Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu Valur Páll Eiríksson skrifar 3. apríl 2025 17:02 Mike Myers á Anfield, heimavelli Liverpool, í pósu karaktersins Dr. Evil sem hann gerði ódauðlegan í Austin Powers-myndunum í kringum aldamót. Twitter Kanadíski leikarinn Mike Myers er grjótharður stuðningsmaður enska fótboltafélagsins Liverpool. Hann lýsti ást sínu á félaginu í hlaðvarpi á dögunum. Hinn 61 árs gamli Myers er á meðal þekktari leikara sinnar kynslóðar og stjarna hans skein hvað skærast á tíunda áratugnum. Hann spratt frá á sjónarsviðið í Saturday Night Live og skrifaði svo og lék í bæði Wayne's World og Austin Powers-myndunum. Hann ljáir þá tröllinu Shrek rödd sína í samnefndum teiknimyndum. Myers var gestur Jamie Carragher, fyrrum leikmanns Liverpool, og þáttastjórnandans Rebeccu Lowe í bandarísku útgáfunni af þættinum Overlap á Sky. Hann mætti þangað með Liverpool-derhúfu á höfðinu og greindi frá ást sinni á enska félaginu. „Ég hef stutt félagið alla ævi. Þessi titilbarátta tekur á taugarnar. Þetta heldur fyrir mér vöku og er það eina sem ég hugsa um,“ segir Myers og bætir við: Og fjölskylduna auðvitað líka“. Liverpool steig skrefi nær enska meistaratitlinum í gær þegar liðið vann 1-0 sigur á Everton í grannaslag. Myers kveðst þá vera í sambandi við söngvarann Elvis Costello og grínistann John Oliver á meðan leikjum liðsins stendur, en þeir tveir eru einnig stuðningsmenn liðsins. Hann skjóti þá gjarnan á leikarann Gary Oldman, sem er mikill stuðningsmaður Manchester United. John Oliver hefur farið mikinn í þáttunum Last Week Tonight á HBO síðustu ár. Þeir Myers eru í sambandi á meðan leikir þeirra ástkæra Liverpool-liðs standa yfir. Aðspurður af Carragher í þættinum um ást sína á félaginu skýrir hinn kanadíski Myers frá því að hann er ættaður frá borginni. „Frá foreldrum mínum. Foreldrar mínir eru frá Old Swan-hverfinu í Liverpool. Ég á mörg skyldmenni í borginni. Ég segi alltaf að það séu um það bil fimm mismunandi andlit í Liverpool og ég er með eitt af þeim,“ sagði Myers og uppskar mikinn hlátur. Myers ásamt Liverpool-goðsögninni Kenny Dalglish og Bond-leikaranum Daniel Craig, sem einnig er mikill stuðningsmaður Rauða hersins.John Powell/Liverpool FC via Getty Images „Ég fór oft til Liverpool-borgar sem krakki og átti skó eins og Steve Heighway sem Molly frænka mín sendi mér. Ég hef alltaf átt Liverpool-treyjur eða Liverpool-trefil,“ segir Myers um stuðning sinn. Hann horfi á hvern einasta leik liðsins. „Í dagatalinu mínu eru ekkert nema afmæli barnanna og Liverpool-leikir.“ Þáttinn má sjá í heild sinni í spilaranum. Myers mætir í þáttinn þegar um 21 mínúta og 30 sekúndur eru liðnar. Enski boltinn Fótbolti Mest lesið Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum Handbolti Sviss - Ísland 38-38 | Strákarnir okkar stálu stigi eftir slakan leik Handbolti Króatar Dags í góðri stöðu en Ísland í þröngri stöðu Handbolti Hleraði leikhlé Norðmanna Handbolti „Mjög svekkt og sár“ út í Skíðasamband Íslands Sport Dagur hengdi hrakspá handboltasérfræðings upp á króatíska hótelinu Handbolti Gísli gagnrýnir fyrirkomulagið á EM Handbolti Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Handbolti Svona er staðan: Ekkert svigrúm hjá strákunum okkar Handbolti Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Handbolti Fleiri fréttir Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Barry bjargaði stigi fyrir Everton Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Sjá meira
