Innlent

Endur­reisn VG og njósnir á Ís­landi

Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar
Kristján Kristjánsson stýrir þættinum að vanda. 
Kristján Kristjánsson stýrir þættinum að vanda.  Vísir

Sprengisandur er á sínum stað klukkan tíu þar sem Kristján Kristjánsson þáttastjórnandi ræðir samfélagsmálin við góða gesti.

Þorsteinn Sigurðsson, forstjóri Hafrannsóknarstofnunar, svarar áleitnum spurningum um æ verri stöðu margra fiskistofna við Ísland, margra ára þróun þar sem afli í hverri tegundinni af annarri dregst saman og sumar hverfa með öllu þrátt fyrir öfluga veiðistjórnun og ráðgjöf.

Þá svarar Svandís Svavarsdóttir því hvert vinstrið í íslenskum stjórnmálum ætlar sér eftir að flokkurinn féll af þingi og neyddist til að draga saman seglin. Hvert sé erindi VG og hvernig flokkurinn verði endurreistur.

Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, Grímur Grímsson og Víðir Reynisson þingmenn ræða öryggis og varnarmál, njósnir á Íslandi, alþjóðlega glæpahringi, samstarf við bandamenn, yfirgang Bandaríkjanna á Grænlandi og áhrif alls þessa á stöðu Íslands. 

Loks ræðir Halla Helgadóttir, forstöðumaður Hönnunarmiðstöðvar, stöðu Hönnunar og arkitektúrs í upphafi Hönnunarmars hátíðarinnar og andmælir harðlega hugmyndum í hagræðingarskýrslu ríkisstjórnar um sameiningu lista- og hönnunarmiðstöðva í eina Listamiðstöð.

Hægt er að hlusta á þáttinn í spilaranum hér að neðan og á Bylgjunni.

Fréttin hefur verið uppfærð. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×