Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Rakel Sveinsdóttir skrifar 31. mars 2025 07:01 Sumir kalla Elísabetu Sveinsdóttur fyrsta giggara landsins. Enda er hún fædd 1963 og af þeirri kynslóð sem var líklegri til að velja sér einn starfsvettvang, jafnvel einn vinnustað. Að vinna níu-til-fimm vinnu finnst Elísabetu ekki málið. Enda hefur hún verið í alls konar og af sumum kölluð Alls staðar. Vísir/Anton Brink „Ermarnar eru svolítið flippaðar þannig að ég segi að þær séu markaðskonan í mér,“ segir Elísabet um jakkann sem hún valdi fyrir myndatökuna. „Síðan segi ég að bakhliðin á jakkanum sé fararstjórinn; Svolítið ákveðinn en gengur vel. Loks er það gallajakkinn sjálfur; Ég segi að hann sé forseti bæjarstjórnar. Enda gamli góði gallajakkinn svo sígildur og einhver íhaldssemi í honum,“ segir Elísabet og bætir við: „Ég elska að kaupa svona endurunnið.“ Nei, við erum ekki komin í Tískutal með Dóru Júlíu. Við erum einfaldlega að tala um konu sem ber marga hatta á höfði og er allt í senn; Markaðskona sem rekur sitt eigið fyrirtæki, fararstjóri í útlöndum, forseti bæjarstjórnar í Kópavogi, fyrirlesari, þjónustunörd að eigin sögn og ein af forsprökkunum í Á allra vörum. Sumir segja Elísabetu fyrsta alvöru giggara landsins. Aðrir kalla hana Elísabetu „Alls staðar.“ Enda virðist Elísabet oft dúkka upp alls staðar. „Sjálf kalla ég mig farandverkakonu; Þar sem er heyskapur er ég,“ segir Elísabet og hlær. Við sáum Elísabetu fyrst sem spyril með Hemma Gunn í Gettu betur. Það var árið 1986 og það ár var hún líka í þættinum Í takt við tímann. Árið 1998 starfaði hún síðan sem fréttamaður á Rúv en frá árinu 2008 höfum við séð hana dúkka upp sem eina af forsvarskonum átaksins Á allra vörum. Mynd neðri th. er frá byrjun þess átaks; Elísabet, Guðný og Gróa. Níu til fimm vinnan ekki málið Þegar viðtalið er tekið, er brjálað að gera hjá Elísabetu. Sem situr með bleika húfu í bleikri 66°Norður peysu í stíl á Te og kaffi. „Við erum núna alveg á fullu að sendast með gloss út um allt.“ Já; Átakið Á allra vörum er í fullum gangi og að þessu sinni er verið að safna fyrir byggingu á nýju Kvennaathvarfi. Fyrsta átak Á allra vörum var vorið 2008. „Glossin sem við seldum þá, voru reyndar aðeins seld í Icelandair flugvélunum. Því þegar Gróa og Guðný komu og töluðu við mig, var ég yfir sölunni um borð í Icelandairvélunum,“ segir Elísabet og vísar þar til meðstofnenda sinna að Á allra vörum; Gróu Ásgeirsdóttur og Guðný Pálsdóttur. En meira um þetta síðar. Því margir tengja Elísabetu líka við Íslandsbanka forðum daga. „Ég var reyndar alltaf að hætta í bankanum. Og byrja aftur,“ segir Elísabet og hlær. „Ég byrjaði í Iðnaðarbankanum. Var nokkurs konar ritari Vals Valssonar. Seinna kom Birna Einarsdóttir inn og þá vann ég með henni,“ segir Elísabet. Sem jú; starfaði þá í markaðsmálunum eins og Birna gerði í upphafi síns bankaferils. Fyrir manneskju eins og mig, sem er endalaust að fá nýjar hugmyndir og þrífst í skapandi umhverfi, er hefðbundin níu til fimm vinna hins vegar ekki að gera sig. Ég finn bara hvernig það myndast einhvers konar órói í beinunum að vera bundin í sama bás of lengi,“ segir Elísabet og bætir við: „Þegar maður er svona skapandi og kreatífur skiptir svo miklu máli að maður vinni við eitthvað sem fær mann til að blómstra og í mínu tilfelli á rútína einfaldlega ekki við mig.“ Rútína á ekki við Elísabetu, sem starfar meðal annars sem farastjóri fyrir Bændaferðir. Þar hefur það komið sér vel að hún og Alli bjuggu í sjö ár í Þýskalandi þegar Alli vann sem atvinnumaður í handbolta. Alli er kennari og farastjóri og í raun var það óvart sem Elísabet hóf sinn feril sem farastjóri sjálf. Sem hún þó elskar! Ein kona, margir hattar Elísabet er fædd árið 1963. Og telst því ekki til þess hóps sem fólki dettur í hug sem giggara eða sjálfstætt starfandi. Því kynslóð Elísabetar er ein þeirra sem hefur frekar valið sér einn starfsvettvang og mögulega einn vinnustað alla sína fullorðinstíð. „Í dag er þetta öðruvísi; Ungt fólk færir sig mikið á milli og lítur á þrjú árin jafnvel sem max,“ segir Elísabet. Elísabet byrjaði má segja í sjónvarpi: „Já ég var spyrill í Gettu betur árið 1986 með Hemma Gunn.“ Ha…..? Var Hemmi einu sinni spyrill í Gettu betur? „Já, einn vetur. Með mér!