Uppgjörið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Kári Mímisson skrifar 6. apríl 2025 16:03 Frá leik Vals og Vestra á N1 vellinum á síðasta tímabili. Vísir/Anton Brink Valur tók á móti Vestra í fyrstu umferð Bestu deild karla nú í dag. Eftir hreint ótrúlegt sjálfsmark Vals tókst heimamönnum að jafna leikinn og þar við sat. 1-1 lokatölurnar á Hlíðarenda og Vestri fara sáttir á Ísafjörð með eitt stig. Leikurinn fór vel af stað fyrir heimamenn í Val sem sótt stíft fyrstu 20 mínúturnar og voru óheppnir til að komast ekki yfir á 4. mínútu leiksins. Tryggvi Hrafn Haraldsson átti þá gott skot fyrir utan teig í innanverða stöngina. Þaðan barst boltinn á Albin Skoglund sem var of lengi að athafna sig áður áður en hann tók skot sem Guy Smith varði meistaralega. Patrick Pedersen skoraði mark Vals.Vísir/Anton Það færðist ró yfir leikinn um miðjan hálfleikinn og gestirnir fengu nokkur álitleg tækifæri. Daði Berg slapp einu sinni í gegn en Tómas Bent náði að stöðva hann rétt áður en Daði komst í skotið. Þá fékk Jónatan Ingi ágætis færi þegar hann valsaði inn á teiginn og átti ágætis skot sem fór yfir. Staðan eftir afar bragðdaufan hálfleik 0-0 . En það voru aðeins liðnar örfáar sekúndur af seinni hálfleiknum þegar það dró heldur betur til tíðinda. Vestramenn áttu þá langa sendingu inn fyrir vörn Vals þar sem Vladimir Tufegdzic gerði vel og tókst að framlengja boltanum lengra þar sem Orri Sigurður Ómarsson reyndi að hreinsa boltann sem tókst ekki betur en svo að hann vippaði boltanum yfir Stefán Þór, markvörður Vals, og þaðan beint i sitt eigið net. Ótrúlegt mark og Vestri allt í einu komið yfir. Jónatan Ingi Jónsson í baráttu við Anton Kralj.Vísir/Anton Valsmenn reyndu hvað þeir gátu til að jafna leikinn eftir þetta og Jónatan Ingi komst ótrúlega nálægt því þegar tæplega klukkutími var liðinn af leiknum. Jónatan komst þá inn á teig og tókst að að koma sér í skot sem fór í innanverð samskeytin áður en Guy Smith handsamaði boltann. Skömmu síðar tókst Valsmönnum að jafna og þar var að verkum enginn annar en markavélinn sjálf, Patrick Pedersen. Eftir góða sókn Vals upp vinstri vænginn barst boltinn á Tryggva Hrafn sem gerði stórkostlega í því að leggja boltann út í teiginn þar sem Patrick kom á fleygiferð og hamraði boltann viðstöðulaust í netið. Gjörsamlega óverjandi fyrir Guy Smith í marki Vestra. Tómas Bent Magnússon og Daði Berg Jónsson í baráttu um boltann.Vísir/Anton Lokamínútur leiksins voru æsispennandi þar sem Valur sótti stíft og stjórnaði leiknum á meðan Vestramenn vörðust vel og freistuðu þess að beita skyndisóknum sem gekk ágætlega hjá þeim. Hvorugu liðanna tókst hins vegar að koma boltanum í netið og því varð 1-1 jafntefli niðurstaðan hér á Hlíðarenda í dag. Atvik leiksins Þetta sjálfsmark sem Orri Sigurður skorar verður að vera atvik leiksins. Ótrúlegt mark sem ég hugsa að Orri vilji gleyma sem fyrst. Þetta er eins óheppilegt og hægt er að hafa það. Ef hann hefði verið sóknarmaður sem hefði afgreitt þennan bolta svona þá væru við öll að hrósa honum en því miður fyrir Orra þá fór boltinn í vitlaust net. Guy Smit og Eiður Aron Sigurbjörnsson.Vísir/Anton Stjörnur og skúrkar Hjá Vestra voru menn eins og Daði Berg mjög líflegur sérstaklega