Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Atli Ísleifsson skrifar 2. apríl 2025 14:36 Svona var umhorfs þegar Ragnar Axelsson flaug yfir Grindavík og nágrenni á þriðja tímanum í dag. RAX Íbúar og starfsmenn fyrirtækja í Grindavík hafa fengið heimild til að fara inn fyrir lokunarpósta og halda inn í bæinn. Lokunarpóstar eru á Grindavíkurvegi, Nesvegi og Suðurstrandarvegi en ná ekki til orkuversins í Svartsengi, Bláa lónsins og Northern Light Inn. Ferðamönnum er ekki hleypt inn til Grindavíkur. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglustjóranum á Suðurnesjum, en ríkislögreglustjóri ákvað í samráði við lögreglustjóra fyrir hádegi í dag að færa almannavarnastig af neyðarstigi á hættustig. Fram kemur að aðgangur sé því enn takmarkaður inn á hættusvæðið, en að Grindavíkurvegur sé opinn inn að Bláa lóni og orkuverinu í Svartsengi. „Viðbragðsaðilar, hópur vísindamanna og einstaklingar á vegum Blaðamannafélags Íslands, með vísan til samkomulags félagsins við lögreglustjórann á Suðurnesjum, er heimilt að fara inn fyrir lokunarpósta. Koma þarf við í björgunarhúsinu í Grindavík áður en farið er inn á merkt vinnusvæði. Hús björgunarsveitarinnar Þorbjörns er staðsett að Seljabót 10, Grindavík. Íbúar Grindavíkur og starfsmenn þar hafa heimild til að fara inn fyrir lokunarpósta inn til Grindavíkur um Grindavíkurveg, Nesveg og Suðurstrandarveg. Ákveðið með hliðsjón af stöðu jarðhræringa. Lokunarpóstar ná ekki til orkuversins, Bláa lónsins og Northern Light Inn. Flóttaleiðir eru um Bláalónsveg og Grindavíkurveg. Sem stendur er ferðamönnum ekki hleypt inn til Grindavíkur. Færð á vegum getur spillst með stuttum fyrirvara á þessum tíma árs. Íbúar og starfsmenn fyrirtækja dvelja inn á hættusvæði á eigin ábyrgð. Hver og einn verður að bera ábyrgð á eigin athöfnum eða athafnaleysi. Það sama gildir um ferðamenn. Vont veður og slæm færð dregur úr öryggi fólks inn á hættusvæðum jafnframt því að hafa áhrif á vöktunargetu Veðurstofu Íslands. Lögreglustjóri mælir með því að fólk skoði meðfylgjandi hættumatskort Veðurstofu Íslands. Þá mælir hann með því að fólk kynni sér efni fréttatilkynningar ríkislögreglustjóra sem send var út 1. apríl sl. Mótvægisaðgerðir eru og hafa verið í gangi innan hættusvæða sem felast m.a. í hækkun varnagarða, í kortlagningu, jarðkönnun, jarðsjármælingum og sjónskoðun. Þá hafa sprungur verið girtar af,“ segir í tilkynningunni. Engin virkni er sjáanleg í gossprungu sem opnaðist í gær um klukkan 9:45 suðvestan af fjallinu Þorbirni, norðan við Grindavík. Enn logar þó glóð í nýju hrauni. Að mati vísindamanna flæðir kvika enn inn í kvikuganginn. Svæðið er óstöðugt og varasamt. Talsverð jarðskjálftavirkni mældist í gær á Reykjanesskaga en í gærkvöldi tók að draga úr þeirri virkni en hún heldur þó áfram. Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Lögreglumál Almannavarnir Bláa lónið Ferðaþjónusta Tengdar fréttir Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Fagstjóri aflögunarmælinga hjá Veðurstofu Íslands segir kvikuganginn, sem myndaðist í gosinu á Reykjanesskaga í gær, ná frá Vogum að Grindavík. Mögulegt sé að kvika komi upp norðarlega í kvikuganginum nærri Reykjanesbraut þó það teljist ólíklegt. 2. apríl 2025 12:11 Af neyðarstigi og á hættustig Ríkislögreglustjóri í samráði við lögreglustjórann á Suðurnesjum hefur ákveðið að færa almannavarnastig af neyðarstigi á hættustig vegna jarðhræringa á Reykjanesskaga. 