Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 31. mars 2025 14:58 Það er gott að vera búinn að undirbúa sig fyrir langvarandi rafmagnsleysi, vatnsskort og fleira. Rauði krossinn Rauði krossinn á Íslandi hefur hrint af stað átakinu 3dagar.is til að hvetja landsmenn til að vera undirbúnir ef neyðarástand skapast. Neyðarástand getur skapast af ýmsum ástæðum og oft með stuttum eða engum fyrirvara. „Við slíkar aðstæður er mikilvægt að hvert og eitt okkar geti bjargað sér í einhverja daga án utanaðkomandi hjálpar,“ segir Aðalheiður Jónsdóttir, teymisstjóri neyðarvarna hjá Rauða krossinum í tilkynningu vegna átaksins. Markmiðið með þriggja daga verkefninu er að landsmenn búi sig undir að vera án rafmagns og vatns í að minnsta kosti þrjá daga og verði sömuleiðis viðbúnir því að vera án net- og símasambands. „Að geta bjargað okkur í einhverja daga auðveldar ekki aðeins okkur sjálfum að takast á við erfiða stöðu heldur léttir álagið á viðbragðsaðilum sem geta þá sinnt þeim sem eru verr staddir,“ segir Aðalheiður. „Góður undirbúningur skapar seiglu á hættustundu og getur jafnvel bjargað mannslífum.“ Heimilisáætlun og viðlagakassi En hvernig eflum við okkar eigin viðnámsþrótt við hamförum og neyðarástandi? Öll heimili ættu að vera með heimilisáætlun og viðlagakassa tilbúinn. Viðlagakassinn er hugsaður fyrir helstu nauðsynjar sem fólk þarf til að komast af á heimili sínu í að minnsta kosti 3 daga verði til dæmis bæði vatns- og rafmagnslaust. Eftirtalda hluti er gott að setja í kassann: Útvarp Rafhlöður Kerti Eldspýtur/kveikjara Prímus eða gasgrill Vasaljós Viðgerðarlímband Fjölnota verkfæri Lista yfir mikilvæg símanúmer Skyndihjálpartösku Þá þarf matur og vatn fyrir alla fjölskylduna til þriggja daga að vera tiltækt á heimilinu. Ekki gleyma gæludýrunum! Það er aldrei að vita hvenær þörf á að grípa til viðlagakassans skapast og því hvetur Rauði krossinn landsmenn til að útbúa hann strax. Ef til rýminga kemur Einnig þarf fólk að vera undirbúið því að þurfa að rýma heimili sín. Aðskilnaður fólks er einn mesti streituvaldurinn í neyðarástandi. Komi til rýminga er því mikilvægt að fólk á sama heimili sé búið að ákveða söfnunarsvæði til að koma saman á. Gott er að ákveða einn stað fyrir utan húsið, annan utan hverfis og á þeim þriðja þarf að vera hægt að gista. Þá er mikilvægt að tengjast fólki í nærumhverfinu því í neyðarástandi er fyrsta utanaðkomandi hjálpin sem fæst líklegast frá nágrönnum. Hugaðu að andlegu hliðinni Þekkt er að neyðarástand getur verið mjög streituvaldandi. Hvetur Rauði krossinn því landsmenn til að undirbúa sig andlega fyrir atburði sem gætu valdið þeim streitu og ótta. Það má gera með því að: Hugsaðu um hvaða þættir myndu valda þér miklu álagi eða ótta eins og til dæmis aðskilnaður frá fjölskyldu, hávaði í veðri, jarðskjálftar eða annað. Vertu klár á því hver viðbrögð þín gætu orðið undir slíku álagi. Hvernig tekstu á við óvænt atvik, álag, streitu og ótta? Hugsaðu um hvernig þú tekst almennt á við aukið álag, streitu og ótta. Þekkirðu leiðir og aðferðir við að takast á við streitu og ótta og ná jafnvægi? „Til að lágmarka streitu og halda ró er mikilvægt að vera andlega undirbúin og þekkja eigin viðbrögð,“ segir Aðalheiður. „Með því að vera meðvituð um þau verkfæri sem við höfum til að takast á við streitu tökum við réttari og yfirvegaðri ákvarðanir ef hætta steðjar að.“ Að neðan má sjá myndbönd úr kynningarherferð Rauða krossins. Almannavarnir Rafmagn Mest lesið Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Erlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Fleiri fréttir Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta Sjá meira