“ svarar Elísabet og hlær. Elísabet er gift Aðalsteini Jónssyni kennara og fyrrum handboltamanni. „Vinstri-handarskytta,“ útskýrir Elísabet. Þau bjuggum í nokkur ár í Svartaskógi í Þýskalandi, þar sem Aðalsteinn spilaði handbolta. Synirnir þeirra eru þrír; Arnór Sveinn (39 ára), Bjarki (33 ára) og Einar Bragi (22 ára). „Allt afreksmenn í íþróttum þessir gaurar,“ segir mamman stolt og bætir við: „Síðan á ég fjögur barnabörn, sem ég dýrka! Loksins fékk ég stelpu! segir Elísabet þegar hún talar um barnabörnin fjögur sem hún dýrkar og dáir. Elísabet tekur fram að frá því að hóp-fjölskyldumyndin var tekin hafa tvö barnabörn bæst við en á neðri mynd tv. má sjá mynd af Elísabet með móður sinni og bræðrum. Það má segja að fararstjórnarhlutverkið hafi fyrir tilviljun orðið vegna eiginmannsins. Alli er kennari og hefur verið fararstjóri hjá Bændaferðum og fleirum í mörg ár. Ég hafði oft skottast með honum í þessar ferðir en fyrir um fimm árum síðan gerist það að Alli kemst ekki í ferð. Þá verður smá vandræðagangur sem endar á því að ég fór í staðinn. Sem gekk svona glimrandi vel því að ég fékk fínar umsagnir.“ Ferðirnar hafa helst verið í Evrópu; Austurríki, Ítalía, Sviss, Spánn og fleiri staðir. „Í þessar ferðir er oft að koma 50+ fólk sem hefur fyrst og fremst áhuga á að upplifa og sjá einhverja áhugaverða staði. Þetta starf á vel við mig því að hjá Bændaferðum er það einkennandi að þeim finnst mjög vænt um sína farþega og mér finnst Bændaferðir því samræmast vel mínum gildum.“ Það sama gildir reyndar um ýmsa viðskiptavini Elísabetar á sviði markaðsmála. Fjölskyldufyrirtækið Pfaff til dæmis. „Þar er mér löngu farið að finnast svo vænt um fyrirtækið og starfsfólkið sem er að vinna þarna. Mér finnst ég eiginlega eiga svolítið í Pfaff,“ segir Elísabet skælbrosandi og stolt. Ýmiss stærri og smærri fyrirtæki teljast líka til viðskiptavina Elísabetar. „Ég segi oft að ég fari aðeins inn á vinnustaði til að hressa þá aðeins við. Því það er það sem gerist svolítið þegar maður vinnur í markaðsverkefnum. Ég segi nú ekki að þetta sé eins og bótox en þetta er vissulega ákveðin upplyfting sem verður þegar ég kem að vinna með fyrirtækjum,“ segir Elísabet með svo mikið blik í augum að það er augljóst að hún brennur fyrir verkefnunum. „Eini gallinn sem ég myndi samt segja að fylgdi svona giggara-umhverfi er hversu oft maður þarf að kveðja fólk. Sem getur verið erfitt því þótt maður vinni með fyrirtækjum tímabundið fer manni oft að finnast mjög vænt um fólkið sem maður vinnur með,“ segir Elísabet og útskýrir að þetta sé í raun skýringin á því í hversu mörgum hópum hún er. „Bara síðast í gærkveldi var ég að hitta nokkrar vinkonur sem tilheyra gamla bankahópnum.“ Elísabet demdi sér fyrir tilviljun í pólitíkina árið 2022 en hún er forseti bæjarstjórnar Kópavogs. Elísabet segist fyrst og fremst vera mikil Kópavogskona og hafði ekki mikið hugleitt pólitíkina áður en hún ákvað að láta slag standa. Sem virðist vera eitt af því sem fylgir frelsi farandverkakonunnar; Að fylgja hjartanu eftir því hvernig það slær hverju sinni. En ókei…. Eitt er að vinna sjálfstætt í markaðs- og pr málum eða fararstjórn, en annað er að vera forseti bæjarstjórnar í Kópavogi. „Já hvernig datt mér nú sú helvítis vitleysa í hug?“ segir Elísabet og hlær. En nokkuð alvarlegra: „Ég er rosalega mikil Kópavogskona. Og við Alli erum mjög mikið Kópavogsfólk. Ég er reyndar alin upp í Keflavík en hann er borinn og barnfæddur Kópavogsbúi. Ég hef því alltaf haft mikinn áhuga á málefnum Kópavogs þótt ég hafi ekki verið flokksbundin í pólitík eða haft nokkur afskipti af pólitík ef út í það er farið.“ Árið 2022 voru heilmiklar breytingar hjá Sjálfstæðisflokknum. Margir nýir á lista og Ásdís Kristjánsdóttir í fararbroddi. „Og mér fannst margt hjá henni og þessu fólki eiga samhljóm við það sem mér finnst sjálfri. Sem í stuttu máli snýst um að fara vel með,“ segir Elísabet og útskýrir að þar eigi hún einfaldlega við hversu mikilvægt það er að sveitastjórnir fari vel með fjármuni hvers sveitarfélags. Vinnu- og vinkonumyndir því Elísabet segir að einn gallinn við að vera giggari sé að kveðja fólk eftir spretthlaup eða vinnutarnir. Hjá Advania náði hún þó að næla í nokkra lúðra og svo náið er samstarfið við Möggu í Pfaff að henni finnst hún eiga svolítið í fyrirtækinu. Enn hittir hún vinkonur úr bankageiranum og þegar hún varð sextug, bauð hún 60 konum í göngu. Góðu ráðin Á árunum 2011 til 2016 vann Elísabet hjá Advania. „Ég ætlaði mér reyndar aldrei að vera svona lengi þar,“ útskýrir Elísabet en bætir við: „Í raun er þetta viss tegund af Fómó að vilja alltaf vera frjáls; því ég fæ oft á tilfinninguna að ég missi af hlutum ef ég er föst á einum stað, sem er smá fáránlegt.