í fyrri hálfleik. Jónatan Ingi kom sér í nokkur virkilega góð færi og var duglegur fyrir framan mark Vestra. Maður leiksins verður að vera Guy Smith. Eftir að hafa átt erfitt tímabil í fyrra með KR þá gefur þessi frammistaða honum heldur betur smá byr undir báða vængi. Patrick Pedersen fagnar marki sínu í dag.Vísir/Anton Skúrkur dagsins verður að fara á Orra Sigurður sem skorar sjálfsmark og fær svo gult áður en hann er tekinn af velli en hann kemur pottþétt sterkur til baka eftir þennan leik. Dómarinn Gunnar Oddur og hans menn voru bara flottir í dag og dæmdu þennan leik með miklum sóma. Leikurinn flaut mjög vel og svo negldu þeir bara allar sínar ákvarðanir. Stemning og umgjörð Alltaf gaman að mæta á Hlíðarenda og fá nýbakaða snúða og kaffi. Mætingin á völlinn var heldur dræm í dag sem er ekki gott en ég trúi ekki öðru en að það lagist þegar líða fer á sumarið. Viðtöl „Ótrúlegt að við unnum þennan leik ekki“ Túfa, þjálfari Vals, segist vera svekktur með aðeins eitt stig gegn Vestra á heimavelli nú í dag. Valur var mun sterkari aðili leiksins en lukkudísirnar voru með gestunum frá Ísafirði í liði. „Svekkjandi að vinna ekki leikinn, mér fannst við eiga sigurinn skilinn. Við fáum fullt af færum og þrisvar sinnum, minnir mig, fer boltinn í tréverkið. Ótrúlegt að við unnum þennan leik ekki. Ég held að þeir hafi ekki einu sinni verið með skot á markið en ná stigi sem þeir börðust gríðarlega vel fyrir. Líklega er þetta gjöf sem þeir fá fyrir vinnuna sem þeir hafa lagt í þetta. Það vantaði hjá okkur að nýta færin betur til að vinna leikinn og vinna hann vel.“ Sagði Túfa strax að leik loknum. Túfa tók við liði Vals á síðasta ári.Vísir/Anton Valsmenn fengu mikið af færum í leiknum og hreint ótrúlegt á köflum að sjá hvernig boltinn vildi bara ekki inn. Á sama tíma fá þeir á sig eitt mark og það eftir klaufaskap og óheppni í vörninni. Túfa segist vera sáttur við leikmenn sína en segir að það sé erfitt að breyta því sem hafi verið í gangi hjá Val á undanförnum árum. „Ég missti aldrei trúnna, til að vera hreinskilinn við þig. Mér finnst leikmennirnir í liðinu hafa sýnt mikla vinnusemi í dag, gott tempó, mikil ákefð, mikill vilji til að vinna leikinn, allir sem einn, bæði leikmenn sem byrjuðu og leikmenn sem komu inn á. Þeir voru að setja fullt af krafti í þetta og það er svekkjandi að þetta datt ekki okkar megin í dag, því við áttum sigurinn skilið.“ „Aftur á móti, þegar þú vilt breyta þessu trendi sem var í fyrra eða undanfarin ár, þá þarf að hafa meira fyrir hlutunum. Áskorunin er alltaf meiri, það sést í dag líka. Þannig að við verðum bara að taka þetta á kassann og vera svo bara undirbúnir fyrir næsta leik.“ Stefán Þór Ágústsson byrjaði í marki Vals í stað Ögmundar Kristinssonar sem var á bekknum. Fyrir leikinn sagði Túfa að Ögmundur hefði verið mikið meiddur í vetur og ekki náð að æfa nógu vel. Túfa vill þó ekkert gefa það upp hver byrjar í markinu í næsta leik en hrósaði þó Stefáni. „Ég veit ekkert hverjir byrja í næsta leik. Mér finnst Stefán hafa verið mjög öruggur í dag í markinu, jafnvel mjög nálægt því að verja þetta óheppilega „deflection“ frá Orra sem fór í markið. Stefán er búinn að vera alveg þvílíkt flottur hérna í vetur hjá okkur, er búinn að vera á uppleið í allan vetur og hann heldur áfram að vera það.“ Besta deild karla Valur Vestri Íslenski boltinn
