Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Kjartan Kjartansson skrifar 28. mars 2025 15:09 Rásir sem voru herfaðar í mólendi fyrir utan Húsavík síðasta sumar. Herfingin hjálpar trjáplöntum að vaxa og dafna. Áskell Jónsson Fuglaverndarsamtök hafa kært framkvæmdir við skógrækt utan við Húsavík sem áttu sér stað í fyrra til lögreglu. Þau halda því fram að lög um náttúru- og dýravernd hafi verið brotin þar sem framkvæmdirnar hafi raskað varplendi fugla. Framkvæmdastjóri skógræktarfyrirtækisins segir að gætt hafi verið að því að engin hreiður væru á svæðinu. Þrætt var um ágæti skógræktarverkefnis í landi Saltvíkur utan við Húsavík síðsumars í fyrra. Fyrirtækið Yggdrasill Carbon herfði þar rásir í mólendi til þess að undirbúa kolefnisbindingarverkefni fyrir sveitarfélagið Norðurþing. Ýmsir íbúar gagnrýndu að grónu mólendi hefði verið spillt fyrir skógræktina. Nú hafa samtökin Fuglavernd kært framkvæmdirnar í fyrra til lögreglustjóran á Norðurlandi eystra. Í tilkynningu frá samtökunum segja þau að framkvæmdirnar hafi falið í sér umtalsvert rask á náttúrulegu mólendi og varplendum fugla við Húsavík. Þær hafi átt sér stað á varptíma fugla. Segja samtökin að náttúruverndarlög, lög um villidýr og velferð dýra kunni að hafa verið brotin. Þannig séu varpsvæði heiðlóu og spóa vernduð samkvæmt lögum. Þau byggja einnig á að mögulega hafi framkvæmdirnar farið fram án nauðsynlegs mats eða leyfis. Skipulagsstofnun hafi framkvæmdir á tveimur jörðum í Norðurþingi nú til skoðunar, þar á meðal verkefni á vegum Yggdrasils. Yggdrasill Carbon vinnur að loftslagsverkefnum í íslenskri náttúru sem gefa vottaðar kolefniseiningar og hefur lagt aðaláherslu á kolefnisbindingu í skógi samkvæmt heimasíðu fyrirtækisins. Hilmar Gunnlaugsson, framkvæmdastjóri fyrirtækisins, hafði ekki heyrt af kærunni þegar fréttastofa náði tali af honum í dag. Hann segir að jarðvinnsla af þessu tagi fari helst ekki fram á viðkvæmum tíma fyrir fugla. Þegar það sé gert sé gengið úr skugga um að engin hreiður séu til staðar. Það hafi verið gert við skógræktina í Saltvík í fyrra. Fá hreiður hafi hins vegar verið á svæðinu. Hilmar telur skýringuna á því líklega mikinn fugladauða sem átti sér stað í snemmsumarhreti sem gekk yfir Norðurland í byrjun júní. Hilmar Gunnlaugsson, einn stofnenda YGG Carbon.Aðsend Óreiðukennd umræða um kolefnisbindingu skóga Deilurnar um skógræktina fyrir norðan urðu kveikja að óreiðukenndri umræðu um kolefnisbindingu skóga þar sem sérfræðingum frá ólíkum stofnunum greindi á um hvort að lággróður eða skógur væri betur til þess fallinn að binda kolefni. Land og skógur, opinber stofnun sem fer með skógræktar- og landgræðslumál, gerði athugasemdir við fréttaflutning Ríkisútvarpsins um kolefnisbindingu skóga í febrúar. Frétt RÚV byggði á fullyrðingum Önnu Guðrúnar Þórhallsdóttur, prófessors við ferðamáladeild Háskólans á Hólum, um að meiri kolefnisbinding væri í beitilandi en skógi. Stofnunin benti á að móti að fullyrðingar hennar byggðust aðeins á bindingu jarðvegarins sjálfs en ekki vistkerfisins í heild. Heildarbinding í skógum væri þannig alltaf meiri en í graslendi samkvæmt þeim rannsóknum sem hefðu verið gerðar. Fréttin hefur verið uppfærð með viðbrögðum framkvæmdastjóra Yggdrasils Carbon. Norðurþing Stjórnsýsla Sveitarstjórnarmál Loftslagsmál Umhverfismál Skógrækt og landgræðsla Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Borgarbúar fá annan góðviðrisdag Veður Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Fleiri fréttir Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Sjá meira