Hinn 61 árs gamli Myers er á meðal þekktari leikara sinnar kynslóðar og stjarna hans skein hvað skærast á tíunda áratugnum. Hann spratt frá á sjónarsviðið í Saturday Night Live og skrifaði svo og lék í bæði Wayne's World og Austin Powers-myndunum. Hann ljáir þá tröllinu Shrek rödd sína í samnefndum teiknimyndum. Myers var gestur Jamie Carragher, fyrrum leikmanns Liverpool, og þáttastjórnandans Rebeccu Lowe í bandarísku útgáfunni af þættinum Overlap á Sky. Hann mætti þangað með Liverpool-derhúfu á höfðinu og greindi frá ást sinni á enska félaginu. „Ég hef stutt félagið alla ævi. Þessi titilbarátta tekur á taugarnar. Þetta heldur fyrir mér vöku og er það eina sem ég hugsa um,“ segir Myers og bætir við: Og fjölskylduna auðvitað líka“. Liverpool steig skrefi nær enska meistaratitlinum í gær þegar liðið vann 1-0 sigur á Everton í grannaslag. Myers kveðst þá vera í sambandi við söngvarann Elvis Costello og grínistann John Oliver á meðan leikjum liðsins stendur, en þeir tveir eru einnig stuðningsmenn liðsins. Hann skjóti þá gjarnan á leikarann Gary Oldman, sem er mikill stuðningsmaður Manchester United. John Oliver hefur farið mikinn í þáttunum Last Week Tonight á HBO síðustu ár. Þeir Myers eru í sambandi á meðan leikir þeirra ástkæra Liverpool-liðs standa yfir. Aðspurður af Carragher í þættinum um ást sína á félaginu skýrir hinn kanadíski Myers frá því að hann er ættaður frá borginni. „Frá foreldrum mínum. Foreldrar mínir eru frá Old Swan-hverfinu í Liverpool. Ég á mörg skyldmenni í borginni. Ég segi alltaf að það séu um það bil fimm mismunandi andlit í Liverpool og ég er með eitt af þeim,“ sagði Myers og uppskar mikinn hlátur. Myers ásamt Liverpool-goðsögninni Kenny Dalglish og Bond-leikaranum Daniel Craig, sem einnig er mikill stuðningsmaður Rauða hersins.John Powell/Liverpool FC via Getty Images „Ég fór oft til Liverpool-borgar sem krakki og átti skó eins og Steve Heighway sem Molly frænka mín sendi mér. Ég hef alltaf átt Liverpool-treyjur eða Liverpool-trefil,“ segir Myers um stuðning sinn. Hann horfi á hvern einasta leik liðsins. „Í dagatalinu mínu eru ekkert nema afmæli barnanna og Liverpool-leikir.“ Þáttinn má sjá í heild sinni í spilaranum. Myers mætir í þáttinn þegar um 21 mínúta og 30 sekúndur eru liðnar.
Enski boltinn Fótbolti Mest lesið Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum Handbolti Sviss - Ísland 38-38 | Strákarnir okkar stálu stigi eftir slakan leik Handbolti Króatar Dags í góðri stöðu en Ísland í þröngri stöðu Handbolti Hleraði leikhlé Norðmanna Handbolti „Mjög svekkt og sár“ út í Skíðasamband Íslands Sport Dagur hengdi hrakspá handboltasérfræðings upp á króatíska hótelinu Handbolti Gísli gagnrýnir fyrirkomulagið á EM Handbolti Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Handbolti Svona er staðan: Ekkert svigrúm hjá strákunum okkar Handbolti Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Handbolti Fleiri fréttir Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Barry bjargaði stigi fyrir Everton Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Sjá meira