Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar 28. mars 2025 12:30 Á yfirstandandi skólaári hefur umræða um stöðu grunnskólakerfisins okkar verið nokkuð snörp. Hnignandi námsárangur er títt nefndur, þá einnig skortur á haldbærum matsferlum í skólastarfi og vöntun á markvissum stuðningi við nemendur af erlendum uppruna. Háværust hefur þó umræðan verið um vanda grunnskólanna og jafnframt úrræðaleysi samfélagsins alls við að bregðast við alvarlegum hegðunarvandamálum einstakra nemenda á grunnskólaaldri. Eftir löggildingu skólastefnunnar um skóla án aðgreiningar í grunnskólalögunum árið 2008 voru gerðar umtalsverðar áherslubreytingar á grunnskólakerfinu í anda stefnunnar. Settar voru reglugerðir, ný aðalnámskrá grunnskóla, ný viðmið fyrir námsmat, samræmd próf við lok grunnskóla felld niður og fleira. Ekki verður heldur framhjá því litið að miklar og örar tækni- og samfélagsbreytingar á undanförnum árum hafa haft mikil áhrif á innra starf grunnskólanna. Að mínu mati er afar brýnt að við sem samfélag leyfum okkur að leita svara við spurningum um núverandi grunnskólakerfi. Efst í huga mér er spurningin: Þarf skóli án aðgreiningar að vera skóli án mismunandi og raunverulegra valkosta í námi grunnskólanemenda? Þá er mér fyrst og fremst hugsað til barna með verulega skerta námshæfni og barna sem glíma við alvarlegar hegðunar- og tilfinningalegar raskanir. Einnig er vert að velta fyrir sér hvort afburðanemendur grunnskólanna fái nægileg tækifæri til að þroska og nýta færni sína til hins ýtrasta. Kynni mín af nokkrum helstu brautryðjendum hér á landi sem beittu sér fyrir innleiðingu stefnunnar um skóla án aðgreiningar gerðu mér ljóst að þeir höfðu þá staðföstu trú og sýn að það væri ekki nema með niðurfellingu sem flestra sérúrræða (sérdeilda/sérskóla) í grunnskólakerfi okkar að skóli án aðgreiningar næði að þróast. Áherslubreytingar í kennaranáminu væru þar afar mikilvægir undirstöðuþættir. Nú hlýtur að vera orðið tímabært að horfa af raunsæi á hugsanlega vankanta stefnunnar um skóla án aðgreiningar og spyrja: Hefur sýn brautryðjenda stefnunnar um skóla án aðgreiningar raungerst í grunnskólunum okkar þannig að öll börn fái notið menntunar við hæfi? Er stefnan í sinni ýktustu mynd e.t.v. tálsýn? Ég geri mér grein fyrir því að það þarf mikinn kjark, fordómaleysi og faglegan styrk til að leita svara við þessum spurningum. Mikið hefur verið rætt og ritað um skóla án aðgreiningar. Gerðar hafa verið athuganir og úttektir, allt með þeim góða ásetningi að gera úrbætur. Það hefur bara ekki dugað til að öll börn fái þá þjónustu sem þau þarfnast. Óneitanlega er hugmyndafræðin um skóla án aðgreiningar göfug sýn á uppeldi og menntun, þar sem öll börn fái notið sömu tækifæra til náms við hæfi án aðgreiningar og mismununar. „Falleg sýn sem virkar ekki fyrir alla“ segir Soffía Ámundadóttir um skóla án aðgreiningar, þegar hún tjáir sig um skoðanir sínar á grunnskólakerfinu í dag. Ég undirrituð er sammála þessari staðhæfingu Soffíu og kann henni bestu þakkir fyrir að segja skoðun sína á stöðu grunnskólanna m.t.t. nemenda með miklar sérþarfir í námi. Umfjöllun Soffíu og viðtöl við hana hafa m.a. birst í Morgunblaðinu 27.02. og á Stöð 2 þann 10.03. sl. Það er einlæg von mín að við mótun nýrrar menntastefnu taki forsvarsaðilar menntamála, af mikilli alvöru, mið af þeim raunveruleika að börn með skerta námshæfni og börn með tilfinningalegar raskanir þarfnast mismunandi nálgana í námi sínu bæði hvað varðar innihald náms og skipulag námsumhverfis, allt eftir því hver námsvandi barnanna er. Sveigjanleiki í grunnskólakerfinu til skipulagsbreytinga, þar sem þeirra er þörf í þágu nemenda, skilgreinist ekki í mínum huga sem mismunun eða aðgreining heldur sem nauðsynlegur valkostur – öllum börnum til heilla. Höfundur er talmeinafræðingur og sérkennari M.Ed. Erá eftirlaunum eftir að hafa starfað í rúm 40 ár með börnum og unglingum með sértækar þarfir í námi. Var sérkennari við Öskjuhlíðarskóla í rúm 30 ár, þar af sem aðstoðarskólastjóri í 15 ár. Vann eftir það við talkennslu og sérkennsluráðgjöf í almennum grunnskólum, lengst af á vegum Menntasviðs Kópavogsbæjar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Grunnskólar Mest lesið Kemur maður í manns stað? Steinunn Þórðardóttir Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir Skoðun Halldór 22.11.2025 Samúel Karl Ólason Halldór Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kemur maður í manns stað? Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal skrifar Skoðun Íslensk tunga þarf meiri stuðning Ármann Jakobsson,Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir skrifar Skoðun Hjálpum spilafíklum Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Sjá meira
Á yfirstandandi skólaári hefur umræða um stöðu grunnskólakerfisins okkar verið nokkuð snörp. Hnignandi námsárangur er títt nefndur, þá einnig skortur á haldbærum matsferlum í skólastarfi og vöntun á markvissum stuðningi við nemendur af erlendum uppruna. Háværust hefur þó umræðan verið um vanda grunnskólanna og jafnframt úrræðaleysi samfélagsins alls við að bregðast við alvarlegum hegðunarvandamálum einstakra nemenda á grunnskólaaldri. Eftir löggildingu skólastefnunnar um skóla án aðgreiningar í grunnskólalögunum árið 2008 voru gerðar umtalsverðar áherslubreytingar á grunnskólakerfinu í anda stefnunnar. Settar voru reglugerðir, ný aðalnámskrá grunnskóla, ný viðmið fyrir námsmat, samræmd próf við lok grunnskóla felld niður og fleira. Ekki verður heldur framhjá því litið að miklar og örar tækni- og samfélagsbreytingar á undanförnum árum hafa haft mikil áhrif á innra starf grunnskólanna. Að mínu mati er afar brýnt að við sem samfélag leyfum okkur að leita svara við spurningum um núverandi grunnskólakerfi. Efst í huga mér er spurningin: Þarf skóli án aðgreiningar að vera skóli án mismunandi og raunverulegra valkosta í námi grunnskólanemenda? Þá er mér fyrst og fremst hugsað til barna með verulega skerta námshæfni og barna sem glíma við alvarlegar hegðunar- og tilfinningalegar raskanir. Einnig er vert að velta fyrir sér hvort afburðanemendur grunnskólanna fái nægileg tækifæri til að þroska og nýta færni sína til hins ýtrasta. Kynni mín af nokkrum helstu brautryðjendum hér á landi sem beittu sér fyrir innleiðingu stefnunnar um skóla án aðgreiningar gerðu mér ljóst að þeir höfðu þá staðföstu trú og sýn að það væri ekki nema með niðurfellingu sem flestra sérúrræða (sérdeilda/sérskóla) í grunnskólakerfi okkar að skóli án aðgreiningar næði að þróast. Áherslubreytingar í kennaranáminu væru þar afar mikilvægir undirstöðuþættir. Nú hlýtur að vera orðið tímabært að horfa af raunsæi á hugsanlega vankanta stefnunnar um skóla án aðgreiningar og spyrja: Hefur sýn brautryðjenda stefnunnar um skóla án aðgreiningar raungerst í grunnskólunum okkar þannig að öll börn fái notið menntunar við hæfi? Er stefnan í sinni ýktustu mynd e.t.v. tálsýn? Ég geri mér grein fyrir því að það þarf mikinn kjark, fordómaleysi og faglegan styrk til að leita svara við þessum spurningum. Mikið hefur verið rætt og ritað um skóla án aðgreiningar. Gerðar hafa verið athuganir og úttektir, allt með þeim góða ásetningi að gera úrbætur. Það hefur bara ekki dugað til að öll börn fái þá þjónustu sem þau þarfnast. Óneitanlega er hugmyndafræðin um skóla án aðgreiningar göfug sýn á uppeldi og menntun, þar sem öll börn fái notið sömu tækifæra til náms við hæfi án aðgreiningar og mismununar. „Falleg sýn sem virkar ekki fyrir alla“ segir Soffía Ámundadóttir um skóla án aðgreiningar, þegar hún tjáir sig um skoðanir sínar á grunnskólakerfinu í dag. Ég undirrituð er sammála þessari staðhæfingu Soffíu og kann henni bestu þakkir fyrir að segja skoðun sína á stöðu grunnskólanna m.t.t. nemenda með miklar sérþarfir í námi. Umfjöllun Soffíu og viðtöl við hana hafa m.a. birst í Morgunblaðinu 27.02. og á Stöð 2 þann 10.03. sl. Það er einlæg von mín að við mótun nýrrar menntastefnu taki forsvarsaðilar menntamála, af mikilli alvöru, mið af þeim raunveruleika að börn með skerta námshæfni og börn með tilfinningalegar raskanir þarfnast mismunandi nálgana í námi sínu bæði hvað varðar innihald náms og skipulag námsumhverfis, allt eftir því hver námsvandi barnanna er. Sveigjanleiki í grunnskólakerfinu til skipulagsbreytinga, þar sem þeirra er þörf í þágu nemenda, skilgreinist ekki í mínum huga sem mismunun eða aðgreining heldur sem nauðsynlegur valkostur – öllum börnum til heilla. Höfundur er talmeinafræðingur og sérkennari M.Ed. Erá eftirlaunum eftir að hafa starfað í rúm 40 ár með börnum og unglingum með sértækar þarfir í námi. Var sérkennari við Öskjuhlíðarskóla í rúm 30 ár, þar af sem aðstoðarskólastjóri í 15 ár. Vann eftir það við talkennslu og sérkennsluráðgjöf í almennum grunnskólum, lengst af á vegum Menntasviðs Kópavogsbæjar.
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun