Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Sindri Sverrisson skrifar 4. apríl 2025 08:30 Davíð Tómas Tómasson, fyrir miðju, fer yfir málin með kollegum sínum í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn í fyrra. vísir/Diego Á meðan besta körfuboltafólk landsins er komið af stað í úrslitakeppnum Bónus-deildanna hafa enn ekki fengist svör við því af hverju einn besti dómari landsins, Davíð Tómas Tómasson, dæmdi ekki einn einasta leik í fyrstu umferð. Málið var rætt í Körfuboltakvöldi á Stöð 2 Sport í gærkvöld. „Hann er skráður í KR þannig að hann má dæma alla leiki í úrslitakeppninni en hann er ekki að dæma,“ sagði Stefán Árni Pálsson í Körfuboltakvöldi. „Mér finnst þetta svo vandræðalegt,“ sagði Sævar Sævarsson og sagði þögnina ýta undir alls konar kjaftasögur en umræðuna má sjá í spilaranum hér að neðan. Klippa: Hvar er Davíð Tómas? Eins og Vísir fjallaði um í vikunni var Davíð ekki meðal dómara í upphafi úrslitakeppninnar og á því hafa ekki fengist neinar skýringar. Samkvæmt upplýsingum Vísis er ekki um nein meiðsli að ræða og á meðan Davíð hefur verið að dæma fjölda leikja erlendis, til að mynda í undankeppnum landsliða, hefur hann hvergi verið sjáanlegur í stærstu leikjunum hérlendis í vetur. „Finnst þetta mjög skrýtið“ Það er dómaranefnd KKÍ sem sér um að ákveða hvaða dómarar dæma hvern leik en Jón Bender, formaður nefndarinnar, hefur ekki svarað Vísi þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. „Mér finnst þetta mjög skrýtið. Hann er líka búinn að dæma rosalega fáa leiki í vetur sem hefur ekki komið nein skýring á. Ég veit ekki betur en að þetta sé eini dómarinn okkar sem er að fara úr landi til að dæma FIBA-leiki. Hann dæmir leiki úti en er ekki að dæma hérna. Það hefur ekki komið nein sérstök skýring frá honum né dómaranefnd,“ sagði Ómar Örn Sævarsson. Jón vildi engu svara „Þetta lýsir svo vandræðaganginum í kringum sambandið. Hvað er að gerast? Það er enginn tilbúinn að svara þannig að í staðinn fyrir að þurrka þetta strax út af borðinu þá erum við hérna í þætti um körfubolta að velta þessu fyrir okkur…“ sagði Sævar og Stefán Árni greip þá inn í: „Ég gekk að Jóni Bender [formanni dómaranefndar] áðan og spurði hann: „Er eitthvað að frétta af þessu máli?“ Hann bara vildi ekki svara. Gæti hugsanlega svarað mér á morgun,“ sagði Stefán Árni en þátturinn var í beinni útsendingu úr Garðabæ eftir sigur Stjörnunnar á ÍR. „Segið bara hver ástæðan er“ „Svarið er „no comment“ og það gerir að verkum að allar spjallsíður eru að velta þessu fyrir sér. Fólk að henda einhverjum svakalegum, dramatískum sögum í gang um að þetta séu illindi milli einhverra aðila innan dómarastéttarinnar og þaðan af skrýtnari hluti. Segið bara hver ástæðan er fyrir því að einn af bestu dómurum deildarinnar er ekki að dæma. Er það ósætti sem þið viljið ekki fara nánar í? Ókei, þá er það staðan. Eða er hann meiddur? Segið það þá. Eða ef það er þannig að dómaranefnd telur að hann sé ekki hæfur til að dæma í úrslitakeppninni, segið það þá,“ sagði Sævar. „Hann er einn besti dómarinn í deildinni,“ ítrekaði Stefán Árni og Ómar tók undir það. „Þetta minnir smá á tilfinninguna sem við fengum fyrir nokkrum árum þegar Jóni Guðmunds var hálfpartinn bolað í burtu úr dómgæslu. Það mál var einmitt allt hið vandræðalegasta. Það gat aldrei neinn svarað fyrir það. Hann fékk ekki svör og á endanum hætti hann að dæma. Mér finnst þetta svo vandræðalegt. Ég bara skil þetta ekki.“ Bónus-deild karla Bónus-deild kvenna Körfuboltakvöld Mest lesið Sjáðu mörk Íslands og Frakklands Fótbolti Franska pressan: „Strönduðu í fjörðunum“ Fótbolti Allt í steik hjá Svíum: „Helvítis kerfið verður að fara“ Fótbolti Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Körfubolti Stefnir í úrslitaleik í Póllandi og jafntefli gæti dugað Fótbolti Gerði 40 stig í síðasta leik: „Ansi hræddur um að hann sé eitthvað sem Grindavík vill ekki“ Sport Littler hrósar konunni sem vann hann: „Þvílíkt hæfileikabúnt“ Sport Rúnar dásamaði Daníel: „Mjög öruggur í öllum sínum aðgerðum“ Fótbolti Myndasyrpa: Ógleymanlegt kvöld í Dalnum Fótbolti Courtois greip í tómt þegar rotta hljóp inn á völlinn Fótbolti Fleiri fréttir Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Kemi tilþrifin: Af nægu að taka í annarri umferð Hilmar skoraði 11 stig í sigri Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Thunder og Jokic koma best út í árlegri könnun stjóra NBA Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Kristófer: Það er nú bara október Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Sjá meira
