ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Kjartan Kjartansson skrifar 31. mars 2025 12:38 Woepke Hoekstra, loftslagsstjóri framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, reynir að ná málamiðlun um loftslagsmarkmið sambandsins. Vísir/EPA Til greina kemur að veita Evrópuríkjum aukið svigrúm til þess að ná loftslagsmarkmiðum Evrópusambandsins fyrir árið 2040. Loftslagsmálastjóri sambandsins er sagður reyna að útvatna reglurnar til þess að liðka fyrir því að þær verði samþykktar. Evrópusambandið stefnir að því að losun gróðurhúsalofttegunda dragist saman um 90 prósent fyrir árið 2040. Framkvæmdastjórn þess stefnir á að leggja fram frumvörp að regluverki til þess að ná því markmiði á næstu vikum. Nú segir evrópska blaðið Politico að Wopke Hoekstra, loftslagsmálastjóri framkvæmdastjórnar ESB, skoði að gera markmiðið sveigjanlegra, meðal annars með því að leyfa aðildarríkjum að telja kolefnisbindingu eða jöfnun að hluta til fram í stað þess að draga úr losun. Þetta gætu þau meðal annars gert með því að kaupa bindingareiningar á alþjóðlegum kolefnismörkuðum. Hugmyndirnar koma fram í skugga vaxandi andstöðu sumra stjórnmálafla í Evrópu við loftslagsmarkmiðin. Politico segir að hægristjórnin á Ítalíu hafi farið fram á að losunarmarkmiðið verði endurskoðað þannig að stefnt verði að 85 prósent samdrætti í stað 90 prósentum. Þá er ekki talið öruggt að ný ríkisstjórn í Þýskalandi styðji núverandi markmið. Níutíu prósent markmiðið er þó sagt njóta stuðnings meirihluta Evrópuríkja. Hætta á að endurtaka mistök fortíðar Félagasamtök vara við því að útvatna loftslagsmarkmiðin og lög til þess að ná þeim. Sam Van den plas frá samtökunum Kolefnismarkaðavaktinni, segir að hugmyndirnar sem nú sé velt upp dragi athyglina frá nauðsyn þess að draga úr losun til þess að stöðva frekari loftslagsbreytingar. Þá er Van den plas minnugur þess þegar mikið framboð af alþjóðlegum kolefniseiningum lækkaði verulega kostnað við að losa kolefni í Evrópu á öðrum áratug þessarar aldar. „Það er mikil hætta á því að endurtaka mistök fortíðarinnar,“ segir hann. Loftslagaðgerðir hafa að miklu leyti fallið í skuggann af öðrum málum á síðustu misserum, ekki síst öryggis- og varnarmálum Evrópu. Undir stjórn Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, hefur verið lögð áherslu á afregluvæðingu, ekki síst að afnema reglur sem eiga að vernda umhverfi og loftslag. Evrópusambandið Loftslagsmál Stóriðja Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Innlent Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Sjá meira
Evrópusambandið stefnir að því að losun gróðurhúsalofttegunda dragist saman um 90 prósent fyrir árið 2040. Framkvæmdastjórn þess stefnir á að leggja fram frumvörp að regluverki til þess að ná því markmiði á næstu vikum. Nú segir evrópska blaðið Politico að Wopke Hoekstra, loftslagsmálastjóri framkvæmdastjórnar ESB, skoði að gera markmiðið sveigjanlegra, meðal annars með því að leyfa aðildarríkjum að telja kolefnisbindingu eða jöfnun að hluta til fram í stað þess að draga úr losun. Þetta gætu þau meðal annars gert með því að kaupa bindingareiningar á alþjóðlegum kolefnismörkuðum. Hugmyndirnar koma fram í skugga vaxandi andstöðu sumra stjórnmálafla í Evrópu við loftslagsmarkmiðin. Politico segir að hægristjórnin á Ítalíu hafi farið fram á að losunarmarkmiðið verði endurskoðað þannig að stefnt verði að 85 prósent samdrætti í stað 90 prósentum. Þá er ekki talið öruggt að ný ríkisstjórn í Þýskalandi styðji núverandi markmið. Níutíu prósent markmiðið er þó sagt njóta stuðnings meirihluta Evrópuríkja. Hætta á að endurtaka mistök fortíðar Félagasamtök vara við því að útvatna loftslagsmarkmiðin og lög til þess að ná þeim. Sam Van den plas frá samtökunum Kolefnismarkaðavaktinni, segir að hugmyndirnar sem nú sé velt upp dragi athyglina frá nauðsyn þess að draga úr losun til þess að stöðva frekari loftslagsbreytingar. Þá er Van den plas minnugur þess þegar mikið framboð af alþjóðlegum kolefniseiningum lækkaði verulega kostnað við að losa kolefni í Evrópu á öðrum áratug þessarar aldar. „Það er mikil hætta á því að endurtaka mistök fortíðarinnar,“ segir hann. Loftslagaðgerðir hafa að miklu leyti fallið í skuggann af öðrum málum á síðustu misserum, ekki síst öryggis- og varnarmálum Evrópu. Undir stjórn Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, hefur verið lögð áherslu á afregluvæðingu, ekki síst að afnema reglur sem eiga að vernda umhverfi og loftslag.
Evrópusambandið Loftslagsmál Stóriðja Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Innlent Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Sjá meira