“ Vissulega segir Elísabet ákveðið hark geta falist í því að starfa sjálfstætt. „Sérstaklega ef þú ert bundin við hverja krónu sem þú halar inn.“ En hvaða góðu ráð myndir þú gefa fólki sem á sér kannski þann draum að vinna sjálfstætt? „Ég myndi byrja á því að skilgreina hvað það er sem þú getur boðið upp á og hvað það er sem þú brennur fyrir. Síðan að koma þér á framfæri og bjóða upp á það. Vissulega kallar þetta á ákveðinn kjark og þor en nú eru líka komnir vettvangar fyrir sjálfstætt starfandi að koma sér á framfæri og markaðurinn fyrir sjálfstætt starfandi fer sífellt vaxandi,“ segir Elísabet og er þarna að vísa til fyrirtækja eins og OpusFutura eða Hoobla. Elísabet hefur sjálf staðið fyrir námskeiðum ýmiss konar, þar á meðal fyrir uppbyggingu vörumerkja. „Þar þurfa allir að hugsa líka út frá sínu eigin vörumerki: Því við erum sjálf ákveðið vörumerki, við hvað svo sem við störfum.“ Ætli smá ævintýragen hafi ekki alltaf blundað í Elísabetu sem upplifir óróa ef henni er ætlað að sitja of lengi í sama bás. Elísabetu finnist geggjað að vinna með ungu fólki og segir orðatiltækið Ungur nemur, gamall temur gilda í báðar áttir: Gamall nemur, ungur temur eigi líka við.Vísir/Anton Brink, einkasafn Er eitthvað sem þér finnst hafa nýst þér sérstaklega vel, sem annað fólk gæti þá horft til ef það vill starfa sjálfstætt? „Reyndar hefur það komið mér skemmtilega á óvart hvernig öll reynsla nýtist. Því það er í rauninni engin reynsla sem er vita gagnslaus; Allt sem við gerum fer í reynslubanka og við erum síðan alltaf að sækja í þennan reynslubanka,“ segir Elísabet en bætir við: „Tengslamyndun skiptir samt mjög miklu máli og þar hefur það hjálpað mér mikið að finnast einfaldlega svo vænt um fólk. En ég finn það til dæmis í svona verkefni eins og Á allra vörum, hvað það er að nýtast mér vel að þekkja fólk og fyrirtæki í öllum geirum og að vera með stórt tengslanet.“ Annað sem Elísabet nefnir sérstaklega er að vinna með ungu fólki. „Ég vinn sjálf með einni ungri konu sem rekur viðburðarfyrirtækið Eventum. Saman höfum við séð um sjómannadaginn síðustu árin og mér finnst ég hafa lært heilmikið af henni og veit að hún hefur líka lært heilmikið af mér,“ segir Elísabet og bætir við: „Ég myndi því segja að orðatiltækið Ungur nemur gamall temur, eigi vel við en það megi líka snúa því við og segja; Gamall nemur ungur temur.“ Að sækja í gleðina Upphaflega fór átakið Á allra vörum af stað í kjölfar þess að Gróa Ásgeirs fékk krabbamein. Síðan hefur átakinu vaxið ásmeginn og þróast út í það að vera heiti á fjáröflun sem á það sameiginlegt að vilja tryggja fólki betra líf. Í þetta sinn konum og börnum sem þurfa að flýja heimili sín vegna ofbeldis. Næstkomandi laugardag verður fjáröflunarþáttur á Rúv og framundan er annasöm vika í sölu á glossum hér og þar og alls staðar. „Við vorum búnar að vera í hléi í sex ár þegar að við ákváðum að slá til og taka að okkur að safna fyrir nýju Kvennathvarfi. Það sem hefur samt verið svo skemmtilegt að upplifa er hversu sterkt vörumerkið er orðið því frá því að við fórum af stað með þetta átak fyrir Kvennaathvarfið hafa einfaldlega allir verið til; Öll fyrirtæki og fólk almennt er að taka brjálæðislega vel á móti okkur,“ segir Elísabet. „Allt er unnið í sjálfboðastarfi og það sem er líka mjög jákvætt við átakið er að það er engin söluþóknun greidd neins staðar. Ef þú kaupir gloss út í búð, er verslunin ekki að fá neitt fyrir sinn snúð. Það sem þú borgar rennur því óskert til málefnisins að undanskildum kostnaði við að kaupa glossin.“ Elísabet segist líka afar þakklát auglýsinga- og markaðsgeiranum. „Það eru ótrúlega margir sem hafa lagt þessu átaki lið í auglýsinga- og markaðsgeiranum og mér finnst oft eins og Á allra vörum sé í rauninni gjöf geirans til að gefa til góðs málefnis; Geirinn einfaldlega velur að gefa eina veglega herferð á ári.