Fótbolti

Glódís ekki með í lands­leikjunum

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Glódís Perla Viggósdóttir er næstleikjahæsta landsliðskona Íslands frá upphafi.
Glódís Perla Viggósdóttir er næstleikjahæsta landsliðskona Íslands frá upphafi. vísir/anton

Í fyrsta sinn frá því hún byrjaði að spila með íslenska landsliðinu 2012 missir Glódís Perla Viggósdóttir af landsleikjum vegna meiðsla.

Glódís hefur dregið sig út úr íslenska landsliðshópnum sem mætir Noregi og Sviss í Þjóðadeildinni.

Glódís hefur glímt við meiðsli að undanförnu en var í byrjunarliði Bayern München þegar liðið sigraði Bayer Leverkusen, 2-0, í þýsku úrvalsdeildinni. Landsliðsfyrirliðinn var tekin af velli þegar átta mínútur voru til leiksloka.

Elísa Viðarsdóttir, leikmaður Vals, hefur verið kölluð inn í landsliðshópinn í staðinn fyrir Glódísi.

Ísland mætir Noregi 4. apríl og Sviss 8. apríl á AVIS-vellinum í Laugardalnum. Íslendingar eru með eitt stig í riðli 2 í Þjóðadeildinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×