„Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Árni Sæberg skrifar 1. apríl 2025 12:41 Kristín Jónsdóttir er hópstjóri náttúruvárhóps Veðurstofu Íslands. Vísir/Einar Kristín Jónsdóttir, hópstjóri náttúruváreftirlits Veðurstofu Íslands, segir eldgosið sem hófst í morgun hafa komið upp á ákaflega óheppilegum stað. Aftur á móti sé heppilegt að kvikan hafi dreift sér um langa sprungu og því sé gosið rólegt. Kristín ræddi stöðu mála í aukafréttatíma í hádeginu á Stöð 2. Hún segir að fyrirvari gossins hafi verið talsverður og beðið hafi verið eftir því lengi. „Við höfum séð rúmmálið í Svartsengi fara upp fyrir þennan þröskuld þannig að það hefur allt verið orðið frekar stíflað. Það var kominn mikill þrýstingur í kerfið og á sama tíma sáum við að það var mjög hæg þennsla. Það var eins og það væri verið að blása mjög hægt í blöðru og hún sprakk í morgun, getum við sagt.“ Kvikuhlaupið hafi hafist um klukkan 6:30 í morgun og rúmum þremur klukkutímum síðar hafi eldgosið hafist. Veðurstofan hafi séð í hvað stefndi með miklum fyrirvara, enda hafi það sést á öllum mælum. Jarðskjálftamælar, þrýstingsmælar í borholum, ljósleiðari í Grindavík og GPS-mælar hafi allir sýnt merki um yfirvofandi kvikuhlaup. Ekki óskastaða „Það var mikil kvika sem safnast fyrir og til marks um það að þá sáum við hvernig skjálftavirknin í rauninni færðist frá þessum stað, þar sem kvikuhlaupin hefjast yfirleitt, við Sundhnúk sjálfan, til suðurs og norðurs. Allur þessi kvikugangur sem myndaðist 10. nóvember, hann virkjaðist í morgun. Það er líklega til marks um það að kvika hefur streymt eftir alveg tólf kílómetra langri sprungu,“ segir Kristín. Vegna þessa sé gosið ekki sérlega kraftmikið og það séu góðu fréttirnar, að kvikan hafi dreifst um alla sprunguna. Sprungan teygir enn úr sér.Vísir/RAX „En vondu fréttirnar eru þær að þessi staður er ákaflega óheppilegur og þessi sprunga var í upphafi 300 metrar, svo 500 metrar, 700 metrar. Hún potar sér í gegnum varnargarðinn klukkan 10 í morgun og það eru auðvitað mjög slæmar fréttir. Svo opnast þarna líklega gjávella eða framhald sprungunnar, það getur verið smá erfitt að greina þetta. Það vellur sem sagt upp úr á öðrum stað innan varnargarðanna. Þetta er auðvitað ekki óskastaða.“ Ómögulegt að segja til um framhaldið Loks segir Kristín erfitt að segja til um það hvort eða hvenær hraunið nær inn í Grindavíkurbæ. Upphaflega hraunrennslismælingar hafi bent til þess að hraunið rynni fram um 250 metra á hálftíma en svo hafi dregið úr því. „Ég held að það sé ákaflega erfitt að segja akkúrat í þessum töluðu orðum hvernig nákvæmlega framvindan verður.“ Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Tengdar fréttir Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni Íbúi í Grindavík ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni þegar bærinn var rýmdur vegna yfirvofandi eldgoss í morgun. Lögreglustjórinn á Suðurnesjum segir að maður hafi verið handtekinn fyrir að hafa „hagað sér óæskilega“. 1. apríl 2025 11:41 Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Slökkviliðsstjórinn í Grindavík segir að eldgosið sem hófst í morgun ógni bænum en að öllum brögðum verði beitt til þess að stýra hraunrennsli og lágmarka tjón ef það nær þangað. Gosið sé enn í upphafsfasa sínum og óljóst sé hvernig það þróast. 1. apríl 2025 12:25 Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Eldgos hófst rétt norðan við Grindavík um klukkan 9:44 eftir að kvikuhlaup hófst á sjöunda tímanum í morgun. Sprungan hefur teygt sig suður fyrir varnargarð norðan við Grindavík. Fylgst er með gangi mála í vaktinni hér að neðan og reglulega í beinni útsendingu frá vettvangi. 1. apríl 2025 07:03 Mest lesið Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Innlent Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Innlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Erlent Fleiri fréttir Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Sjá meira
