Sjóræningjar réðust á Íslendinga Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 6. apríl 2025 07:01 Einar og skipsfélagar hans lentu í miklum lífsháska við strendur Kamerún og í lokaþætti af Útkalli rifjar hann upp þessa ótrúlegu reynslu. Stöð 2 „Við vorum báðir búnir að gera okkur grein fyrir því að þetta yrðu okkar síðustu dagar, síðustu stundir. Þegar ég kom upp í brú var skip, sem var stærra en við, búið að manna kaðla til að sveifla sér yfir til okkar. Ég hugsaði bara: „Hvað get ég gert til að bjarga okkur?“ segir Einar Vignir Einarsson. Vopnaðir sjóræningjar gerðu árás á bát Einars Vignis og Þorbergs Egilssonar frá Bolungarvík en þeir voru að sigla bátnum frá Hafnarfirði til Kamerún ásamt þremur öðrum sjómönnum. Til stóð að selja bátinn. Árásin átti sér stað sunnan við Grænhöfðaeyjar árið 1998. Skömmu áður höfðu sjö hermenn rænt Einar og Þorberg þegar báturinn lá við bryggju í Dakar í Senegal. Einar Vignir ræddi árásina í nýjasta Útkallsþætti Óttars Sveinssonar og Heiðars Aðalbjörnssonar. Þáttinn má sjá hér: Hafði enga stjórn á líkamanum „Ég, saklaus sveitastrákur, var alveg búinn að sætta mig við að dagar mínir væru taldir. Fór að hugsa um skuldirnar heima, konuna og nýja barnabarnið sem ég var búinn að sjá einu sinni,“ segir Einar. Einar Vignir Einarsson var skipstjóri í þessari örlagaríku ferð.Stöð 2 „Þarna fórum við hring eftir hring og hann eltir okkur og verður alltaf aggressívari. Það endar með að ég slæ (tog)gálganum í hann – sterkasta partinum af bátnum mínum.“ Eftir mikla eftirför tókst Íslendingunum að flýja undan sjóræningjaskipinu. En þá kom áfallið hjá Einari Vigni: „Ég gat ekki setið, ég gat ekki staðið. Gat ekki haldið á kaffibolla. Ég fékk rosalegan skjálfta. Ég hafði enga stjórn á líkamanum. Sjokkið var það mikið. Ég var svona í nokkra klukkutíma.“ Sigríður Ólafsdóttir, eiginkona Einars Vignis, heyrði ekkert frá manni sínum í heilan mánuð. Í þættinum segir hún að þeir Þorbergur hafi hugleitt að taka vopn með sér í sjóferðina en hætt við. Þeir komu bátnum í hendur nýrra eigenda. Ferðin endaði með því að þeir voru kyrrsettir í tvær vikur í Kamerún áður en varaforseti landsins, sem keypti bátinn, afhenti þeim vegabréfin sín til að komast aftur til Íslands. Útkall Einu sinni var... Mest lesið Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Lífið Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Lífið Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Lífið Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lífið Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt Lífið Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Lífið Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Lífið Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Fleiri fréttir Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig „Pylsa“ sækir í sig veðrið Ómótstæðileg ítölsk steikarloka úr smiðju Hildar Rutar Opnar sig um sviplegt fráfall eiginmannsins „Lítið ömmugull á leiðinni“ hjá Siggu Lund Ríkulegt einbýlishús knattspyrnukappa falt fyrir 315 milljónir Langömmulán hjá Eddu Björgvins Kemur út sem pankynhneigð Vín mun hýsa Eurovision á næsta ári „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Sjá meira
Vopnaðir sjóræningjar gerðu árás á bát Einars Vignis og Þorbergs Egilssonar frá Bolungarvík en þeir voru að sigla bátnum frá Hafnarfirði til Kamerún ásamt þremur öðrum sjómönnum. Til stóð að selja bátinn. Árásin átti sér stað sunnan við Grænhöfðaeyjar árið 1998. Skömmu áður höfðu sjö hermenn rænt Einar og Þorberg þegar báturinn lá við bryggju í Dakar í Senegal. Einar Vignir ræddi árásina í nýjasta Útkallsþætti Óttars Sveinssonar og Heiðars Aðalbjörnssonar. Þáttinn má sjá hér: Hafði enga stjórn á líkamanum „Ég, saklaus sveitastrákur, var alveg búinn að sætta mig við að dagar mínir væru taldir. Fór að hugsa um skuldirnar heima, konuna og nýja barnabarnið sem ég var búinn að sjá einu sinni,“ segir Einar. Einar Vignir Einarsson var skipstjóri í þessari örlagaríku ferð.Stöð 2 „Þarna fórum við hring eftir hring og hann eltir okkur og verður alltaf aggressívari. Það endar með að ég slæ (tog)gálganum í hann – sterkasta partinum af bátnum mínum.“ Eftir mikla eftirför tókst Íslendingunum að flýja undan sjóræningjaskipinu. En þá kom áfallið hjá Einari Vigni: „Ég gat ekki setið, ég gat ekki staðið. Gat ekki haldið á kaffibolla. Ég fékk rosalegan skjálfta. Ég hafði enga stjórn á líkamanum. Sjokkið var það mikið. Ég var svona í nokkra klukkutíma.“ Sigríður Ólafsdóttir, eiginkona Einars Vignis, heyrði ekkert frá manni sínum í heilan mánuð. Í þættinum segir hún að þeir Þorbergur hafi hugleitt að taka vopn með sér í sjóferðina en hætt við. Þeir komu bátnum í hendur nýrra eigenda. Ferðin endaði með því að þeir voru kyrrsettir í tvær vikur í Kamerún áður en varaforseti landsins, sem keypti bátinn, afhenti þeim vegabréfin sín til að komast aftur til Íslands.
Útkall Einu sinni var... Mest lesið Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Lífið Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Lífið Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Lífið Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lífið Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt Lífið Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Lífið Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Lífið Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Fleiri fréttir Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig „Pylsa“ sækir í sig veðrið Ómótstæðileg ítölsk steikarloka úr smiðju Hildar Rutar Opnar sig um sviplegt fráfall eiginmannsins „Lítið ömmugull á leiðinni“ hjá Siggu Lund Ríkulegt einbýlishús knattspyrnukappa falt fyrir 315 milljónir Langömmulán hjá Eddu Björgvins Kemur út sem pankynhneigð Vín mun hýsa Eurovision á næsta ári „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Sjá meira