Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 2. apríl 2025 14:54 Katrín Tanja segir að hún hafi lært að elska á annan hátt eftir að hún fékk hundinn Theo inn í líf sitt. Katrín Tanja Davíðsdóttir, tvöfaldur heimsmeistari í Crossfit, og unnusti hennar, Brooks Laich fyrrverandi hokkíleikmaður, syrgja ferfætlinginn Theo sem lést skyndilega þann 4. mars síðastliðinn. Katrín Tanja greinir frá tíðindunum í færslu á Instagram. „Hjörtun okkar eru algjörlega mölbrotin þegar við skrifum þetta, en við misstum yndislega og dýrmæta litla drenginn okkar, Theo,“ skrifar Katrín Tanja við færsluna. Hundurinn var af tegundinni Pomerian. Theo, sem var aðeins þriggja ára, lést skyndilega þegar hann lék sér á ströndinni eftir fjallgöngu. Katrín segir að krufningin hafi ekki leitt neitt annað í ljós en að hann hafi verið heilbrigður: „Það voru engin merki um hjartaáfall, mænusjúkdóm, eitrun eða stíflaðan öndunarveg. Við reynum enn að finna orsökina, þó svo að við vitum að engin ástæða mun breyta niðurstöðunni.“ Kenndi henni að elska á annan hátt en áður Katrín Tanja minnist litlu dýrmætu augnablikanna sem þau áttu með Theo. Hún lýsir hljóðinu af litlu og hraða fótatifinu hans og hvernig hann sat í kjöltu þeirra eftir kvöldmatinn á hverju kvöldi. „Hann var litla barnið hennar mömmu og villti strákurinn hans pabba,“ skrifar Katrín Tanja og bætir við að Theo hafi elskað að fara í gönguferðir með pabba sínum og stóra bróður sínum, Koda. „Hann var aðeins níu vikna þegar við fengum hann til okkar og ég man svo vel eftir því að ég hugsaði að við hefðum tekið hann frá mömmu hans, þannig að nú var það okkar hlutverk að elska, hlúa að honum og annast hann. Koda er strákurinn okkar, en Theo var barnið okkar, og ég fann að hann kenndi mér hvernig á að elska og sjá um einhvern á þann hátt sem ég hafði aldrei upplifað áður.“ „Mamma & Pabbi elska þig, ástin mín,“ skrifaði Katrín Tanja í lokin. Fjölmargir hafa skrifað samúðarkveðjur við færsluna. Þar á meðal CrossFit-konurnar Annie Mist Þórisdóttir, Sara Sigmundsdóttir og Þuríður Helgadóttir, áhrifavaldarnir Helgi Ómarsson, Birgitta Líf Björnsdóttir og Brynja Dan Gunnarsdóttir. Færsluna má lesa í heild sinni hér að neðan: View this post on Instagram A post shared by Katrín Tanja Davíðsdóttir (@katrintanja) Hundar Ástin og lífið CrossFit Gæludýr Mest lesið Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Lífið Mac n' cheese frá grunni „Foodporn í boði Adams“ Matur Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Tískukóngar landsins á bleiku skýi Tíska og hönnun Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Lífið „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Lífið Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Lífið Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Lífið „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Lífið Fleiri fréttir Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Ekki meira en bara vinir Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Tíu augnkrem fyrir vetrarkuldann Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ „Þetta er þér að kenna“ Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð „Hann er að slátra laxinum“ Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Síðasta púslið væntanlegt í maí Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Banastuð í bókateiti breska sendiráðsins Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands „Loksins fékk drengurinn okkar nafnið sitt“ Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Hefði getað blindast ef æxlið hefði ekki uppgötvast Sjá meira
„Hjörtun okkar eru algjörlega mölbrotin þegar við skrifum þetta, en við misstum yndislega og dýrmæta litla drenginn okkar, Theo,“ skrifar Katrín Tanja við færsluna. Hundurinn var af tegundinni Pomerian. Theo, sem var aðeins þriggja ára, lést skyndilega þegar hann lék sér á ströndinni eftir fjallgöngu. Katrín segir að krufningin hafi ekki leitt neitt annað í ljós en að hann hafi verið heilbrigður: „Það voru engin merki um hjartaáfall, mænusjúkdóm, eitrun eða stíflaðan öndunarveg. Við reynum enn að finna orsökina, þó svo að við vitum að engin ástæða mun breyta niðurstöðunni.“ Kenndi henni að elska á annan hátt en áður Katrín Tanja minnist litlu dýrmætu augnablikanna sem þau áttu með Theo. Hún lýsir hljóðinu af litlu og hraða fótatifinu hans og hvernig hann sat í kjöltu þeirra eftir kvöldmatinn á hverju kvöldi. „Hann var litla barnið hennar mömmu og villti strákurinn hans pabba,“ skrifar Katrín Tanja og bætir við að Theo hafi elskað að fara í gönguferðir með pabba sínum og stóra bróður sínum, Koda. „Hann var aðeins níu vikna þegar við fengum hann til okkar og ég man svo vel eftir því að ég hugsaði að við hefðum tekið hann frá mömmu hans, þannig að nú var það okkar hlutverk að elska, hlúa að honum og annast hann. Koda er strákurinn okkar, en Theo var barnið okkar, og ég fann að hann kenndi mér hvernig á að elska og sjá um einhvern á þann hátt sem ég hafði aldrei upplifað áður.“ „Mamma & Pabbi elska þig, ástin mín,“ skrifaði Katrín Tanja í lokin. Fjölmargir hafa skrifað samúðarkveðjur við færsluna. Þar á meðal CrossFit-konurnar Annie Mist Þórisdóttir, Sara Sigmundsdóttir og Þuríður Helgadóttir, áhrifavaldarnir Helgi Ómarsson, Birgitta Líf Björnsdóttir og Brynja Dan Gunnarsdóttir. Færsluna má lesa í heild sinni hér að neðan: View this post on Instagram A post shared by Katrín Tanja Davíðsdóttir (@katrintanja)
Hundar Ástin og lífið CrossFit Gæludýr Mest lesið Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Lífið Mac n' cheese frá grunni „Foodporn í boði Adams“ Matur Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Tískukóngar landsins á bleiku skýi Tíska og hönnun Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Lífið „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Lífið Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Lífið Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Lífið „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Lífið Fleiri fréttir Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Ekki meira en bara vinir Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Tíu augnkrem fyrir vetrarkuldann Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ „Þetta er þér að kenna“ Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð „Hann er að slátra laxinum“ Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Síðasta púslið væntanlegt í maí Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Banastuð í bókateiti breska sendiráðsins Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands „Loksins fékk drengurinn okkar nafnið sitt“ Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Hefði getað blindast ef æxlið hefði ekki uppgötvast Sjá meira