“ Elísabet sækir í gleðina og segist sjálf vera nokkurs konar bótox fyrir þau fyrirtæki sem hún starfar við; Oft vanti þeim einfaldlega upplyftingu! Elísabet segir alla reynslu nýtast okkur í hvaða hlutverki sem er, aðalmálið sé að lífið sé allt of dýrmætt til að hafa ekki gaman.Vísir/Anton Brink Um alla þá hatta sem Elísabet hefur á höfðinu segir hún. Ég er í rauninni spretthlaupari. Það hentar mér vel að vinna í sprettum að verkefnum sem þarf að sinna, á meðan mér hefur aldrei þótt þægilegt að vera í níu til fimm vinnu. Ég sækist líka rosalega mikið í gleðina. Því við verðum að hafa gaman; lífið er allt of dýrmætt til þess að við lifum því ekki í gleði.“ Starfsframi Góðu ráðin Auglýsinga- og markaðsmál Tengdar fréttir Fyrirsæta, frumkvöðull, fjárfestir: „Ég held ég sé ekki enn farin á gelgjuna!“ Það er ævintýralega gaman að tala við Ingunni Eiríksdóttur frumkvöðul, fjárfesti og fyrirsætu um lífshlaupið. Því um 15 ára gömul var hún farin að fljúga landanna á milli til að sitja fyrir sem fyrirsæta og áður en grunnskólagöngunni lauk hafði hvert tækifærið á eftir öðru bankað upp á dyrnar hjá henni. 21. mars 2025 07:00 Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Það er oft hlegið í samtalinu við Hafdísi Huld Björnsdóttur framkvæmdastjóra og stofnanda ráðgjafafyrirtækisins RATA. 3. mars 2025 07:05 Selfossvinir og afar sem velta milljörðum Það er ekkert smá gaman að spjalla við vinina Guðbrand Randver Sigurðsson og Davíð Þór Kristjánsson, sem nú fara fyrir fyrirtækinu IDS á Íslandi en stofnuðu Endor árið 2015; sem síðar var selt til Sýnar, en klauf sig þaðan út í fyrra og er nú hluti af alþjóðlegu keðjunni IDS. 13. febrúar 2025 07:03 Hættu í megrun: „Það varð eiginlega allt vitlaust“ „Það hafa margir haldið að við værum frá verðlagseftirliti ASÍ!“ segja hjónin Ingi Torfi Sverrisson og Linda Rakel Jónsdóttir, stofnendur LifeTrack og skella upp úr. Enda oft hlegið í samtalinu við þau, þótt líka kveði á alvarlegri undirtón. 12. febrúar 2025 07:00 „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ „Þegar ég var í háskólanum keypti ég IBM fartölvu sem var risastór kassi og sambærileg að þyngd og saumavél. Þessi tölva var með pínulitlum innbyggðum skjá en fram að þessu hafði ég átt tölvu sem ég tengdi við sjónvarpið því það voru ekki tölvuskjáir,“ segir Þór Hauksson og hlær. 3. febrúar 2025 07:00 Mest lesið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Viðskipti innlent Milljarður í afgang í Garðabæ Viðskipti innlent Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Viðskipti innlent Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Hópuppsögn í Grindavík: „Erfiðasta ákvörðun sem við höfum tekið í lífinu“ Viðskipti innlent Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Viðskipti innlent Vörur gerðar af meisturum fyrir meistara Samstarf Einn vinsælasti tengiltvinnbíll Íslendinga snýr aftur Samstarf Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent Fleiri fréttir Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ „Væri samt mjög til í að vera betri söngvari“ „Við bara tókum íslensku brjáluðu bjartsýnina á þetta“ Fjórðungur Z-kynslóðarinnar hyggst flytja til útlanda Stúdentar taka til: Z-kynslóðin er að velja sér fyrirtæki framtíðarinnar „Ég vonaðist til að lampinn myndi breyta mér í A-týpu“ Fyrirsæta, frumkvöðull, fjárfestir: „Ég held ég sé ekki enn farin á gelgjuna!“ Innsæið: Við stressum oft fólk upp með spurningum og pressu „Ég nota innsæið mitt mjög mikið enda er innsæið ekkert tabú“ Hermann í Kemi: „Kom mér mjög á óvart að verða svona ástfanginn“ Kærastan grjóthörð með svefntímann kvölds og morgna Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Vinnufélagarnir: Kjaftakerlingin, dramadrottningin, sá svartsýni og fleiri Síðasta hláturskast tók verulega á grindarbotninn Góð ráð: Draumastarfið á draumavinnustaðnum Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Fjórar týpur af yfirmönnum: Hver er þín týpa? Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Sjá meira
