Landris hafið á ný Árni Sæberg skrifar 4. apríl 2025 14:54 Landris er enn á ný hafið í Svartsengi. Vísir/Vilhelm GPS-mælingar sýna vísbendingar um að landris sé hafið á ný í Svartsengi. Stysta eldgosinu á Sundhnúksgígaröðinni lauk í gær. Í tilkynningu á vef Veðurstofunnar segir að líklegast sé það áframhaldandi kvikusöfnun undir Svartsengi sem veldur landrisinu en hluti þess sé vegna áhrifa frá myndun kvikugangsins þann 1. apríl. Það sé vegna þess að þegar kvikugangar myndast þrýsti þeir jarðskorpunni frá sér til beggja hliða. Að svo stöddu sé því erfitt að meta hraða kvikusöfnunar og mögulega þurfi að bíða í allt að viku til að meta frekari þróun kvikusöfnunar undir Svartsengi. Aflögunarmælingar sýni einnig að enn mælast hreyfingar á GPS-stöðvum í kringum norðurhluta kvikugangsins, meðal annars í Vogum og við Keili. Gervitunglamyndir sem sýna breytingar á milli 2. og 3. apríl klukkan 16 staðfesti hreyfingar á þessu svæði. Sömu gögn sýni einnig mælanlegar sprunguhreyfingar, um nokkra millimetra, í austurhluta Grindavíkur. Yfir 100 skjálftar á klukkustund Jarðskjálftavirkni yfir norðurhluta kvikugangsins fari áfram minnkandi en enn mælist þó smáskjálftar á svæðinu. Síðastliðna nótt og í morgun hafi um það bil 20 til 30 skjálftar mælst á klukkustund, flestir undir einum að stærð, þegar virknin var mest hafi yfir 100 skjálftar mælst á klukkustund. Skjálftarnir dreifist flestir á svæðið frá Stóra-Skógfelli í suðri og norður fyrir Keili. Dýpi skjálftanna mælist að mestu leyti á bilinu 4 til 6 kílómetrar og það hafi haldist stöðugt síðustu daga. Langstærstur hluti kvikunnar sem fór úr Svartsengi liggi í kvikuganginum sem myndaðist þann 1. apríl og sums staðar á um 1,5 km dýpi, samkvæmt líkanreikningum. Enn mælist aflögun vegna kvikugangsins og smáskjálftavirkni í norðurhluta hans sé áfram óvenjulega mikil, þrátt fyrir að hún hafi farið minnkandi. Í ljósi þessa sé áfram nokkur óvissa um þróun næstu daga og ekki enn hægt að útiloka kvikuhreyfingar í ganginum. Óbreytt hættumat Hættumat Veðurstofunnar hefur verið uppfært og heildarhætta á öllum svæðum er óbreytt frá síðustu útgáfu. Hættumatið gildir að öllu óbreyttu til kl. 15:00 þann 8. apríl. Veðurstofa Íslands Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Mest lesið Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Fleiri fréttir Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn enn lokaður en unnið að mokstri Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Sjá meira
Í tilkynningu á vef Veðurstofunnar segir að líklegast sé það áframhaldandi kvikusöfnun undir Svartsengi sem veldur landrisinu en hluti þess sé vegna áhrifa frá myndun kvikugangsins þann 1. apríl. Það sé vegna þess að þegar kvikugangar myndast þrýsti þeir jarðskorpunni frá sér til beggja hliða. Að svo stöddu sé því erfitt að meta hraða kvikusöfnunar og mögulega þurfi að bíða í allt að viku til að meta frekari þróun kvikusöfnunar undir Svartsengi. Aflögunarmælingar sýni einnig að enn mælast hreyfingar á GPS-stöðvum í kringum norðurhluta kvikugangsins, meðal annars í Vogum og við Keili. Gervitunglamyndir sem sýna breytingar á milli 2. og 3. apríl klukkan 16 staðfesti hreyfingar á þessu svæði. Sömu gögn sýni einnig mælanlegar sprunguhreyfingar, um nokkra millimetra, í austurhluta Grindavíkur. Yfir 100 skjálftar á klukkustund Jarðskjálftavirkni yfir norðurhluta kvikugangsins fari áfram minnkandi en enn mælist þó smáskjálftar á svæðinu. Síðastliðna nótt og í morgun hafi um það bil 20 til 30 skjálftar mælst á klukkustund, flestir undir einum að stærð, þegar virknin var mest hafi yfir 100 skjálftar mælst á klukkustund. Skjálftarnir dreifist flestir á svæðið frá Stóra-Skógfelli í suðri og norður fyrir Keili. Dýpi skjálftanna mælist að mestu leyti á bilinu 4 til 6 kílómetrar og það hafi haldist stöðugt síðustu daga. Langstærstur hluti kvikunnar sem fór úr Svartsengi liggi í kvikuganginum sem myndaðist þann 1. apríl og sums staðar á um 1,5 km dýpi, samkvæmt líkanreikningum. Enn mælist aflögun vegna kvikugangsins og smáskjálftavirkni í norðurhluta hans sé áfram óvenjulega mikil, þrátt fyrir að hún hafi farið minnkandi. Í ljósi þessa sé áfram nokkur óvissa um þróun næstu daga og ekki enn hægt að útiloka kvikuhreyfingar í ganginum. Óbreytt hættumat Hættumat Veðurstofunnar hefur verið uppfært og heildarhætta á öllum svæðum er óbreytt frá síðustu útgáfu. Hættumatið gildir að öllu óbreyttu til kl. 15:00 þann 8. apríl. Veðurstofa Íslands
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Mest lesið Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Fleiri fréttir Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn enn lokaður en unnið að mokstri Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Sjá meira