Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 2. apríl 2025 09:02 Arnar Gunnlaugsson í viðtali fyrir leik KR og ÍA sumarið 1997. Hann á ekki góðar minningar frá þeim leik eða þessum tíma. stöð 2 sport Arnar Gunnlaugsson sneri heim til Íslands með stæl sumarið 1995. Heimkoman tveimur árum seinna var hins vegar ekki jafn eftirminnileg og Arnar segir að hann hafi verið langt niðri á þeim tíma. Tvíburabræðurnir Arnar og Bjarki Gunnlaugssynir eru til umfjöllunar í þáttaröðinni A&B. Tímabilið í fyrsta þætti er frá fæðingu þeirra 1973 til 1997. Þá sneri Arnar aftur heim í skamman tíma. Tveimur sumrum áður hafði Arnar komið til ÍA, skoraði fimmtán mörk í sjö leikjum og var áberandi í dægurmenningu líkt og Bjarki. Arnar lék meðal annars í auglýsingum og byrjaði með ungfrú Ísland, Hrafnhildi Hafsteinsdóttur. Draumaheimkoman 1995 skilaði Arnari hins vegar ekki þeim tækifærum sem hann vonaðist eftir og sumarið 1997 kom hann aftur heim á Akranes. „Þegar ég kem heim '97 er ég í mjög dimmum dal. Ég er langt frá því sem má teljast ásættanlegt líkamlegt ástand. Mitt andlega ástand er langt frá því sem telst ásættanlegt til að ná árangri í íþróttum, eða í lífinu almennt. Ég kom heim og er að mæta á æfingar með Skaganum. Það má ekki gleyma því að þetta er tveimur árum eftir að ég var að skora fimmtán mörk í sjö leikjum og er kóngurinn,“ sagði Arnar þegar hann rifjaði upp heimkomuna 1997 í A&B. Úr hæstu hæðum í dýpstu dali „Menn héldu að ég myndi taka upp þráðinn þar sem frá var horfið. Það var leikur á móti KR sem var algjör „disaster“. Við töpuðum 4-0 og ég átti algjöran „stinker“. Get ekki neitt. Það er erfitt að fara í gegnum svona miklar hæðir sem þú varst í '95-árið og fara svo niður í dýpsta dalinn '97; bara algjörlega á botninum. Þú varst eiginlega á leiðinni að sigra heiminn og nú ertu allt í einu kominn heim til mömmu og pabba og hættur í atvinnumennsku.“ Þótt hann hafi ekki gert sér grein fyrir því á þeim tíma glímdi Arnar eflaust við þunglyndi í heimkomunni erfiðu 1997. Heimurinn að hrynja „Þetta reyndi gríðarlega mikið á andlega þáttinn. Sjálfstraust mitt var í molum. Maður svaf lengi frameftir. Þú varst hálfgert þunglyndur má segja alveg eins og er. Mamma og pabbi og mínir nánustu hafa örugglega séð að það var þungt, dökkt ský yfir mér. Stuttu áður hafði samband mitt og Hrafnhildar runnið á enda þannig að heimurinn var svolítið að hrynja,“ sagði Arnar. „Það var ekki til þessi vitneskja sem er í dag né almenn þekking á þunglyndi, sérstaklega ekki hjá ungum karlmönnum. Þetta var bara tabú. Ungur maður með miklar tilfinningar og þú kannt ekki alveg að tjá þig og leita þér hjálpar, þá var þetta eftir á að hyggja eitt af mínum erfiðustu tímabilum í lífinu.“ Klippa: A&B - Martraðarheimkoman 1997 Arnar lék tvo leiki með ÍA í efstu deild sumarið 1997. Áðurnefndan leik gegn KR og svo leik gegn Keflavík þar sem hann skoraði úr vítaspyrnu. Bolton til bjargar Skömmu eftir þann leik barst Arnari símtal frá Englandi. Umboðsmaður hans, Kenny Moyes, sagði honum að Bolton Wanderers vildi fá hann til reynslu. Fyrst í stað var Arnar ekki spenntur en lét þó til leiðast að fara út, ekki síst fyrir áeggjan föður síns. „Hann nánast hendir mér upp í flugvél,“ sagði Arnar sem fékk samning hjá Bolton, gekk vel þar og fór þaðan til Leicester City. Innslagið úr A&B má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Þættirnir A&B verða sýndir á sunnudagskvöldum á Stöð 2 og Stöð 2 Sport. Íslenski boltinn ÍA A&B Besta deild karla Mest lesið Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Fótbolti Arsenal vann Lundúnaslaginn Enski boltinn Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Handbolti Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn Postecoglou rekinn Enski boltinn Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Enski boltinn Eggert Aron skoraði tvö í stórsigri Brann Fótbolti Haaland skaut City á toppinn Enski boltinn Leik lokið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Birta valin best Leik lokið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Uppgjörið: Þróttur - Valur 1-0 | Sierra sá til þess að Ólafur Helgi kvaddi Laugardalinn með sigri Fimm tilnefndar sem besti leikmaður ársins í Bestu deild kvenna Leikjahæsti Valsmaðurinn á förum frá félaginu Flýta sér hægt og halda spilunum þétt að sér Gullkálfurinn Gunnar: „Stemningin var rafmögnuð“ Eina árið sem KR féll: Stjörnustríð, Elvis kvaddi og SÁÁ komið á fót Jóhann tekur við Þrótti en Blikar leita áfram „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ Jóhann Kristinn hættir með Þór/KA Fer frá KA í haust Heimir sagður taka við Fylki Frá Týsvellinum á Ibrox: „Maður þarf alveg að klípa sig annað slagið“ Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Hallgrímur framlengir við KA Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Björgvin Brimi í Víking Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sjá meira