„Hann er skráður í KR þannig að hann má dæma alla leiki í úrslitakeppninni en hann er ekki að dæma,“ sagði Stefán Árni Pálsson í Körfuboltakvöldi. „Mér finnst þetta svo vandræðalegt,“ sagði Sævar Sævarsson og sagði þögnina ýta undir alls konar kjaftasögur en umræðuna má sjá í spilaranum hér að neðan. Klippa: Hvar er Davíð Tómas? Eins og Vísir fjallaði um í vikunni var Davíð ekki meðal dómara í upphafi úrslitakeppninnar og á því hafa ekki fengist neinar skýringar. Samkvæmt upplýsingum Vísis er ekki um nein meiðsli að ræða og á meðan Davíð hefur verið að dæma fjölda leikja erlendis, til að mynda í undankeppnum landsliða, hefur hann hvergi verið sjáanlegur í stærstu leikjunum hérlendis í vetur. „Finnst þetta mjög skrýtið“ Það er dómaranefnd KKÍ sem sér um að ákveða hvaða dómarar dæma hvern leik en Jón Bender, formaður nefndarinnar, hefur ekki svarað Vísi þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. „Mér finnst þetta mjög skrýtið. Hann er líka búinn að dæma rosalega fáa leiki í vetur sem hefur ekki komið nein skýring á. Ég veit ekki betur en að þetta sé eini dómarinn okkar sem er að fara úr landi til að dæma FIBA-leiki. Hann dæmir leiki úti en er ekki að dæma hérna. Það hefur ekki komið nein sérstök skýring frá honum né dómaranefnd,“ sagði Ómar Örn Sævarsson. Jón vildi engu svara „Þetta lýsir svo vandræðaganginum í kringum sambandið. Hvað er að gerast? Það er enginn tilbúinn að svara þannig að í staðinn fyrir að þurrka þetta strax út af borðinu þá erum við hérna í þætti um körfubolta að velta þessu fyrir okkur…“ sagði Sævar og Stefán Árni greip þá inn í: „Ég gekk að Jóni Bender [formanni dómaranefndar] áðan og spurði hann: „Er eitthvað að frétta af þessu máli?“ Hann bara vildi ekki svara. Gæti hugsanlega svarað mér á morgun,“ sagði Stefán Árni en þátturinn var í beinni útsendingu úr Garðabæ eftir sigur Stjörnunnar á ÍR. „Segið bara hver ástæðan er“ „Svarið er „no comment“ og það gerir að verkum að allar spjallsíður eru að velta þessu fyrir sér. Fólk að henda einhverjum svakalegum, dramatískum sögum í gang um að þetta séu illindi milli einhverra aðila innan dómarastéttarinnar og þaðan af skrýtnari hluti. Segið bara hver ástæðan er fyrir því að einn af bestu dómurum deildarinnar er ekki að dæma. Er það ósætti sem þið viljið ekki fara nánar í? Ókei, þá er það staðan. Eða er hann meiddur? Segið það þá. Eða ef það er þannig að dómaranefnd telur að hann sé ekki hæfur til að dæma í úrslitakeppninni, segið það þá,“ sagði Sævar. „Hann er einn besti dómarinn í deildinni,“ ítrekaði Stefán Árni og Ómar tók undir það. „Þetta minnir smá á tilfinninguna sem við fengum fyrir nokkrum árum þegar Jóni Guðmunds var hálfpartinn bolað í burtu úr dómgæslu. Það mál var einmitt allt hið vandræðalegasta. Það gat aldrei neinn svarað fyrir það. Hann fékk ekki svör og á endanum hætti hann að dæma. Mér finnst þetta svo vandræðalegt. Ég bara skil þetta ekki.“
Bónus-deild karla Bónus-deild kvenna Körfuboltakvöld Mest lesið Sjáðu mörk Íslands og Frakklands Fótbolti Franska pressan: „Strönduðu í fjörðunum“ Fótbolti Allt í steik hjá Svíum: „Helvítis kerfið verður að fara“ Fótbolti Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Körfubolti Stefnir í úrslitaleik í Póllandi og jafntefli gæti dugað Fótbolti Gerði 40 stig í síðasta leik: „Ansi hræddur um að hann sé eitthvað sem Grindavík vill ekki“ Sport Littler hrósar konunni sem vann hann: „Þvílíkt hæfileikabúnt“ Sport Rúnar dásamaði Daníel: „Mjög öruggur í öllum sínum aðgerðum“ Fótbolti Myndasyrpa: Ógleymanlegt kvöld í Dalnum Fótbolti Courtois greip í tómt þegar rotta hljóp inn á völlinn Fótbolti Fleiri fréttir Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Kemi tilþrifin: Af nægu að taka í annarri umferð Hilmar skoraði 11 stig í sigri Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Thunder og Jokic koma best út í árlegri könnun stjóra NBA Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Kristófer: Það er nú bara október Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Sjá meira