Valur tók á móti Vestra í fyrstu umferð Bestu deild karla nú í dag. Eftir hreint ótrúlegt sjálfsmark Vals tókst heimamönnum að jafna leikinn og þar við sat. 1-1 lokatölurnar á Hlíðarenda og Vestri fara sáttir á Ísafjörð með eitt stig. Leikurinn fór vel af stað fyrir heimamenn í Val sem sótt stíft fyrstu 20 mínúturnar og voru óheppnir til að komast ekki yfir á 4. mínútu leiksins. Tryggvi Hrafn Haraldsson átti þá gott skot fyrir utan teig í innanverða stöngina. Þaðan barst boltinn á Albin Skoglund sem var of lengi að athafna sig áður áður en hann tók skot sem Guy Smith varði meistaralega. Patrick Pedersen skoraði mark Vals.Vísir/Anton Það færðist ró yfir leikinn um miðjan hálfleikinn og gestirnir fengu nokkur álitleg tækifæri. Daði Berg slapp einu sinni í gegn en Tómas Bent náði að stöðva hann rétt áður en Daði komst í skotið. Þá fékk Jónatan Ingi ágætis færi þegar hann valsaði inn á teiginn og átti ágætis skot sem fór yfir. Staðan eftir afar bragðdaufan hálfleik 0-0 . En það voru aðeins liðnar örfáar sekúndur af seinni hálfleiknum þegar það dró heldur betur til tíðinda. Vestramenn áttu þá langa sendingu inn fyrir vörn Vals þar sem Vladimir Tufegdzic gerði vel og tókst að framlengja boltanum lengra þar sem Orri Sigurður Ómarsson reyndi að hreinsa boltann sem tókst ekki betur en svo að hann vippaði boltanum yfir Stefán Þór, markvörður Vals, og þaðan beint i sitt eigið net. Ótrúlegt mark og Vestri allt í einu komið yfir. Jónatan Ingi Jónsson í baráttu við Anton Kralj.Vísir/Anton Valsmenn reyndu hvað þeir gátu til að jafna leikinn eftir þetta og Jónatan Ingi komst ótrúlega nálægt því þegar tæplega klukkutími var liðinn af leiknum. Jónatan komst þá inn á teig og tókst að að koma sér í skot sem fór í innanverð samskeytin áður en Guy Smith handsamaði boltann. Skömmu síðar tókst Valsmönnum að jafna og þar var að verkum enginn annar en markavélinn sjálf, Patrick Pedersen. Eftir góða sókn Vals upp vinstri vænginn barst boltinn á Tryggva Hrafn sem gerði stórkostlega í því að leggja boltann út í teiginn þar sem Patrick kom á fleygiferð og hamraði boltann viðstöðulaust í netið. Gjörsamlega óverjandi fyrir Guy Smith í marki Vestra. Tómas Bent Magnússon og Daði Berg Jónsson í baráttu um boltann.Vísir/Anton Lokamínútur leiksins voru æsispennandi þar sem Valur sótti stíft og stjórnaði leiknum á meðan Vestramenn vörðust vel og freistuðu þess að beita skyndisóknum sem gekk ágætlega hjá þeim. Hvorugu liðanna tókst hins vegar að koma boltanum í netið og því varð 1-1 jafntefli niðurstaðan hér á Hlíðarenda í dag. Atvik leiksins Þetta sjálfsmark sem Orri Sigurður skorar verður að vera atvik leiksins. Ótrúlegt mark sem ég hugsa að Orri vilji gleyma sem fyrst. Þetta er eins óheppilegt og hægt er að hafa það. Ef hann hefði verið sóknarmaður sem hefði afgreitt þennan bolta svona þá væru við öll að hrósa honum en því miður fyrir Orra þá fór boltinn í vitlaust net. Guy Smit og Eiður Aron Sigurbjörnsson.Vísir/Anton Stjörnur og skúrkar Hjá Vestra voru menn eins og Daði Berg mjög líflegur sérstaklega í fyrri hálfleik. Jónatan Ingi kom sér í nokkur virkilega góð færi