Kristín ræddi stöðu mála í aukafréttatíma í hádeginu á Stöð 2. Hún segir að fyrirvari gossins hafi verið talsverður og beðið hafi verið eftir því lengi. „Við höfum séð rúmmálið í Svartsengi fara upp fyrir þennan þröskuld þannig að það hefur allt verið orðið frekar stíflað. Það var kominn mikill þrýstingur í kerfið og á sama tíma sáum við að það var mjög hæg þennsla. Það var eins og það væri verið að blása mjög hægt í blöðru og hún sprakk í morgun, getum við sagt.“ Kvikuhlaupið hafi hafist um klukkan 6:30 í morgun og rúmum þremur klukkutímum síðar hafi eldgosið hafist. Veðurstofan hafi séð í hvað stefndi með miklum fyrirvara, enda hafi það sést á öllum mælum. Jarðskjálftamælar, þrýstingsmælar í borholum, ljósleiðari í Grindavík og GPS-mælar hafi allir sýnt merki um yfirvofandi kvikuhlaup. Ekki óskastaða „Það var mikil kvika sem safnast fyrir og til marks um það að þá sáum við hvernig skjálftavirknin í rauninni færðist frá þessum stað, þar sem kvikuhlaupin hefjast yfirleitt, við Sundhnúk sjálfan, til suðurs og norðurs. Allur þessi kvikugangur sem myndaðist 10. nóvember, hann virkjaðist í morgun. Það er líklega til marks um það að kvika hefur streymt eftir alveg tólf kílómetra langri sprungu,“ segir Kristín. Vegna þessa sé gosið ekki sérlega kraftmikið og það séu góðu fréttirnar, að kvikan hafi dreifst um alla sprunguna. Sprungan teygir enn úr sér.Vísir/RAX „En vondu fréttirnar eru þær að þessi staður er ákaflega óheppilegur og þessi sprunga var í upphafi 300 metrar, svo 500 metrar, 700 metrar. Hún potar sér í gegnum varnargarðinn klukkan 10 í morgun og það eru auðvitað mjög slæmar fréttir. Svo opnast þarna líklega gjávella eða framhald sprungunnar, það getur verið smá erfitt að greina þetta. Það vellur sem sagt upp úr á öðrum stað innan varnargarðanna. Þetta er auðvitað ekki óskastaða.“ Ómögulegt að segja til um framhaldið Loks segir Kristín erfitt að segja til um það hvort eða hvenær hraunið nær inn í Grindavíkurbæ. Upphaflega hraunrennslismælingar hafi bent til þess að hraunið rynni fram um 250 metra á hálftíma en svo hafi dregið úr því. „Ég held að það sé ákaflega erfitt að segja akkúrat í þessum töluðu orðum hvernig nákvæmlega framvindan verður.“
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Tengdar fréttir Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni Íbúi í Grindavík ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni þegar bærinn var rýmdur vegna yfirvofandi eldgoss í morgun. Lögreglustjórinn á Suðurnesjum segir að maður hafi verið handtekinn fyrir að hafa „hagað sér óæskilega“. 1. apríl 2025 11:41 Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Slökkviliðsstjórinn í Grindavík segir að eldgosið sem hófst í morgun ógni bænum en að öllum brögðum verði beitt til þess að stýra hraunrennsli og lágmarka tjón ef það nær þangað. Gosið sé enn í upphafsfasa sínum og óljóst sé hvernig það þróast. 1. apríl 2025 12:25 Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Eldgos hófst rétt norðan við Grindavík um klukkan 9:44 eftir að kvikuhlaup hófst á sjöunda tímanum í morgun. Sprungan hefur teygt sig suður fyrir varnargarð norðan við Grindavík. Fylgst er með gangi mála í vaktinni hér að neðan og reglulega í beinni útsendingu frá vettvangi. 1. apríl 2025 07:03 Mest lesið Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Innlent Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Innlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Erlent Fleiri fréttir Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Sjá meira
Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni Íbúi í Grindavík ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni þegar bærinn var rýmdur vegna yfirvofandi eldgoss í morgun. Lögreglustjórinn á Suðurnesjum segir að maður hafi verið handtekinn fyrir að hafa „hagað sér óæskilega“. 1. apríl 2025 11:41
Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Slökkviliðsstjórinn í Grindavík segir að eldgosið sem hófst í morgun ógni bænum en að öllum brögðum verði beitt til þess að stýra hraunrennsli og lágmarka tjón ef það nær þangað. Gosið sé enn í upphafsfasa sínum og óljóst sé hvernig það þróast. 1. apríl 2025 12:25
Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Eldgos hófst rétt norðan við Grindavík um klukkan 9:44 eftir að kvikuhlaup hófst á sjöunda tímanum í morgun. Sprungan hefur teygt sig suður fyrir varnargarð norðan við Grindavík. Fylgst er með gangi mála í vaktinni hér að neðan og reglulega í beinni útsendingu frá vettvangi. 1. apríl 2025 07:03