Saka lögregluna um að rægja Kínverja Kjartan Kjartansson skrifar 28. mars 2025 11:59 Kínverska sendiráðið í Bríetartúni í Reykjavík, aðeins steinsnar frá skrifstofum ríkislögreglustjóra og lögreglunnistöðinni á Hverfisgötu. Vísir/Vilhelm Talsmaður kínverska sendiráðsins á Íslandi gagnrýnir fullyrðingar fulltrúa ríkislögreglustjóra um njósnir Kínverja og sakar hann um að dreifa rógburði um Kína. Þótt talsmaðurinn segi sendiráðið á móti ummælum hans hafnar hann þeim ekki berum orðum. Tilefni yfirlýsingar sendiráðsins er erindi sem Karl Steinar Valsson, yfirmaður öryggis- og greiningarsviðs ríkislögreglustjóra, á ráðstefnu um öryggis- og varnarmál í gær. Þar kynnti hann niðurstöður stöðumats um öryggisáskoranir og sagði tímabært að vekja máls á njósnum sem Kínverjar stunduðu á Íslandi og þar með á Íslandi. Kínversk fyrirtæki, stofnanir og einstaklingar væru skyldaðir til þess að afhenda leyniþjónustu lands síns upplýsingar sem hún teldi varða við þjóðaröryggi. Þannig nýttu Kínverjar upplýsingar í hernaðarlegum tilgangi þótt þeirra hefði upphaflega verið aflað í öðrum tilgangi. Nefndi Karl Steinar sérstaklega óvissu um starfsemi norðurljósarannsóknastöðvar Kínverja á Kárshóli á Norðurlandi. Áhyggjur hafa komið fram um að hægt sé að nýta stöðina til fjarskiptanjósna. Njósnir Kínverja á Íslandi viðkvæmt mál sem nauðsynlegt sé að ræða - Vísir Talsmaður kínverska sendiráðsins segir að það hafi „tekið eftir“ ummælum fulltrúa ríkislögreglustjóra á ráðstefnunni þar sem hann hefði „ásakað og rægt“ Kína. „Við vorum agndofa yfir þeim, óánægð með þau og staðfastlega mótfallin þeim [e. opposed],“ segir í yfirlýsingunni sem birtist á vefsíðu sendiráðsins. Setji ekki fram stoðlausar ásakanir Því er ekki hafnað beinum orðum í yfirlýsingunni að Kínverjar stundi njósnir í Evrópu og Íslandi en talsmaðurinn segist hvetja „viðeigandi stofnanir“ til þess að láta af hroka og hleypidómum og stilla sig um að setja fram stoðlausar ásakanir og að dreifa kjaftasögum. Kína hafi hjálpað Íslandi að komast yfir afleiðingar efnahagshrunsins árið 2008 og stjórnvöld þar séu ákveðin í að efla vináttubönd og samvinnu við Ísland. Hvetur talsmaðurinn íslenskar stofnanir til þess að gæta sanngirni og að gera hluti sem bæti tengsl ríkjanna frekar en þá sem skaði þau. Utanríkismál Kína Öryggis- og varnarmál Lögreglan Mest lesið Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis Erlent Fleiri fréttir Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sjá meira
Tilefni yfirlýsingar sendiráðsins er erindi sem Karl Steinar Valsson, yfirmaður öryggis- og greiningarsviðs ríkislögreglustjóra, á ráðstefnu um öryggis- og varnarmál í gær. Þar kynnti hann niðurstöður stöðumats um öryggisáskoranir og sagði tímabært að vekja máls á njósnum sem Kínverjar stunduðu á Íslandi og þar með á Íslandi. Kínversk fyrirtæki, stofnanir og einstaklingar væru skyldaðir til þess að afhenda leyniþjónustu lands síns upplýsingar sem hún teldi varða við þjóðaröryggi. Þannig nýttu Kínverjar upplýsingar í hernaðarlegum tilgangi þótt þeirra hefði upphaflega verið aflað í öðrum tilgangi. Nefndi Karl Steinar sérstaklega óvissu um starfsemi norðurljósarannsóknastöðvar Kínverja á Kárshóli á Norðurlandi. Áhyggjur hafa komið fram um að hægt sé að nýta stöðina til fjarskiptanjósna. Njósnir Kínverja á Íslandi viðkvæmt mál sem nauðsynlegt sé að ræða - Vísir Talsmaður kínverska sendiráðsins segir að það hafi „tekið eftir“ ummælum fulltrúa ríkislögreglustjóra á ráðstefnunni þar sem hann hefði „ásakað og rægt“ Kína. „Við vorum agndofa yfir þeim, óánægð með þau og staðfastlega mótfallin þeim [e. opposed],“ segir í yfirlýsingunni sem birtist á vefsíðu sendiráðsins. Setji ekki fram stoðlausar ásakanir Því er ekki hafnað beinum orðum í yfirlýsingunni að Kínverjar stundi njósnir í Evrópu og Íslandi en talsmaðurinn segist hvetja „viðeigandi stofnanir“ til þess að láta af hroka og hleypidómum og stilla sig um að setja fram stoðlausar ásakanir og að dreifa kjaftasögum. Kína hafi hjálpað Íslandi að komast yfir afleiðingar efnahagshrunsins árið 2008 og stjórnvöld þar séu ákveðin í að efla vináttubönd og samvinnu við Ísland. Hvetur talsmaðurinn íslenskar stofnanir til þess að gæta sanngirni og að gera hluti sem bæti tengsl ríkjanna frekar en þá sem skaði þau.
Utanríkismál Kína Öryggis- og varnarmál Lögreglan Mest lesið Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis Erlent Fleiri fréttir Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sjá meira