„Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 6. apríl 2025 07:01 Ólafur Jóhann er gestur Einkalífsins að þessu sinni. Vísir/Anton Brink Ólafur Jóhann Steinsson ein skærasta Tik-Tok stjarna landsins segist aldrei hafa látið það á sig fá að vera með meðfæddan hjartagalla. Læknar töldu hann þó í æsku eiga lítinn möguleika á eðlilegu lífi. Þetta er meðal þess sem fram kemur í Einkalífinu þar sem Ólafur Jóhann er gestur. Þar ræðir Ólafur árin á Tik-Tok en hann er ein vinsælasti Íslendingurinn á miðlinum. Hann ræðir barnæskuna í Grafarvogi og í Kópavogi, menntaskólaárin í heimsfaraldri og hjartaaðgerð sem hann fór nýverið í í Sviþjóð. Hann segir dagana þar þá erfiðustu sem hann hefur lifað. Klippa: Einkalífið - Ólafur Jóhann Steinsson Hljóp bara samt „Ég greinist með einhvern hjartagalla, þau vita ekkert hvað og ég er sendur til Boston tveggja daga gamall. Ég fer í eina aðgerð og eina þræðingu, fimm daga gamall og ver fyrstu þremur vikum lífsins í Boston.“ Hann útskýrir að ein ósæðin hjá honum hafi ekki pumpað blóði sem skyldi. Ólafur Jóhann því vanur að fara til hjartalæknis tvisvar til þrisvar á ári í skoðun. Það hafi hann gert í yfir níutíu skipti. „Á fyrstu árunum þá prufaði ég allar íþróttir, fótbolta, handbolta, körfubolta, samkvæmisdans sem tók vel á þolið. Maður var að byggja upp þolið á meðan öðrum fannst þetta allt í lagi.“ Veltirðu þér einhvern tímann upp úr því að þú værir öðruvísi? „Nei samt ekki, því þetta hefur aldrei hrjáð mig. Foreldrum mínum var samt sagt þegar ég var í aðgerð í Boston að þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta. Ég æfði samt fótbolta í mörg ár. Svo var þeim sagt að ég yrði að fara í aðgerð nánast árlega en það gerðist aldrei.“ Ólafur Jóhann með kærustunni sinni, Sigurlaugu, úti í Svíþjóð þar sem aðgerðin var framkvæmd. Aðsend Kallið kom skyndilega Ólafur segir í Einkalífinu að árið 2019 hafi honum verið tjáð að nú yrði hann að fara í alvöru aðgerð þar sem gert yrði við hjarta hans. Eftir það hafi tíminn liðið og liðið og liðið. Svo fékk hann tíðindin. „Ég og kærastan vorum á Maldíveyjum í fríi núna í janúar, við vorum í þrjátíu gráðum, það var geðveikt,“ segir Ólafur Jóhann. „Við komum heim og þá var hjartalæknirinn búinn að hringja í mig, það var ekkert símasamband þarna og þá kemur í ljós að það á að koma að þessu einhvern tímann á næstu þremur til sex mánuðum.“ Ólafur fór í skoðun til hjartalæknisins síns í febrúar og þá var honum tjáð að þetta yrði líklega ekki fyrr en í maí. Daginn eftir hafi læknirinn hringt og sagt honum að aðgerðin yrði eftir tvær vikur. Einni og hálfri viku síðan var hann mættur til Svíþjóðar. „Þetta var smá sjokk. Ég er í vinnu við að gera Tik Tok og hef birt vídjó á hverjum einasta degi og hef gert í tvö og hálft ár, ég er reyndar aðeins byrjaður að slaka á núna því ég hef ekki tímann í þetta og þarf aðeins að hvíla mig,“ segir Ólafur Jóhann sem bjó þá til myndbönd til að eiga í sarpnum og birta á meðan hann væri í aðgerðinni. Svona lítur hjartað í Ólafi Jóhanni út í dag. Öskraði úr sársauka í klukkutíma Í Einkalífinu lýsir Ólafur Jóhann því hvernig það hafi tekið hann mun meiri tíma að jafna sig eftir aðgerð en hann hafi átt von á. Hann segir þennan tíma þann erfiðasta sem hann hefur upplifað. „Ég var búinn að ákveða að ég ætlaði heim eftir viku. Drífa þetta vel en svo var fullt af aukaveseni. Hægri partur hjartans var með of mikinn vökva og svo var eitthvað í lungnasekknum. Vanalega losar líkaminn þetta en það var ekki að gerast þannig ég fer aftur á gjörgæslu og fæ endalaust af þessum hjartalyfjum og er þarna líka á laugardeginum, líka á sunnudeginum. Þessi sunnudagur var án efa versti dagur lífs míns,“ segir Ólafur Jóhann sem lýsir rosalegri aðgerð læknanna sem gerð var á honum á meðan hann var vakandi. „Ég ligg á hliðinni, horfi á skjáinn, þannig ég sé nálina fara inn í gegn til þess að losa vökvann. Það fóru þarna sjö til áttahundruð úr þessu á einum degi. Ég öskraði úr sársauka þarna í næstum því klukkutíma. Ég fann vangefið mikið fyrir þessu. Þetta er versti dagur lífs míns, by far.