„Síðan segi ég að bakhliðin á jakkanum sé fararstjórinn; Svolítið ákveðinn en gengur vel. Loks er það gallajakkinn sjálfur; Ég segi að hann sé forseti bæjarstjórnar. Enda gamli góði gallajakkinn svo sígildur og einhver íhaldssemi í honum,“ segir Elísabet og bætir við: „Ég elska að kaupa svona endurunnið.“ Nei, við erum ekki komin í Tískutal með Dóru Júlíu. Við erum einfaldlega að tala um konu sem ber marga hatta á höfði og er allt í senn; Markaðskona sem rekur sitt eigið fyrirtæki, fararstjóri í útlöndum, forseti bæjarstjórnar í Kópavogi, fyrirlesari, þjónustunörd að eigin sögn og ein af forsprökkunum í Á allra vörum. Sumir segja Elísabetu fyrsta alvöru giggara landsins. Aðrir kalla hana Elísabetu „Alls staðar.“ Enda virðist Elísabet oft dúkka upp alls staðar. „Sjálf kalla ég mig farandverkakonu; Þar sem er heyskapur er ég,“ segir Elísabet og hlær. Við sáum Elísabetu fyrst sem spyril með Hemma Gunn í Gettu betur. Það var árið 1986 og það ár var hún líka í þættinum Í takt við tímann. Árið 1998 starfaði hún síðan sem fréttamaður á Rúv en frá árinu 2008 höfum við séð hana dúkka upp sem eina af forsvarskonum átaksins Á allra vörum. Mynd neðri th. er frá byrjun þess átaks; Elísabet, Guðný og Gróa. Níu til fimm vinnan ekki málið Þegar viðtalið er tekið, er brjálað að gera hjá Elísabetu. Sem situr með bleika húfu í bleikri 66°Norður peysu í stíl á Te og kaffi. „Við erum núna alveg á fullu að sendast með gloss út um allt.“ Já; Átakið Á allra vörum er í fullum gangi og að þessu sinni er verið að safna fyrir byggingu á nýju Kvennaathvarfi. Fyrsta átak Á allra vörum var vorið 2008. „Glossin sem við seldum þá, voru reyndar aðeins seld í Icelandair flugvélunum. Því þegar Gróa og Guðný komu og töluðu við mig, var ég yfir sölunni um borð í Icelandairvélunum,“ segir Elísabet og vísar þar til meðstofnenda sinna að Á allra vörum; Gróu Ásgeirsdóttur og Guðný Pálsdóttur. En meira um þetta síðar. Því margir tengja Elísabetu líka við Íslandsbanka forðum daga. „Ég var reyndar alltaf að hætta í bankanum. Og byrja aftur,“ segir Elísabet og hlær. „Ég byrjaði í Iðnaðarbankanum. Var nokkurs konar ritari Vals Valssonar. Seinna kom Birna Einarsdóttir inn og þá vann ég með henni,“ segir Elísabet. Sem jú; starfaði þá í markaðsmálunum eins og Birna gerði í upphafi síns bankaferils. Fyrir manneskju eins og mig, sem er endalaust að fá nýjar hugmyndir og þrífst í skapandi umhverfi, er hefðbundin níu til fimm vinna hins vegar ekki að gera sig. Ég finn bara hvernig það myndast einhvers konar órói í beinunum að vera bundin í sama bás of lengi,“ segir Elísabet og bætir við: „Þegar maður er svona skapandi og kreatífur skiptir svo miklu máli að maður vinni við eitthvað sem fær mann til að blómstra og í mínu tilfelli á rútína einfaldlega ekki við mig.“ Rútína á ekki við Elísabetu, sem starfar meðal annars sem farastjóri fyrir Bændaferðir. Þar hefur það komið sér vel að hún og Alli bjuggu í sjö ár í Þýskalandi þegar Alli vann sem atvinnumaður í handbolta. Alli er kennari og farastjóri og í raun var það óvart sem Elísabet hóf sinn feril sem farastjóri sjálf. Sem hún þó elskar! Ein kona, margir hattar Elísabet er fædd árið 1963. Og telst því ekki til þess hóps sem fólki dettur í hug sem giggara eða sjálfstætt starfandi. Því kynslóð Elísabetar er ein þeirra sem hefur frekar valið sér einn starfsvettvang og mögulega einn vinnustað alla sína fullorðinstíð. „Í dag er þetta öðruvísi; Ungt fólk færir sig mikið á milli og lítur á þrjú árin jafnvel sem max,“ segir Elísabet. Elísabet byrjaði má segja í sjónvarpi: „Já ég var spyrill í Gettu betur árið 1986 með Hemma Gunn.“ Ha…..? Var Hemmi einu sinni spyrill í Gettu betur? „Já, einn vetur. Með mér!“ svarar Elísabet og hlær. Elísabet er gift Aðalsteini Jónssyni kennara og fyrrum handboltamanni. „Vinstri-handarskytta,“ útskýrir Elísabet. Þau bjuggum í nokkur ár í Svartaskógi í Þýskalandi, þar sem Aðalsteinn spilaði handbolta. Synirnir þeirra eru þrír; Arnór Sveinn (39 ára), Bjarki (33 ára) og Einar Bragi (22 ára). „Allt afreksmenn í íþróttum þessir gaurar,“ segir mamman stolt og bætir við: „Síðan á ég fjögur barnabörn, sem ég dýrka! Loksins fékk ég stelpu! segir Elísabet þegar hún talar um barnabörnin fjögur sem hún dýrkar og dáir. Elísabet tekur fram að frá því að hóp-fjölskyldumyndin var tekin hafa tvö barnabörn bæst við en á neðri mynd tv. má sjá mynd af Elísabet með móður sinni og bræðrum. Það má segja að fararstjórnarhlutverkið hafi fyrir tilviljun orðið vegna eiginmannsins. Alli er kennari og hefur verið fararstjóri hjá Bændaferðum og fleirum í mörg ár. Ég hafði oft skottast með honum í þessar ferðir en fyrir um fimm árum síðan gerist það að Alli kemst ekki í ferð. Þá verður smá vandræðagangur sem endar á því að ég fór í staðinn. Sem gekk svona glimrandi vel því að ég fékk fínar umsagnir.