Innlent

Skipar stýrihóp um á­fengis- og vímu­efna­með­ferð

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Alma Möller ásamt nokkrum af meðlimum hópsins.
Alma Möller ásamt nokkrum af meðlimum hópsins.

Alma D. Möller heilbrigðisráðherra hefur skipað stýrihóp með fulltrúum stofnana og félagasamtaka sem sinna áfengis- og vímuefnameðferð til að efla samskipti og samhæfingu milli þjónustuveitenda og stuðla að tímanlegri þjónustu fyrir notendur.

Skipun hópsins er í samræmi við tillögur erlends sérfræðings sem falið var að gera stöðumat á áfengis og vímuefnameðferð á Íslandi og skilaði ráðherra skýrslu með niðurstöðum sínum í nóvember síðastliðnum.

Stýrihópnum er ætlað að leiða vinnu til að skapa sameiginlegan skilning á hlutverki og ábyrgð aðila sem og veita aðilum vettvang til að vinna að lausnum, samhæfingu og þróun þjónustu. Til þess getur stýrihópurinn meðal annars boðið til vinnustofu hagsmunaaðila eða myndað vinnuhópa.

Stýrihópinn skipa:

  • Helga Sif Friðjónsdóttir, án tilnefningar, formaður
  • Signý Guðbjartsdóttir, tilnefnd af Hlaðgerðarkots
  • Bjarni Össurarson, tilnefndur af geðsviði Landspítala
  • Kristín Davíðsdóttir, tilnefnd af bráðasviði Landspítala
  • Hildur Svavarsdóttir, tilnefnd af heilsugæsluþjónustu heilbrigðisstofnana
  • Anna Hildur Guðmundsdóttir, tilnefnd af SÁÁ
  • Gísli Kort Kristófersson, tilnefndur af Geðráði
  • Elías Guðmundsson, tilnefndur af Krýsuvík
  • Sigríður Jónsdóttir, án tilnefningar

Starfshópurinn er skipaður af heilbrigðisráðherra 24. mars 2025 og skal skila skýrslu til ráðherra fyrir lok mars 2026.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×