2. apríl 2025 11:39 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Fleiri fréttir Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglustjóranum á Suðurnesjum, en ríkislögreglustjóri ákvað í samráði við lögreglustjóra fyrir hádegi í dag að færa almannavarnastig af neyðarstigi á hættustig. Fram kemur að aðgangur sé því enn takmarkaður inn á hættusvæðið, en að Grindavíkurvegur sé opinn inn að Bláa lóni og orkuverinu í Svartsengi. „Viðbragðsaðilar, hópur vísindamanna og einstaklingar á vegum Blaðamannafélags Íslands, með vísan til samkomulags félagsins við lögreglustjórann á Suðurnesjum, er heimilt að fara inn fyrir lokunarpósta. Koma þarf við í björgunarhúsinu í Grindavík áður en farið er inn á merkt vinnusvæði. Hús björgunarsveitarinnar Þorbjörns er staðsett að Seljabót 10, Grindavík. Íbúar Grindavíkur og starfsmenn þar hafa heimild til að fara inn fyrir lokunarpósta inn til Grindavíkur um Grindavíkurveg, Nesveg og Suðurstrandarveg. Ákveðið með hliðsjón af stöðu jarðhræringa. Lokunarpóstar ná ekki til orkuversins, Bláa lónsins og Northern Light Inn. Flóttaleiðir eru um Bláalónsveg og Grindavíkurveg. Sem stendur er ferðamönnum ekki hleypt inn til Grindavíkur. Færð á vegum getur spillst með stuttum fyrirvara á þessum tíma árs. Íbúar og starfsmenn fyrirtækja dvelja inn á hættusvæði á eigin ábyrgð. Hver og einn verður að bera ábyrgð á eigin athöfnum eða athafnaleysi. Það sama gildir um ferðamenn. Vont veður og slæm færð dregur úr öryggi fólks inn á hættusvæðum jafnframt því að hafa áhrif á vöktunargetu Veðurstofu Íslands. Lögreglustjóri mælir með því að fólk skoði meðfylgjandi hættumatskort Veðurstofu Íslands. Þá mælir hann með því að fólk kynni sér efni fréttatilkynningar ríkislögreglustjóra sem send var út 1. apríl sl. Mótvægisaðgerðir eru og hafa verið í gangi innan hættusvæða sem felast m.a. í hækkun varnagarða, í kortlagningu, jarðkönnun, jarðsjármælingum og sjónskoðun. Þá hafa sprungur verið girtar af,“ segir í tilkynningunni. Engin virkni er sjáanleg í gossprungu sem opnaðist í gær um klukkan 9:45 suðvestan af fjallinu Þorbirni, norðan við Grindavík. Enn logar þó glóð í nýju hrauni. Að mati vísindamanna flæðir kvika enn inn í kvikuganginn. Svæðið er óstöðugt og varasamt. Talsverð jarðskjálftavirkni mældist í gær á Reykjanesskaga en í gærkvöldi tók að draga úr þeirri virkni en hún heldur þó áfram.
Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Lögreglumál Almannavarnir Bláa lónið Ferðaþjónusta Tengdar fréttir Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Fagstjóri aflögunarmælinga hjá Veðurstofu Íslands segir kvikuganginn, sem myndaðist í gosinu á Reykjanesskaga í gær, ná frá Vogum að Grindavík. Mögulegt sé að kvika komi upp norðarlega í kvikuganginum nærri Reykjanesbraut þó það teljist ólíklegt. 2. apríl 2025 12:11 Af neyðarstigi og á hættustig Ríkislögreglustjóri í samráði við lögreglustjórann á Suðurnesjum hefur ákveðið að færa almannavarnastig af neyðarstigi á hættustig vegna jarðhræringa á Reykjanesskaga. 2. apríl 2025 11:39 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Fleiri fréttir Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sjá meira
Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Fagstjóri aflögunarmælinga hjá Veðurstofu Íslands segir kvikuganginn, sem myndaðist í gosinu á Reykjanesskaga í gær, ná frá Vogum að Grindavík. Mögulegt sé að kvika komi upp norðarlega í kvikuganginum nærri Reykjanesbraut þó það teljist ólíklegt. 2. apríl 2025 12:11
Af neyðarstigi og á hættustig Ríkislögreglustjóri í samráði við lögreglustjórann á Suðurnesjum hefur ákveðið að færa almannavarnastig af neyðarstigi á hættustig vegna jarðhræringa á Reykjanesskaga. 2. apríl 2025 11:39
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?