“ Ferðirnar hafa helst verið í Evrópu; Austurríki, Ítalía, Sviss, Spánn og fleiri staðir. „Í þessar ferðir er oft að koma 50+ fólk sem hefur fyrst og fremst áhuga á að upplifa og sjá einhverja áhugaverða staði. Þetta starf á vel við mig því að hjá Bændaferðum er það einkennandi að þeim finnst mjög vænt um sína farþega og mér finnst Bændaferðir því samræmast vel mínum gildum.“ Það sama gildir reyndar um ýmsa viðskiptavini Elísabetar á sviði markaðsmála. Fjölskyldufyrirtækið Pfaff til dæmis. „Þar er mér löngu farið að finnast svo vænt um fyrirtækið og starfsfólkið sem er að vinna þarna. Mér finnst ég eiginlega eiga svolítið í Pfaff,“ segir Elísabet skælbrosandi og stolt. Ýmiss stærri og smærri fyrirtæki teljast líka til viðskiptavina Elísabetar. „Ég segi oft að ég fari aðeins inn á vinnustaði til að hressa þá aðeins við. Því það er það sem gerist svolítið þegar maður vinnur í markaðsverkefnum. Ég segi nú ekki að þetta sé eins og bótox en þetta er vissulega ákveðin upplyfting sem verður þegar ég kem að vinna með fyrirtækjum,“ segir Elísabet með svo mikið blik í augum að það er augljóst að hún brennur fyrir verkefnunum. „Eini gallinn sem ég myndi samt segja að fylgdi svona giggara-umhverfi er hversu oft maður þarf að kveðja fólk. Sem getur verið erfitt því þótt maður vinni með fyrirtækjum tímabundið fer manni oft að finnast mjög vænt um fólkið sem maður vinnur með,“ segir Elísabet og útskýrir að þetta sé í raun skýringin á því í hversu mörgum hópum hún er. „Bara síðast í gærkveldi var ég að hitta nokkrar vinkonur sem tilheyra gamla bankahópnum.“ Elísabet demdi sér fyrir tilviljun í pólitíkina árið 2022 en hún er forseti bæjarstjórnar Kópavogs. Elísabet segist fyrst og fremst vera mikil Kópavogskona og hafði ekki mikið hugleitt pólitíkina áður en hún ákvað að láta slag standa. Sem virðist vera eitt af því sem fylgir frelsi farandverkakonunnar; Að fylgja hjartanu eftir því hvernig það slær hverju sinni. En ókei…. Eitt er að vinna sjálfstætt í markaðs- og pr málum eða fararstjórn, en annað er að vera forseti bæjarstjórnar í Kópavogi. „Já hvernig datt mér nú sú helvítis vitleysa í hug?“ segir Elísabet og hlær. En nokkuð alvarlegra: „Ég er rosalega mikil Kópavogskona. Og við Alli erum mjög mikið Kópavogsfólk. Ég er reyndar alin upp í Keflavík en hann er borinn og barnfæddur Kópavogsbúi. Ég hef því alltaf haft mikinn áhuga á málefnum Kópavogs þótt ég hafi ekki verið flokksbundin í pólitík eða haft nokkur afskipti af pólitík ef út í það er farið.“ Árið 2022 voru heilmiklar breytingar hjá Sjálfstæðisflokknum. Margir nýir á lista og Ásdís Kristjánsdóttir í fararbroddi. „Og mér fannst margt hjá henni og þessu fólki eiga samhljóm við það sem mér finnst sjálfri. Sem í stuttu máli snýst um að fara vel með,“ segir Elísabet og útskýrir að þar eigi hún einfaldlega við hversu mikilvægt það er að sveitastjórnir fari vel með fjármuni hvers sveitarfélags. Vinnu- og vinkonumyndir því Elísabet segir að einn gallinn við að vera giggari sé að kveðja fólk eftir spretthlaup eða vinnutarnir. Hjá Advania náði hún þó að næla í nokkra lúðra og svo náið er samstarfið við Möggu í Pfaff að henni finnst hún eiga svolítið í fyrirtækinu. Enn hittir hún vinkonur úr bankageiranum og þegar hún varð sextug, bauð hún 60 konum í göngu. Góðu ráðin Á árunum 2011 til 2016 vann Elísabet hjá Advania. „Ég ætlaði mér reyndar aldrei að vera svona lengi þar,“ útskýrir Elísabet en bætir við: „Í raun er þetta viss tegund af Fómó að vilja alltaf vera frjáls; því ég fæ oft á tilfinninguna að ég missi af hlutum ef ég er föst á einum stað, sem er smá fáránlegt.“ Vissulega segir Elísabet ákveðið hark geta falist í því að starfa sjálfstætt. „Sérstaklega ef þú ert bundin við hverja krónu sem þú halar inn.“ En hvaða góðu ráð myndir þú gefa fólki sem á sér kannski þann draum að vinna sjálfstætt? „Ég myndi byrja á því að skilgreina hvað það er sem þú getur boðið upp á og hvað það er sem þú brennur fyrir. Síðan að koma þér á framfæri og bjóða upp á það. Vissulega kallar þetta á ákveðinn kjark og þor en nú eru líka komnir vettvangar fyrir sjálfstætt starfandi að koma sér á framfæri og markaðurinn fyrir sjálfstætt starfandi fer sífellt vaxandi,“ segir Elísabet og er þarna að vísa til fyrirtækja eins og OpusFutura eða Hoobla. Elísabet hefur sjálf staðið fyrir námskeiðum ýmiss konar, þar á meðal fyrir uppbyggingu vörumerkja. „Þar þurfa allir að hugsa líka út frá sínu eigin vörumerki: Því við erum sjálf ákveðið vörumerki, við hvað svo sem við störfum.