Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 2. apríl 2025 14:44 Meirihlutinn í borginni ætlar sér að hagræða með aðstoð borgarbúa. Vísir/Vilhelm Opnað hefur verið fyrir innsendingar í hugmyndasöfnun um hvernig megi nýta bæði tíma og fjármagn Reykjavíkurborgar sem best. Samráðið er öllum opið og allar tillögur og ábendingar eru vel þegnar. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef borgarinnar. Hugmyndasöfnunin minnir á sambærilegt verkefni ríkisstjórnarinnar sem skipaði hagræðingarhóp til að vinna úr hugmyndum landsmanna. Ríkisstjórnin telur að hægt verði að spara um sjötíu milljarða með tillögunum á árunum 2026 til 2030. Á fundi borgarstjórnar 4. mars var lögð fram fyrsta aðgerðaáætlun á grundvelli samstarfsyfirlýsingar nýs meirihluta Samfylkingar, Pírata, Sósíalistaflokks Íslands, Flokks fólksins og Vinstri grænna. Meðal aðgerða var hugmyndaleit um sparnaðartillögur og var skrifstofu borgarstjóra og borgarritara falið að útfæra verkefnið. Eftir skoðun var talið heppilegast að nýta samráðsgátt Reykjavíkurborgar, en hún er notuð til þess að kalla eftir hugmyndum og afstöðu borgarbúa til ýmissa verkefna hjá borginni. Þar geta borgarbúar sagt sitt álit á þeim fjöldamörgu stefnumótunar- og framkvæmdaverkefnum sem unnið er að hverju sinni. Opið fyrir innsendingar út mánuðinn Samráðið er með þeim hætti að starfsfólk og íbúar Reykjavíkurborgar geta komið álitum, tillögum, ábendingum og sjónarmiðum á framfæri um betri nýtingu á tíma og fjármagni í starfsemi borgarinnar í Samráðsgátt Reykjavíkurborgar til 30. apríl. Sérstakur vinnuhópur fer yfir innsendingar og dregur saman helstu niðurstöður sem kynntar verða í fagráðum, borgarráði og borgarstjórn. Niðurstöðurnar verða meðal annars nýttar til að móta starfsemi borgarinnar þar sem við á, við gerð fjárhagsáætlunar og við útfærslu verkefna sem gætu stuðlað að því að nýta bæði tíma og fjármagn í fjölbreyttri starfsemi borgarinnar. Kostnaður við verkefnið felst eingöngu í vinnutíma starfsfólks. Gætt að persónuleynd við meðferð gagna Nota þarf rafræn skilríki til að skrá sig inn. Engin takmörk eru sett á lengd álita en mikilvægt er að þau séu sett fram með skýrum og málefnalegum hætti. Álit sem send eru inn í samráðsgáttina birtast þar jafnóðum nema ef sendandi velur að fela bæði nafn sitt og álit. Í öllu ferlinu er fullum trúnaði heitið. Opnað hefur verið fyrir innsendingar í samráðsgáttinni og er öllum frjálst að taka þátt. Hér er hægt að senda inn hugmynd. Reykjavík Borgarstjórn Rekstur hins opinbera Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Erlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu á vef borgarinnar. Hugmyndasöfnunin minnir á sambærilegt verkefni ríkisstjórnarinnar sem skipaði hagræðingarhóp til að vinna úr hugmyndum landsmanna. Ríkisstjórnin telur að hægt verði að spara um sjötíu milljarða með tillögunum á árunum 2026 til 2030. Á fundi borgarstjórnar 4. mars var lögð fram fyrsta aðgerðaáætlun á grundvelli samstarfsyfirlýsingar nýs meirihluta Samfylkingar, Pírata, Sósíalistaflokks Íslands, Flokks fólksins og Vinstri grænna. Meðal aðgerða var hugmyndaleit um sparnaðartillögur og var skrifstofu borgarstjóra og borgarritara falið að útfæra verkefnið. Eftir skoðun var talið heppilegast að nýta samráðsgátt Reykjavíkurborgar, en hún er notuð til þess að kalla eftir hugmyndum og afstöðu borgarbúa til ýmissa verkefna hjá borginni. Þar geta borgarbúar sagt sitt álit á þeim fjöldamörgu stefnumótunar- og framkvæmdaverkefnum sem unnið er að hverju sinni. Opið fyrir innsendingar út mánuðinn Samráðið er með þeim hætti að starfsfólk og íbúar Reykjavíkurborgar geta komið álitum, tillögum, ábendingum og sjónarmiðum á framfæri um betri nýtingu á tíma og fjármagni í starfsemi borgarinnar í Samráðsgátt Reykjavíkurborgar til 30. apríl. Sérstakur vinnuhópur fer yfir innsendingar og dregur saman helstu niðurstöður sem kynntar verða í fagráðum, borgarráði og borgarstjórn. Niðurstöðurnar verða meðal annars nýttar til að móta starfsemi borgarinnar þar sem við á, við gerð fjárhagsáætlunar og við útfærslu verkefna sem gætu stuðlað að því að nýta bæði tíma og fjármagn í fjölbreyttri starfsemi borgarinnar. Kostnaður við verkefnið felst eingöngu í vinnutíma starfsfólks. Gætt að persónuleynd við meðferð gagna Nota þarf rafræn skilríki til að skrá sig inn. Engin takmörk eru sett á lengd álita en mikilvægt er að þau séu sett fram með skýrum og málefnalegum hætti. Álit sem send eru inn í samráðsgáttina birtast þar jafnóðum nema ef sendandi velur að fela bæði nafn sitt og álit. Í öllu ferlinu er fullum trúnaði heitið. Opnað hefur verið fyrir innsendingar í samráðsgáttinni og er öllum frjálst að taka þátt. Hér er hægt að senda inn hugmynd.
Reykjavík Borgarstjórn Rekstur hins opinbera Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Erlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Sjá meira