og var duglegur fyrir framan mark Vestra. Maður leiksins verður að vera Guy Smith. Eftir að hafa átt erfitt tímabil í fyrra með KR þá gefur þessi frammistaða honum heldur betur smá byr undir báða vængi. Patrick Pedersen fagnar marki sínu í dag.Vísir/Anton Skúrkur dagsins verður að fara á Orra Sigurður sem skorar sjálfsmark og fær svo gult áður en hann er tekinn af velli en hann kemur pottþétt sterkur til baka eftir þennan leik. Dómarinn Gunnar Oddur og hans menn voru bara flottir í dag og dæmdu þennan leik með miklum sóma. Leikurinn flaut mjög vel og svo negldu þeir bara allar sínar ákvarðanir. Stemning og umgjörð Alltaf gaman að mæta á Hlíðarenda og fá nýbakaða snúða og kaffi. Mætingin á völlinn var heldur dræm í dag sem er ekki gott en ég trúi ekki öðru en að það lagist þegar líða fer á sumarið. Viðtöl „Ótrúlegt að við unnum þennan leik ekki“ Túfa, þjálfari Vals, segist vera svekktur með aðeins eitt stig gegn Vestra á heimavelli nú í dag. Valur var mun sterkari aðili leiksins en lukkudísirnar voru með gestunum frá Ísafirði í liði. „Svekkjandi að vinna ekki leikinn, mér fannst við eiga sigurinn skilinn. Við fáum fullt af færum og þrisvar sinnum, minnir mig, fer boltinn í tréverkið. Ótrúlegt að við unnum þennan leik ekki. Ég held að þeir hafi ekki einu sinni verið með skot á markið en ná stigi sem þeir börðust gríðarlega vel fyrir. Líklega er þetta gjöf sem þeir fá fyrir vinnuna sem þeir hafa lagt í þetta. Það vantaði hjá okkur að nýta færin betur til að vinna leikinn og vinna hann vel.“ Sagði Túfa strax að leik loknum. Túfa tók við liði Vals á síðasta ári.Vísir/Anton Valsmenn fengu mikið af færum í leiknum og hreint ótrúlegt á köflum að sjá hvernig boltinn vildi bara ekki inn. Á sama tíma fá þeir á sig eitt mark og það eftir klaufaskap og óheppni í vörninni. Túfa segist vera sáttur við leikmenn sína en segir að það sé erfitt að breyta því sem hafi verið í gangi hjá Val á undanförnum árum. „Ég missti aldrei trúnna, til að vera hreinskilinn við þig. Mér finnst leikmennirnir í liðinu hafa sýnt mikla vinnusemi í dag, gott tempó, mikil ákefð, mikill vilji til að vinna leikinn, allir sem einn, bæði leikmenn sem byrjuðu og leikmenn sem komu inn á. Þeir voru að setja fullt af krafti í þetta og það er svekkjandi að þetta datt ekki okkar megin í dag, því við áttum sigurinn skilið.“ „Aftur á móti, þegar þú vilt breyta þessu trendi sem var í fyrra eða undanfarin ár, þá þarf að hafa meira fyrir hlutunum. Áskorunin er alltaf meiri, það sést í dag líka. Þannig að við verðum bara að taka þetta á kassann og vera svo bara undirbúnir fyrir næsta leik.“ Stefán Þór Ágústsson byrjaði í marki Vals í stað Ögmundar Kristinssonar sem var á bekknum. Fyrir leikinn sagði Túfa að Ögmundur hefði verið mikið meiddur í vetur og ekki náð að æfa nógu vel. Túfa vill þó ekkert gefa það upp hver byrjar í markinu í næsta leik en hrósaði þó Stefáni. „Ég veit ekkert hverjir byrja í næsta leik. Mér finnst Stefán hafa verið mjög öruggur í dag í markinu, jafnvel mjög nálægt því að verja þetta óheppilega „deflection“ frá Orra sem fór í markið. Stefán er búinn að vera alveg þvílíkt flottur hérna í vetur hjá okkur, er búinn að vera á uppleið í allan vetur og hann heldur áfram að vera það.“