“ Ætli smá ævintýragen hafi ekki alltaf blundað í Elísabetu sem upplifir óróa ef henni er ætlað að sitja of lengi í sama bás. Elísabetu finnist geggjað að vinna með ungu fólki og segir orðatiltækið Ungur nemur, gamall temur gilda í báðar áttir: Gamall nemur, ungur temur eigi líka við.Vísir/Anton Brink, einkasafn Er eitthvað sem þér finnst hafa nýst þér sérstaklega vel, sem annað fólk gæti þá horft til ef það vill starfa sjálfstætt? „Reyndar hefur það komið mér skemmtilega á óvart hvernig öll reynsla nýtist. Því það er í rauninni engin reynsla sem er vita gagnslaus; Allt sem við gerum fer í reynslubanka og við erum síðan alltaf að sækja í þennan reynslubanka,“ segir Elísabet en bætir við: „Tengslamyndun skiptir samt mjög miklu máli og þar hefur það hjálpað mér mikið að finnast einfaldlega svo vænt um fólk. En ég finn það til dæmis í svona verkefni eins og Á allra vörum, hvað það er að nýtast mér vel að þekkja fólk og fyrirtæki í öllum geirum og að vera með stórt tengslanet.“ Annað sem Elísabet nefnir sérstaklega er að vinna með ungu fólki. „Ég vinn sjálf með einni ungri konu sem rekur viðburðarfyrirtækið Eventum. Saman höfum við séð um sjómannadaginn síðustu árin og mér finnst ég hafa lært heilmikið af henni og veit að hún hefur líka lært heilmikið af mér,“ segir Elísabet og bætir við: „Ég myndi því segja að orðatiltækið Ungur nemur gamall temur, eigi vel við en það megi líka snúa því við og segja; Gamall nemur ungur temur.“ Að sækja í gleðina Upphaflega fór átakið Á allra vörum af stað í kjölfar þess að Gróa Ásgeirs fékk krabbamein. Síðan hefur átakinu vaxið ásmeginn og þróast út í það að vera heiti á fjáröflun sem á það sameiginlegt að vilja tryggja fólki betra líf. Í þetta sinn konum og börnum sem þurfa að flýja heimili sín vegna ofbeldis. Næstkomandi laugardag verður fjáröflunarþáttur á Rúv og framundan er annasöm vika í sölu á glossum hér og þar og alls staðar. „Við vorum búnar að vera í hléi í sex ár þegar að við ákváðum að slá til og taka að okkur að safna fyrir nýju Kvennathvarfi. Það sem hefur samt verið svo skemmtilegt að upplifa er hversu sterkt vörumerkið er orðið því frá því að við fórum af stað með þetta átak fyrir Kvennaathvarfið hafa einfaldlega allir verið til; Öll fyrirtæki og fólk almennt er að taka brjálæðislega vel á móti okkur,“ segir Elísabet. „Allt er unnið í sjálfboðastarfi og það sem er líka mjög jákvætt við átakið er að það er engin söluþóknun greidd neins staðar. Ef þú kaupir gloss út í búð, er verslunin ekki að fá neitt fyrir sinn snúð. Það sem þú borgar rennur því óskert til málefnisins að undanskildum kostnaði við að kaupa glossin.“ Elísabet segist líka afar þakklát auglýsinga- og markaðsgeiranum. „Það eru ótrúlega margir sem hafa lagt þessu átaki lið í auglýsinga- og markaðsgeiranum og mér finnst oft eins og Á allra vörum sé í rauninni gjöf geirans til að gefa til góðs málefnis; Geirinn einfaldlega velur að gefa eina veglega herferð á ári.“ Elísabet sækir í gleðina og segist sjálf vera nokkurs konar bótox fyrir þau fyrirtæki sem hún starfar við; Oft vanti þeim einfaldlega upplyftingu! Elísabet segir alla reynslu nýtast okkur í hvaða hlutverki sem er, aðalmálið sé að lífið sé allt of dýrmætt til að hafa ekki gaman.Vísir/Anton Brink Um alla þá hatta sem Elísabet hefur á höfðinu segir hún. Ég er í rauninni spretthlaupari. Það hentar mér vel að vinna í sprettum að verkefnum sem þarf að sinna, á meðan mér hefur aldrei þótt þægilegt að vera í níu til fimm vinnu. Ég sækist líka rosalega mikið í gleðina. Því við verðum að hafa gaman; lífið er allt of dýrmætt til þess að við lifum því ekki í gleði.“