“ @olafurjohann123 Vonandi munið þið eiga betri afmælisdag en engar áhyggjur ég er góður! ♬ original sound - oli Einkalífið Mest lesið Ekki er allt gull sem glóir Gagnrýni „kkk“ í klukku vekur lukku: „Hafa menn ekki meira kjöt á beinunum?“ Lífið Kláraði lögfræði meðan hún sat fyrir hjá Dior Tíska og hönnun Herra skepna sló Hafþór utan undir Lífið Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands Lífið Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Lífið Hefur engan áhuga á góðlátlegum orðum Watson Lífið Play-liðar minnast góðu tímanna Lífið Taktu þátt í nýársáskoruninni Nýtt Upphaf – Sjáðu árangursmyndirnar Lífið samstarf Nicole Kidman og Keith Urban hvort í sína átt Lífið Fleiri fréttir Leið yfir hana umkringd nöktum konum Herra skepna sló Hafþór utan undir Danir taka ekki afstöðu gegn Ísrael Aðstoðarþjálfarinn reyndist ekki vera transkona Hnetukjúklingurinn hennar Höllu Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Er hún með „Bennifer“ hálsmen? Páskaungi á leiðinni hjá Kristínu og Sverri Hefur engan áhuga á góðlátlegum orðum Watson Play-liðar minnast góðu tímanna „kkk“ í klukku vekur lukku: „Hafa menn ekki meira kjöt á beinunum?“ Fanney og Teitur orðin þriggja barna foreldrar Nicole Kidman og Keith Urban hvort í sína átt Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands „Erfitt að koma í veg fyrir slæm samskipti ef fólk segir ekki frá“ Viðkvæmar viðræður, lausn Assange og næstu skref WikiLeaks Íslensk kjötsúpa eins og hún gerist best Gjaldþrot Play setur RIFF úr skorðum: „Þetta kemur á versta tíma“ Stjörnufans og forsetar á Rauðu myllunni Ung, upprennandi og sjóðheit stjarna á lausu „Það er ekkert sem læknar þetta alveg“ Stjörnulífið: Tatiana og Ragnar í kastala í Frakklandi Egill og Thelma eiga von á sínu öðru barni Verður aðalnúmer hálfleikssýningar Ofurskálarinnar „En áttu ekki dóttur?“ Selena Gomez giftist Benny Blanco Krakkatían: Lestrarkeppni, flugumferð og leiksýning Rapparinn og málverndarsinninn frjáls ferða sinna Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Fréttatía vikunnar: Moulin Rouge, Blóðbankinn og Eurovision Sjá meira
Þetta er meðal þess sem fram kemur í Einkalífinu þar sem Ólafur Jóhann er gestur. Þar ræðir Ólafur árin á Tik-Tok en hann er ein vinsælasti Íslendingurinn á miðlinum. Hann ræðir barnæskuna í Grafarvogi og í Kópavogi, menntaskólaárin í heimsfaraldri og hjartaaðgerð sem hann fór nýverið í í Sviþjóð. Hann segir dagana þar þá erfiðustu sem hann hefur lifað. Klippa: Einkalífið - Ólafur Jóhann Steinsson Hljóp bara samt „Ég greinist með einhvern hjartagalla, þau vita ekkert hvað og ég er sendur til Boston tveggja daga gamall. Ég fer í eina aðgerð og eina þræðingu, fimm daga gamall og ver fyrstu þremur vikum lífsins í Boston.“ Hann útskýrir að ein ósæðin hjá honum hafi ekki pumpað blóði sem skyldi. Ólafur Jóhann því vanur að fara til hjartalæknis tvisvar til þrisvar á ári í skoðun. Það hafi hann gert í yfir níutíu skipti. „Á fyrstu árunum þá prufaði ég allar íþróttir, fótbolta, handbolta, körfubolta, samkvæmisdans sem tók vel á þolið. Maður var að byggja upp þolið á meðan öðrum fannst þetta allt í lagi.“ Veltirðu þér einhvern tímann upp úr því að þú værir öðruvísi? „Nei samt ekki, því þetta hefur aldrei hrjáð mig. Foreldrum mínum var samt sagt þegar ég var í aðgerð í Boston að þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta. Ég æfði samt fótbolta í mörg ár. Svo var þeim sagt að ég yrði að fara í aðgerð nánast árlega en það gerðist aldrei.“ Ólafur Jóhann með kærustunni sinni, Sigurlaugu, úti í Svíþjóð þar sem aðgerðin var framkvæmd. Aðsend Kallið kom skyndilega Ólafur segir í Einkalífinu að árið 2019 hafi honum verið tjáð að nú yrði hann að fara í alvöru aðgerð þar sem gert yrði við hjarta hans. Eftir það hafi tíminn liðið og liðið og liðið. Svo fékk hann tíðindin. „Ég og kærastan vorum á Maldíveyjum í fríi núna í janúar, við vorum í þrjátíu gráðum, það var geðveikt,“ segir Ólafur Jóhann. „Við komum heim og þá var hjartalæknirinn búinn að hringja í mig, það var ekkert símasamband þarna og þá kemur í ljós að það á að koma að þessu einhvern tímann á næstu þremur til sex mánuðum.