„Við slíkar aðstæður er mikilvægt að hvert og eitt okkar geti bjargað sér í einhverja daga án utanaðkomandi hjálpar,“ segir Aðalheiður Jónsdóttir, teymisstjóri neyðarvarna hjá Rauða krossinum í tilkynningu vegna átaksins. Markmiðið með þriggja daga verkefninu er að landsmenn búi sig undir að vera án rafmagns og vatns í að minnsta kosti þrjá daga og verði sömuleiðis viðbúnir því að vera án net- og símasambands. „Að geta bjargað okkur í einhverja daga auðveldar ekki aðeins okkur sjálfum að takast á við erfiða stöðu heldur léttir álagið á viðbragðsaðilum sem geta þá sinnt þeim sem eru verr staddir,“ segir Aðalheiður. „Góður undirbúningur skapar seiglu á hættustundu og getur jafnvel bjargað mannslífum.“ Heimilisáætlun og viðlagakassi En hvernig eflum við okkar eigin viðnámsþrótt við hamförum og neyðarástandi? Öll heimili ættu að vera með heimilisáætlun og viðlagakassa tilbúinn. Viðlagakassinn er hugsaður fyrir helstu nauðsynjar sem fólk þarf til að komast af á heimili sínu í að minnsta kosti 3 daga verði til dæmis bæði vatns- og rafmagnslaust. Eftirtalda hluti er gott að setja í kassann: Útvarp Rafhlöður Kerti Eldspýtur/kveikjara Prímus eða gasgrill Vasaljós Viðgerðarlímband Fjölnota verkfæri Lista yfir mikilvæg símanúmer Skyndihjálpartösku Þá þarf matur og vatn fyrir alla fjölskylduna til þriggja daga að vera tiltækt á heimilinu. Ekki gleyma gæludýrunum! Það er aldrei að vita hvenær þörf á að grípa til viðlagakassans skapast og því hvetur Rauði krossinn landsmenn til að útbúa hann strax. Ef til rýminga kemur Einnig þarf fólk að vera undirbúið því að þurfa að rýma heimili sín. Aðskilnaður fólks er einn mesti streituvaldurinn í neyðarástandi. Komi til rýminga er því mikilvægt að fólk á sama heimili sé búið að ákveða söfnunarsvæði til að koma saman á. Gott er að ákveða einn stað fyrir utan húsið, annan utan hverfis og á þeim þriðja þarf að vera hægt að gista. Þá er mikilvægt að tengjast fólki í nærumhverfinu því í neyðarástandi er fyrsta utanaðkomandi hjálpin sem fæst líklegast frá nágrönnum. Hugaðu að andlegu hliðinni Þekkt er að neyðarástand getur verið mjög streituvaldandi. Hvetur Rauði krossinn því landsmenn til að undirbúa sig andlega fyrir atburði sem gætu valdið þeim streitu og ótta. Það má gera með því að: Hugsaðu um hvaða þættir myndu valda þér miklu álagi eða ótta eins og til dæmis aðskilnaður frá fjölskyldu, hávaði í veðri, jarðskjálftar eða annað. Vertu klár á því hver viðbrögð þín gætu orðið undir slíku álagi. Hvernig tekstu á við óvænt atvik, álag, streitu og ótta? Hugsaðu um hvernig þú tekst almennt á við aukið álag, streitu og ótta. Þekkirðu leiðir og aðferðir við að takast á við streitu og ótta og ná jafnvægi? „Til að lágmarka streitu og halda ró er mikilvægt að vera andlega undirbúin og þekkja eigin viðbrögð,“ segir Aðalheiður. „Með því að vera meðvituð um þau verkfæri sem við höfum til að takast á við streitu tökum við réttari og yfirvegaðri ákvarðanir ef hætta steðjar að.“ Að neðan má sjá myndbönd úr kynningarherferð Rauða krossins.
Almannavarnir Rafmagn Mest lesið Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Erlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Fleiri fréttir Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta Sjá meira