Starfsframi Góðu ráðin Auglýsinga- og markaðsmál Tengdar fréttir Fyrirsæta, frumkvöðull, fjárfestir: „Ég held ég sé ekki enn farin á gelgjuna!“ Það er ævintýralega gaman að tala við Ingunni Eiríksdóttur frumkvöðul, fjárfesti og fyrirsætu um lífshlaupið. Því um 15 ára gömul var hún farin að fljúga landanna á milli til að sitja fyrir sem fyrirsæta og áður en grunnskólagöngunni lauk hafði hvert tækifærið á eftir öðru bankað upp á dyrnar hjá henni. 21. mars 2025 07:00 Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Það er oft hlegið í samtalinu við Hafdísi Huld Björnsdóttur framkvæmdastjóra og stofnanda ráðgjafafyrirtækisins RATA. 3. mars 2025 07:05 Selfossvinir og afar sem velta milljörðum Það er ekkert smá gaman að spjalla við vinina Guðbrand Randver Sigurðsson og Davíð Þór Kristjánsson, sem nú fara fyrir fyrirtækinu IDS á Íslandi en stofnuðu Endor árið 2015; sem síðar var selt til Sýnar, en klauf sig þaðan út í fyrra og er nú hluti af alþjóðlegu keðjunni IDS. 13. febrúar 2025 07:03 Hættu í megrun: „Það varð eiginlega allt vitlaust“ „Það hafa margir haldið að við værum frá verðlagseftirliti ASÍ!“ segja hjónin Ingi Torfi Sverrisson og Linda Rakel Jónsdóttir, stofnendur LifeTrack og skella upp úr. Enda oft hlegið í samtalinu við þau, þótt líka kveði á alvarlegri undirtón. 12. febrúar 2025 07:00 „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ „Þegar ég var í háskólanum keypti ég IBM fartölvu sem var risastór kassi og sambærileg að þyngd og saumavél. Þessi tölva var með pínulitlum innbyggðum skjá en fram að þessu hafði ég átt tölvu sem ég tengdi við sjónvarpið því það voru ekki tölvuskjáir,“ segir Þór Hauksson og hlær. 3. febrúar 2025 07:00 Mest lesið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Viðskipti innlent Milljarður í afgang í Garðabæ Viðskipti innlent Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Viðskipti innlent Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Hópuppsögn í Grindavík: „Erfiðasta ákvörðun sem við höfum tekið í lífinu“ Viðskipti innlent Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Viðskipti innlent Vörur gerðar af meisturum fyrir meistara Samstarf Einn vinsælasti tengiltvinnbíll Íslendinga snýr aftur Samstarf Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent Fleiri fréttir Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ „Væri samt mjög til í að vera betri söngvari“ „Við bara tókum íslensku brjáluðu bjartsýnina á þetta“ Fjórðungur Z-kynslóðarinnar hyggst flytja til útlanda Stúdentar taka til: Z-kynslóðin er að velja sér fyrirtæki framtíðarinnar „Ég vonaðist til að lampinn myndi breyta mér í A-týpu“ Fyrirsæta, frumkvöðull, fjárfestir: „Ég held ég sé ekki enn farin á gelgjuna!“ Innsæið: Við stressum oft fólk upp með spurningum og pressu „Ég nota innsæið mitt mjög mikið enda er innsæið ekkert tabú“ Hermann í Kemi: „Kom mér mjög á óvart að verða svona ástfanginn“ Kærastan grjóthörð með svefntímann kvölds og morgna Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Vinnufélagarnir: Kjaftakerlingin, dramadrottningin, sá svartsýni og fleiri Síðasta hláturskast tók verulega á grindarbotninn Góð ráð: Draumastarfið á draumavinnustaðnum Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Fjórar týpur af yfirmönnum: Hver er þín týpa? Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Sjá meira
Fyrirsæta, frumkvöðull, fjárfestir: „Ég held ég sé ekki enn farin á gelgjuna!“ Það er ævintýralega gaman að tala við Ingunni Eiríksdóttur frumkvöðul, fjárfesti og fyrirsætu um lífshlaupið. Því um 15 ára gömul var hún farin að fljúga landanna á milli til að sitja fyrir sem fyrirsæta og áður en grunnskólagöngunni lauk hafði hvert tækifærið á eftir öðru bankað upp á dyrnar hjá henni. 21. mars 2025 07:00
Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Það er oft hlegið í samtalinu við Hafdísi Huld Björnsdóttur framkvæmdastjóra og stofnanda ráðgjafafyrirtækisins RATA. 3. mars 2025 07:05
Selfossvinir og afar sem velta milljörðum Það er ekkert smá gaman að spjalla við vinina Guðbrand Randver Sigurðsson og Davíð Þór Kristjánsson, sem nú fara fyrir fyrirtækinu IDS á Íslandi en stofnuðu Endor árið 2015; sem síðar var selt til Sýnar, en klauf sig þaðan út í fyrra og er nú hluti af alþjóðlegu keðjunni IDS. 13. febrúar 2025 07:03
Hættu í megrun: „Það varð eiginlega allt vitlaust“ „Það hafa margir haldið að við værum frá verðlagseftirliti ASÍ!“ segja hjónin Ingi Torfi Sverrisson og Linda Rakel Jónsdóttir, stofnendur LifeTrack og skella upp úr. Enda oft hlegið í samtalinu við þau, þótt líka kveði á alvarlegri undirtón. 12. febrúar 2025 07:00
„Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ „Þegar ég var í háskólanum keypti ég IBM fartölvu sem var risastór kassi og sambærileg að þyngd og saumavél. Þessi tölva var með pínulitlum innbyggðum skjá en fram að þessu hafði ég átt tölvu sem ég tengdi við sjónvarpið því það voru ekki tölvuskjáir,“ segir Þór Hauksson og hlær. 3. febrúar 2025 07:00