Innlent

Ný könnun um við­horf til veiðigjalda

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Bylgjan hádegi

Í hádegisfréttum fjöllum við meðal annars um nýja könnun sem Maskína gerði fyrir fréttastofu og fjallar um viðhorf þjóðarinnar til veiðigjalda. 

Þar eru svarendur spurðir hversu hlynntir þeir eru boðuðum breytingum á veiðgjaldakerfinu og hvort þeir telji að útgerðin geti greitt meira í slík gjöld.

Einnig verður rætt við Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur utanríkisráðherra sem í gær fundaði með kollega sínum Marco Rubio í Brussel. Hún vill ekki fara náið út í hvað þau ræddu, en sgir að fyrstu samskipti lofi góðu. 

Að auki segjum segjum við frá átaki sem Barnaheill standa fyrir í þessum mánuði og snýst um að vekja fullorðna til vitundar um umfang kynferðisofbeldis gegn börnum.

Í sportpakka dagsins er það svo landsleikur Íslands og Noregs sem verður til umfjöllunar en þær norsku eru ekki sérstaklega hrifnar af vallaraðstæðunum sem þeim er boðið upp á.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×