“ Ólafur fór í skoðun til hjartalæknisins síns í febrúar og þá var honum tjáð að þetta yrði líklega ekki fyrr en í maí. Daginn eftir hafi læknirinn hringt og sagt honum að aðgerðin yrði eftir tvær vikur. Einni og hálfri viku síðan var hann mættur til Svíþjóðar. „Þetta var smá sjokk. Ég er í vinnu við að gera Tik Tok og hef birt vídjó á hverjum einasta degi og hef gert í tvö og hálft ár, ég er reyndar aðeins byrjaður að slaka á núna því ég hef ekki tímann í þetta og þarf aðeins að hvíla mig,“ segir Ólafur Jóhann sem bjó þá til myndbönd til að eiga í sarpnum og birta á meðan hann væri í aðgerðinni. Svona lítur hjartað í Ólafi Jóhanni út í dag. Öskraði úr sársauka í klukkutíma Í Einkalífinu lýsir Ólafur Jóhann því hvernig það hafi tekið hann mun meiri tíma að jafna sig eftir aðgerð en hann hafi átt von á. Hann segir þennan tíma þann erfiðasta sem hann hefur upplifað. „Ég var búinn að ákveða að ég ætlaði heim eftir viku. Drífa þetta vel en svo var fullt af aukaveseni. Hægri partur hjartans var með of mikinn vökva og svo var eitthvað í lungnasekknum. Vanalega losar líkaminn þetta en það var ekki að gerast þannig ég fer aftur á gjörgæslu og fæ endalaust af þessum hjartalyfjum og er þarna líka á laugardeginum, líka á sunnudeginum. Þessi sunnudagur var án efa versti dagur lífs míns,“ segir Ólafur Jóhann sem lýsir rosalegri aðgerð læknanna sem gerð var á honum á meðan hann var vakandi. „Ég ligg á hliðinni, horfi á skjáinn, þannig ég sé nálina fara inn í gegn til þess að losa vökvann. Það fóru þarna sjö til áttahundruð úr þessu á einum degi. Ég öskraði úr sársauka þarna í næstum því klukkutíma. Ég fann vangefið mikið fyrir þessu. Þetta er versti dagur lífs míns, by far.“ @olafurjohann123 Vonandi munið þið eiga betri afmælisdag en engar áhyggjur ég er góður! ♬ original sound - oli
Einkalífið Mest lesið Ekki er allt gull sem glóir Gagnrýni „kkk“ í klukku vekur lukku: „Hafa menn ekki meira kjöt á beinunum?“ Lífið Kláraði lögfræði meðan hún sat fyrir hjá Dior Tíska og hönnun Herra skepna sló Hafþór utan undir Lífið Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands Lífið Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Lífið Hefur engan áhuga á góðlátlegum orðum Watson Lífið Play-liðar minnast góðu tímanna Lífið Taktu þátt í nýársáskoruninni Nýtt Upphaf – Sjáðu árangursmyndirnar Lífið samstarf Nicole Kidman og Keith Urban hvort í sína átt Lífið Fleiri fréttir Leið yfir hana umkringd nöktum konum Herra skepna sló Hafþór utan undir Danir taka ekki afstöðu gegn Ísrael Aðstoðarþjálfarinn reyndist ekki vera transkona Hnetukjúklingurinn hennar Höllu Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Er hún með „Bennifer“ hálsmen? Páskaungi á leiðinni hjá Kristínu og Sverri Hefur engan áhuga á góðlátlegum orðum Watson Play-liðar minnast góðu tímanna „kkk“ í klukku vekur lukku: „Hafa menn ekki meira kjöt á beinunum?“ Fanney og Teitur orðin þriggja barna foreldrar Nicole Kidman og Keith Urban hvort í sína átt Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands „Erfitt að koma í veg fyrir slæm samskipti ef fólk segir ekki frá“ Viðkvæmar viðræður, lausn Assange og næstu skref WikiLeaks Íslensk kjötsúpa eins og hún gerist best Gjaldþrot Play setur RIFF úr skorðum: „Þetta kemur á versta tíma“ Stjörnufans og forsetar á Rauðu myllunni Ung, upprennandi og sjóðheit stjarna á lausu „Það er ekkert sem læknar þetta alveg“ Stjörnulífið: Tatiana og Ragnar í kastala í Frakklandi Egill og Thelma eiga von á sínu öðru barni Verður aðalnúmer hálfleikssýningar Ofurskálarinnar „En áttu ekki dóttur?“ Selena Gomez giftist Benny Blanco Krakkatían: Lestrarkeppni, flugumferð og leiksýning Rapparinn og málverndarsinninn frjáls ferða sinna Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Fréttatía vikunnar: Moulin Rouge, Blóðbankinn og Eurovision Sjá meira