„Trúi á fyrirgefningu og að fólk eigi að fá annað tækifæri“ Aron Guðmundsson skrifar 29. mars 2025 12:01 Craig Pedersen, landsliðsþjálfari Íslands og Kristófer Acox, leikmaður Vals Vísir/Samsett mynd Sérfræðingar Bónus körfuboltakvölds eru sammála því að komandi úrslitakeppni sé mikilvæg á margan hátt fyrir Kristófer Acox leikmann Vals, bæði er varðar að bæta við titli í safnið en einnig varðandi mögulegt sæti hans í íslenska landsliðinu fyrir komandi Evrópumót en Kristófer hefur ekki verið valinn í liðið upp á síðkastið. Segja má að deildarkeppninni hafi verið ansi kaflaskipt hjá liði Vals sem byrjaði mótið herfilega og var um tíma í fallsæti en eins og hefur sannast svo oft áður í körfuboltanum snýst þetta um að toppa á réttum tíma og er Valur eitt þeirra liða sem kemur á hvað mestu skriði inn í úrslitakeppnina þar sem að bíður einvígi gegn Grindavík. Þessi lið, sem mættust í úrslitaeinvígi deildarinnar í fyrra sem fór alla leið í oddaleik og lauk með sigri Vals, enduðu í fjórða og fimmta sæti deildarinnar þetta árið og ætti þeirra einvígi í átta liða úrslitunum fyrir fram að vera eitt það mest spennandi. Klippa: Spáð í einvígi Vals og Grindavíkur En það var mál manna í Bónus körfuboltakvöldi, sem stýrt var af Stefáni Árna Pálssyni og í sérfræðinga sætunum voru þeir Teitur Örlygsson og Sævar, að tímabilið hjá Valsmönnum hafi snúist almennilega við þegar að Kristófer Acox sneri til baka úr meiðslum sem hann varð einmitt fyrir í oddaleik úrslitaeinvígisins á síðasta tímabili gegn Grindavík. „Mér finnst þetta dálítið stórt núna fyrir Kristófer, þessi úrslitakeppni,“ sagði margfaldi Íslandsmeistarinn Teitur Örlygs. „Líka bara upp á EM næsta haust. Getur hann sannfært þjálfarann um að það sé vert að taka hann með til Póllands. Ég held að þetta skipti Kristófer líka máli,“ bætti Teitur við og Sævar brást við þessum orðum með því að setja upp sviðsmynd fyrir hann. Kristófer Acox, fyrirliði Vals, lyfti bikarmeistaratitlinum á dögunum eftir sigur gegn KR í úrslitaleiknumVísir/Pawel Cieslikiewicz „Segjum að Kristófer endi á að verða Íslandsmeistari með Val, setji tuttugu stig í leik og taki tólf fráköst, myndir þú, sem fyrrverandi þjálfari, taka hann með eftir það sem á undan er gengið?“ Teitur sagðist ekki vita hvað hefði á undan gengið milli Kristófers og Craig Pedersen landsliðsþjálfara en þegar landsliðsþjálfarinn var spurður að því í viðtali hér á Vísi fyrir mánuði síðan af hverju Kristófer væri ekki valinn í landsliðið vildi hann ekki svara því hvort ósætti þeirra á milli væri ástæðan. „Ég kýs að fara ekki út í það. Ég hef þegar rætt vel og vandlega um þetta við hann og fyrir mér þá er það bara á milli mín og hans,“ sagði Pedersen á þeim tíma en viðtalið má finna hér fyrir ofan. Teitur Örlygs trúir á fyrirgefninguna. „Ég veit að Kristófer er betri en sumir gæjar í liðinu. Ég held það séu allir sammála því. Ég veit ekkert hvað gerðist þarna en ég trúi á fyrirgefningu og að fólk eigi að fá annað tækifæri.“ Bónus-deild karla Valur Landslið karla í körfubolta Körfuboltakvöld Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Róbert hættir hjá HSÍ Handbolti Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Íslenski boltinn „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Íslenski boltinn Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið Sport Skylda að klippa vel neglur í handbolta Handbolti Fleiri fréttir Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Sjá meira
Segja má að deildarkeppninni hafi verið ansi kaflaskipt hjá liði Vals sem byrjaði mótið herfilega og var um tíma í fallsæti en eins og hefur sannast svo oft áður í körfuboltanum snýst þetta um að toppa á réttum tíma og er Valur eitt þeirra liða sem kemur á hvað mestu skriði inn í úrslitakeppnina þar sem að bíður einvígi gegn Grindavík. Þessi lið, sem mættust í úrslitaeinvígi deildarinnar í fyrra sem fór alla leið í oddaleik og lauk með sigri Vals, enduðu í fjórða og fimmta sæti deildarinnar þetta árið og ætti þeirra einvígi í átta liða úrslitunum fyrir fram að vera eitt það mest spennandi. Klippa: Spáð í einvígi Vals og Grindavíkur En það var mál manna í Bónus körfuboltakvöldi, sem stýrt var af Stefáni Árna Pálssyni og í sérfræðinga sætunum voru þeir Teitur Örlygsson og Sævar, að tímabilið hjá Valsmönnum hafi snúist almennilega við þegar að Kristófer Acox sneri til baka úr meiðslum sem hann varð einmitt fyrir í oddaleik úrslitaeinvígisins á síðasta tímabili gegn Grindavík. „Mér finnst þetta dálítið stórt núna fyrir Kristófer, þessi úrslitakeppni,“ sagði margfaldi Íslandsmeistarinn Teitur Örlygs. „Líka bara upp á EM næsta haust. Getur hann sannfært þjálfarann um að það sé vert að taka hann með til Póllands. Ég held að þetta skipti Kristófer líka máli,“ bætti Teitur við og Sævar brást við þessum orðum með því að setja upp sviðsmynd fyrir hann. Kristófer Acox, fyrirliði Vals, lyfti bikarmeistaratitlinum á dögunum eftir sigur gegn KR í úrslitaleiknumVísir/Pawel Cieslikiewicz „Segjum að Kristófer endi á að verða Íslandsmeistari með Val, setji tuttugu stig í leik og taki tólf fráköst, myndir þú, sem fyrrverandi þjálfari, taka hann með eftir það sem á undan er gengið?“ Teitur sagðist ekki vita hvað hefði á undan gengið milli Kristófers og Craig Pedersen landsliðsþjálfara en þegar landsliðsþjálfarinn var spurður að því í viðtali hér á Vísi fyrir mánuði síðan af hverju Kristófer væri ekki valinn í landsliðið vildi hann ekki svara því hvort ósætti þeirra á milli væri ástæðan. „Ég kýs að fara ekki út í það. Ég hef þegar rætt vel og vandlega um þetta við hann og fyrir mér þá er það bara á milli mín og hans,“ sagði Pedersen á þeim tíma en viðtalið má finna hér fyrir ofan. Teitur Örlygs trúir á fyrirgefninguna. „Ég veit að Kristófer er betri en sumir gæjar í liðinu. Ég held það séu allir sammála því. Ég veit ekkert hvað gerðist þarna en ég trúi á fyrirgefningu og að fólk eigi að fá annað tækifæri.“
Bónus-deild karla Valur Landslið karla í körfubolta Körfuboltakvöld Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Róbert hættir hjá HSÍ Handbolti Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Íslenski boltinn „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Íslenski boltinn Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið Sport Skylda að klippa vel neglur í handbolta Handbolti Fleiri fréttir Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Sjá meira