Bologna vann leikinn 1-0 og heldur áfram sinni miklu siglingu í átt að Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð á meðan að Mikael Egill Ellertsson og Bjarki Steinn Bjarkason urðu að sætta sig við tap. Mikael spilaði leikinn en Bjarki var á bekknum hjá Venezia.
Það sem vakti hins vegar mesta athygli í leiknum var hálsinn á Odgaard. Netverjar kepptust við að giska á hvaða rauði hringur þetta væri á hálsinum og veltu fyrir sér hvort Daninn hefði verið bitinn af uppvakning eða fengið sér óvenjulegt tattú.
„Hvað í fjandanum er á hálsinum á þér?“ spurði einn á Instagram-síðu Odgaard og þar útskýrði leikmaðurinn málið:
„Þetta eru bara einhver lyf sem ég þarf að nota fyrir hálsinn. Ekkert alvarlegt,“ sagði Odgaard og lét fylgja með skellihlæjandi broskalla.
Odgaard hefur spilað 31 leiki fyrir Bologna á tímabilinu, skorað sex mörk og lagt upp þrjú. Liðið situr í 4. sæti A-deildarinnar, stigi fyrir ofan Juventus, eftir að hafa unnið fimm deildarleiki í röð.