Tvíburabræðurnir Arnar og Bjarki Gunnlaugssynir eru til umfjöllunar í þáttaröðinni A&B. Tímabilið í fyrsta þætti er frá fæðingu þeirra 1973 til 1997. Þá sneri Arnar aftur heim í skamman tíma. Tveimur sumrum áður hafði Arnar komið til ÍA, skoraði fimmtán mörk í sjö leikjum og var áberandi í dægurmenningu líkt og Bjarki. Arnar lék meðal annars í auglýsingum og byrjaði með ungfrú Ísland, Hrafnhildi Hafsteinsdóttur. Draumaheimkoman 1995 skilaði Arnari hins vegar ekki þeim tækifærum sem hann vonaðist eftir og sumarið 1997 kom hann aftur heim á Akranes. „Þegar ég kem heim '97 er ég í mjög dimmum dal. Ég er langt frá því sem má teljast ásættanlegt líkamlegt ástand. Mitt andlega ástand er langt frá því sem telst ásættanlegt til að ná árangri í íþróttum, eða í lífinu almennt. Ég kom heim og er að mæta á æfingar með Skaganum. Það má ekki gleyma því að þetta er tveimur árum eftir að ég var að skora fimmtán mörk í sjö leikjum og er kóngurinn,“ sagði Arnar þegar hann rifjaði upp heimkomuna 1997 í A&B. Úr hæstu hæðum í dýpstu dali „Menn héldu að ég myndi taka upp þráðinn þar sem frá var horfið. Það var leikur á móti KR sem var algjör „disaster“. Við töpuðum 4-0 og ég átti algjöran „stinker“. Get ekki neitt. Það er erfitt að fara í gegnum svona miklar hæðir sem þú varst í '95-árið og fara svo niður í dýpsta dalinn '97; bara algjörlega á botninum. Þú varst eiginlega á leiðinni að sigra heiminn og nú ertu allt í einu kominn heim til mömmu og pabba og hættur í atvinnumennsku.“ Þótt hann hafi ekki gert sér grein fyrir því á þeim tíma glímdi Arnar eflaust við þunglyndi í heimkomunni erfiðu 1997. Heimurinn að hrynja „Þetta reyndi gríðarlega mikið á andlega þáttinn. Sjálfstraust mitt var í molum. Maður svaf lengi frameftir. Þú varst hálfgert þunglyndur má segja alveg eins og er. Mamma og pabbi og mínir nánustu hafa örugglega séð að það var þungt, dökkt ský yfir mér. Stuttu áður hafði samband mitt og Hrafnhildar runnið á enda þannig að heimurinn var svolítið að hrynja,“ sagði Arnar. „Það var ekki til þessi vitneskja sem er í dag né almenn þekking á þunglyndi, sérstaklega ekki hjá ungum karlmönnum. Þetta var bara tabú. Ungur maður með miklar tilfinningar og þú kannt ekki alveg að tjá þig og leita þér hjálpar, þá var þetta eftir á að hyggja eitt af mínum erfiðustu tímabilum í lífinu.“ Klippa: A&B - Martraðarheimkoman 1997 Arnar lék tvo leiki með ÍA í efstu deild sumarið 1997. Áðurnefndan leik gegn KR og svo leik gegn Keflavík þar sem hann skoraði úr vítaspyrnu. Bolton til bjargar Skömmu eftir þann leik barst Arnari símtal frá Englandi. Umboðsmaður hans, Kenny Moyes, sagði honum að Bolton Wanderers vildi fá hann til reynslu. Fyrst í stað var Arnar ekki spenntur en lét þó til leiðast að fara út, ekki síst fyrir áeggjan föður síns. „Hann nánast hendir mér upp í flugvél,“ sagði Arnar sem fékk samning hjá Bolton, gekk vel þar og fór þaðan til Leicester City. Innslagið úr A&B má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Þættirnir A&B verða sýndir á sunnudagskvöldum á Stöð 2 og Stöð 2 Sport.
Íslenski boltinn ÍA A&B Besta deild karla Mest lesið Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Fótbolti Arsenal vann Lundúnaslaginn Enski boltinn Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Handbolti Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn Postecoglou rekinn Enski boltinn Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Enski boltinn Eggert Aron skoraði tvö í stórsigri Brann Fótbolti Haaland skaut City á toppinn Enski boltinn Leik lokið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Birta valin best Leik lokið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Uppgjörið: Þróttur - Valur 1-0 | Sierra sá til þess að Ólafur Helgi kvaddi Laugardalinn með sigri Fimm tilnefndar sem besti leikmaður ársins í Bestu deild kvenna Leikjahæsti Valsmaðurinn á förum frá félaginu Flýta sér hægt og halda spilunum þétt að sér Gullkálfurinn Gunnar: „Stemningin var rafmögnuð“ Eina árið sem KR féll: Stjörnustríð, Elvis kvaddi og SÁÁ komið á fót Jóhann tekur við Þrótti en Blikar leita áfram „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ Jóhann Kristinn hættir með Þór/KA Fer frá KA í haust Heimir sagður taka við Fylki Frá Týsvellinum á Ibrox: „Maður þarf alveg að klípa sig annað slagið“ Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Hallgrímur framlengir við KA Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Björgvin Brimi í Víking Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sjá meira
Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn
Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn