á þeim bænum. Svo munu þau fylgjast vel með öllu sínu fólki. Og skála kannski i koníaki. Við Kaja ræddum það gjarnan hversu lánsamar við vorum með foreldra. Ástrík, umvefjandi, hvetjandi. Voru ófeimin alla tíð við að segja að þau elskuðu okkur,“ segir Þorgerður Katrín í færslu á Facebook. Faðir Þorgerðar, stórleikarinn Gunnar Eyjólfsson, féll frá árið 2016 þegar hann var níræður. Karitas H. Gunnarsdóttir, systir Þorgerðar Katrínar og kölluð Kaja, féll frá árið 2022 langt fyrir aldur fram. „Mamma tók utan um okkur öll. Með mestu seigluna og styrkinn þegar á þurfti að halda. Var okkar stoð og stytta. Sagði okkur alltaf að halda áfram. Vera sjálfstæðar. Sýndi umburðarlyndi og hló að bullinu í okkur. Svo var það þessi endalausa hlýja, eiginlega áþreifanleg ást. Og það sem hún var stolt af barnabörnunum sínum og öllu því sem þau tóku sér fyrir hendur.“ Hún hafi alla tíð skriðið upp í til mömmu. „Er ófeimin að viðurkenna það. Það gerði ég líka í morgun og hélt utan um hana eins og hún gerði allt mitt líf. Ég sakna þeirra allra, litlu fjölskyldunnar minnar, en mikið er undurgott að vita af þeim saman. Við hin höldum að sjálfsögðu áfram. Mamma hefði ekki viljað hafa það öðruvísi.“ Þorgerður Katrín þakkar starfsfólki Hrafnistu á Ölduhrauni mikla umhyggju, greiðasemi og fallegt utanumhald. „Það hefur verið ómetanlegt.“
Andlát Viðreisn Alþingi Mest lesið Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Eldur við flugvöll á Grænlandi Erlent „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Innlent Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Innlent Banaslys á Hvolsvelli Innlent Sprenging eftir að gestir opnuðu út Erlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Selenskí skipar nýjan starfsmannastjóra í kjölfar spillingarmáls Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Fleiri fréttir „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Íslenskur maður lést í Úkraínu Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Sjá meira