Blikar hafa byrjað báðar titilvarnir sínar illa Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. apríl 2025 14:00 Fyrirliðlinn Höskuldur Gunnlaugsson með skjöldinn á lofti síðasta haust. VÍSIR/VILHELM Íslandsmeistarar Breiðabliks hefja titilvörn sína í kvöld þegar þeir fá nýliða Aftureldingar í heimsókn í Smárann en þetta er opnunarleikur Bestu deildar karla í fótbolta í ár. Blikar unnu sinn þriðja Íslandsmeistaratitil í karlaflokki síðasta haust en hina titlana vann liðið 2010 og 2022. Blikar byrjuðu báðar hinar titilvarnir sínar á tapi. Nú er að sjá hvort þeir geta breytt þeirri óvinsælu venju sinni í kvöld. Sumarið 2011 voru Blikar á heimavelli í fyrsta leik en töpuðu þá 2-3 á móti KR. Blikar voru lentir undir eftir sjö mínútur og voru síðan manni færri frá nítjándu mínútu þegar markvörðurinn Ingvar Þór Kale fékk beint rautt spjald. Kjartan Henry Finnbogason skoraði fyrsta mark KR og kom þeim aftur yfir á 36. mínútu eftir að Kristinn Steindórsson hafði jafnaði metin á 15. mínútu. Sjálfsmark Finns Orra Margeirsson kom KR í 3-1 á 57. mínútu en Guðmundur Kristjánsson minnkaði muninn í blálokin. Sumarið 2023 voru Blikar einnig á heimavelli í fyrsta leik en töpuðu þá 3-4 á móti nágrönnum sínum í HK. HK var komið í 2-0 eftir aðeins sjö mínútna leik en Blikar komust seinna yfir í 3-2. HK skoraði tvisvar á lokamínútunum en sigurmarkið skoraði Atli Þór Jónasson á þriðju mínútu í uppbótatíma. Marciano Aziz og Örvar Eggertsson skoruðu tvö fyrstu mörk HK en þriðja mark HK-inga var sjálfsmark fyrirliðans Höskulds Gunnlaugssonar. Gísli Eyjólfsson, Stefán Ingi Sigurðarson og Höskuldur Gunnlaugsson komu Blikum yfir með þremur mínútum á fjögurra mínútna kafla. Þá stefndi í sigur en allt breyttist á dramatískum lokamínútum. Blikarnir hafa því fengið á sig sjö mörk í þessum tveimur leikjum. Frá árinu 2011 hafa aðeins þrír Íslandsmeistarar byrjað titilvörnina á tapi en níu af fjórtán hafa unnið sinn fyrsta leik. Það eru aðeins bæði Blikaliðin og KR-liðið frá 2014 sem hafa byrjað titilvörn sína á tapleik. Fyrsti leikur í titilvörn frá og með árinu 2011: Sigur (9) Víkingur 2024 Víkingur 2022 Valur 2021 KR 2020 Valur 2018 FH 2107 FH 2016 Stjarnan 2015 Jafntefli (2) Valur 2019 KR 2012 Tap (3) Breiðablik 2023 KR 2014 Breiðablik 2011 Besta deild karla Breiðablik Mest lesið Í beinni: Frakkland - Ísland | Strákarnir okkar í París Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Í beinni: Serbía - England | Enskir í Belgrað Fótbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Lærisveinar Heimis fara illa af stað Fótbolti Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Fótbolti Fleiri fréttir Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Sjá meira
Blikar unnu sinn þriðja Íslandsmeistaratitil í karlaflokki síðasta haust en hina titlana vann liðið 2010 og 2022. Blikar byrjuðu báðar hinar titilvarnir sínar á tapi. Nú er að sjá hvort þeir geta breytt þeirri óvinsælu venju sinni í kvöld. Sumarið 2011 voru Blikar á heimavelli í fyrsta leik en töpuðu þá 2-3 á móti KR. Blikar voru lentir undir eftir sjö mínútur og voru síðan manni færri frá nítjándu mínútu þegar markvörðurinn Ingvar Þór Kale fékk beint rautt spjald. Kjartan Henry Finnbogason skoraði fyrsta mark KR og kom þeim aftur yfir á 36. mínútu eftir að Kristinn Steindórsson hafði jafnaði metin á 15. mínútu. Sjálfsmark Finns Orra Margeirsson kom KR í 3-1 á 57. mínútu en Guðmundur Kristjánsson minnkaði muninn í blálokin. Sumarið 2023 voru Blikar einnig á heimavelli í fyrsta leik en töpuðu þá 3-4 á móti nágrönnum sínum í HK. HK var komið í 2-0 eftir aðeins sjö mínútna leik en Blikar komust seinna yfir í 3-2. HK skoraði tvisvar á lokamínútunum en sigurmarkið skoraði Atli Þór Jónasson á þriðju mínútu í uppbótatíma. Marciano Aziz og Örvar Eggertsson skoruðu tvö fyrstu mörk HK en þriðja mark HK-inga var sjálfsmark fyrirliðans Höskulds Gunnlaugssonar. Gísli Eyjólfsson, Stefán Ingi Sigurðarson og Höskuldur Gunnlaugsson komu Blikum yfir með þremur mínútum á fjögurra mínútna kafla. Þá stefndi í sigur en allt breyttist á dramatískum lokamínútum. Blikarnir hafa því fengið á sig sjö mörk í þessum tveimur leikjum. Frá árinu 2011 hafa aðeins þrír Íslandsmeistarar byrjað titilvörnina á tapi en níu af fjórtán hafa unnið sinn fyrsta leik. Það eru aðeins bæði Blikaliðin og KR-liðið frá 2014 sem hafa byrjað titilvörn sína á tapleik. Fyrsti leikur í titilvörn frá og með árinu 2011: Sigur (9) Víkingur 2024 Víkingur 2022 Valur 2021 KR 2020 Valur 2018 FH 2107 FH 2016 Stjarnan 2015 Jafntefli (2) Valur 2019 KR 2012 Tap (3) Breiðablik 2023 KR 2014 Breiðablik 2011
Fyrsti leikur í titilvörn frá og með árinu 2011: Sigur (9) Víkingur 2024 Víkingur 2022 Valur 2021 KR 2020 Valur 2018 FH 2107 FH 2016 Stjarnan 2015 Jafntefli (2) Valur 2019 KR 2012 Tap (3) Breiðablik 2023 KR 2014 Breiðablik 2011
Besta deild karla Breiðablik Mest lesið Í beinni: Frakkland - Ísland | Strákarnir okkar í París Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Í beinni: Serbía - England | Enskir í Belgrað Fótbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Lærisveinar Heimis fara illa af stað Fótbolti Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Fótbolti Fleiri fréttir Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki