Innlent

Menntaðir þjónar snið­gengnir og ó­beit ungra drengja á trans fólki

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Hádegisfréttir eru klukkan 12.
Hádegisfréttir eru klukkan 12.

Formaður MATVÍS furðar sig á að eina menntaða þjóninum á hóteli í Reykjavík hafi verið sagt upp störfum á dögunum. Það sé ekki sparnaður að segja upp menntuðu fólki. Fjallað verður um málið í hádegisfréttum Bylgjunnar klukkan tólf.

Áfram dregur úr jarðskjálftavirkni á Reykjanesskaga en rúmlega 300 skjálftar hafa mælst síðasta sólarhringinn. Skjálfti 3,1 að stærð mældist við Kleifarvatn í nótt. 

Formaður Trans Íslands segir niðurstöður könnunar, sem benda til að rúmlega fimmtungi ungra drengja sé í nöp við trans fólk, mikið áhyggjuefni. Samfélagsmiðlar spili lykilhlutverk.

Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu gerði markalaust jafntefli við Noreg í þriðju umferð Þjóðadeildarinnar í gær. Við ræðum við Þorstein Halldórsson landsliðsþjálfara og Hildi Antonsdóttur leikmanni liðsins.

Þetta og margt fleira í hádegisfréttum á Bylgjunni klukkan tólf.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×