Þrætt var um ágæti skógræktarverkefnis í landi Saltvíkur utan við Húsavík síðsumars í fyrra. Fyrirtækið Yggdrasill Carbon herfði þar rásir í mólendi til þess að undirbúa kolefnisbindingarverkefni fyrir sveitarfélagið Norðurþing. Ýmsir íbúar gagnrýndu að grónu mólendi hefði verið spillt fyrir skógræktina. Nú hafa samtökin Fuglavernd kært framkvæmdirnar í fyrra til lögreglustjóran á Norðurlandi eystra. Í tilkynningu frá samtökunum segja þau að framkvæmdirnar hafi falið í sér umtalsvert rask á náttúrulegu mólendi og varplendum fugla við Húsavík. Þær hafi átt sér stað á varptíma fugla. Segja samtökin að náttúruverndarlög, lög um villidýr og velferð dýra kunni að hafa verið brotin. Þannig séu varpsvæði heiðlóu og spóa vernduð samkvæmt lögum. Þau byggja einnig á að mögulega hafi framkvæmdirnar farið fram án nauðsynlegs mats eða leyfis. Skipulagsstofnun hafi framkvæmdir á tveimur jörðum í Norðurþingi nú til skoðunar, þar á meðal verkefni á vegum Yggdrasils. Yggdrasill Carbon vinnur að loftslagsverkefnum í íslenskri náttúru sem gefa vottaðar kolefniseiningar og hefur lagt aðaláherslu á kolefnisbindingu í skógi samkvæmt heimasíðu fyrirtækisins. Hilmar Gunnlaugsson, framkvæmdastjóri fyrirtækisins, hafði ekki heyrt af kærunni þegar fréttastofa náði tali af honum í dag. Hann segir að jarðvinnsla af þessu tagi fari helst ekki fram á viðkvæmum tíma fyrir fugla. Þegar það sé gert sé gengið úr skugga um að engin hreiður séu til staðar. Það hafi verið gert við skógræktina í Saltvík í fyrra. Fá hreiður hafi hins vegar verið á svæðinu. Hilmar telur skýringuna á því líklega mikinn fugladauða sem átti sér stað í snemmsumarhreti sem gekk yfir Norðurland í byrjun júní. Hilmar Gunnlaugsson, einn stofnenda YGG Carbon.Aðsend Óreiðukennd umræða um kolefnisbindingu skóga Deilurnar um skógræktina fyrir norðan urðu kveikja að óreiðukenndri umræðu um kolefnisbindingu skóga þar sem sérfræðingum frá ólíkum stofnunum greindi á um hvort að lággróður eða skógur væri betur til þess fallinn að binda kolefni. Land og skógur, opinber stofnun sem fer með skógræktar- og landgræðslumál, gerði athugasemdir við fréttaflutning Ríkisútvarpsins um kolefnisbindingu skóga í febrúar. Frétt RÚV byggði á fullyrðingum Önnu Guðrúnar Þórhallsdóttur, prófessors við ferðamáladeild Háskólans á Hólum, um að meiri kolefnisbinding væri í beitilandi en skógi. Stofnunin benti á að móti að fullyrðingar hennar byggðust aðeins á bindingu jarðvegarins sjálfs en ekki vistkerfisins í heild. Heildarbinding í skógum væri þannig alltaf meiri en í graslendi samkvæmt þeim rannsóknum sem hefðu verið gerðar. Fréttin hefur verið uppfærð með viðbrögðum framkvæmdastjóra Yggdrasils Carbon.
Norðurþing Stjórnsýsla Sveitarstjórnarmál Loftslagsmál Umhverfismál Skógrækt og landgræðsla Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Borgarbúar fá annan góðviðrisdag Veður Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Fleiri fréttir Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Sjá meira