„Beint upp í rútu og ná í annan sigur í dag“ Hinrik Wöhler skrifar 5. apríl 2025 18:45 Árni Bragi Eyjólfsson og samherjar hans hjá Aftureldingu byrjuðu úrslitakeppnina á sigri. Vísir/Jón Gautur Fyrirliði Aftureldingar, Árni Bragi Eyjólfsson, var ánægður með sigurinn á móti ÍBV í 8-liða úrslitum Olís-deildar karla í handbolta. Mosfellingar sigruðu ÍBV, 32-30, í spennandi og jöfnum leik í Mosfellsbæ í dag. „Þetta er drullu gaman að vera kominn í úrslitakeppnina. Sérstaklega fyrir okkur sem eru í þessum liðum sem lentu í öðru til sjötta sæti í deildinni þá er þetta alltaf mjög jöfn einvígi. Þetta var hörku leikur og sem betur fer unnum við,“ sagði Árni Bragi eftir leikinn í Mosfellsbæ í dag. Afturelding leiddi lengst af í seinni hálfleik en Eyjamenn voru þó aldrei langt undan. Að lokum sigruðu Mosfellingar með tveimur mörkum, þó Árni Bragi hefði viljað klára leikinn fyrr. „Við ákváðum að hleypa þessu upp í vitleysu í lokin. Ég átti að taka ábyrgð í lokin og skora mark og þá væri þetta búið en það var stöngin út.“ Hallur Arason sækir að marki ÍBV.Vísir/Jón Gautur Varnarleikur og markvarsla beggja liða var til fyrirmyndar í fyrri hálfleik, en þegar leið á leikinn jókst hraðinn og liðin skiptust á að skora. „Við vorum búnir að standa hörku vörn í seinni hálfleik, undir lokin bættist þó hratt við mörkin. Það var útaf því að bæði lið voru að keyra hratt upp og taka færin,“ „Varnarlega náðum við nokkurn veginn að læsa á þetta sem var að ganga illa í fyrri hálfleik. Mér leið þó ekkert illa með þetta þó þetta hafi verið tæpt í lokin,“ sagði Árni Bragi þegar hann spurður út í síðustu mínútur leiksins. Leikplanið gekk upp Árni Bragi sagði að leikurinn hafi spilast eins og lagt var upp með. Mosfellingar stóðu fastir fyrir í vörninni, en þurftu að halda einbeitingu allan tímann gegn sterkum mótherjum. „Í rauninni gekk leikplanið upp. Í fyrri hálfleik var þetta 10% sem vantaði upp á. Stóðum oft góðar varnir í 40 til 50 sekúndur en ÍBV eru seigir. Þeir eru lengi á boltanum og finna sín pláss, þeir gripu tækifærin um leið og við gáfum þau.“ „Við héldum að við vorum að standa góða vörn en svo endaði það oft með marki hjá þeim en leikplanið gekk þannig séð upp á móti góðu liði,“ bætti Árni Bragi við. Afturelding leiðir nú einvígið 1–0 en sigra þarf tvo leiki til að komast í undanúrslit. Næsti leikur fer fram í Vestmannaeyjum á þriðjudag og Mosfellingar þurfa að leggja allt í sölurnar. „Við þurfum enn betri frammistöðu í dag, við erum að fara til Vestmannaeyja og vitum að þeir fá auka 20% þar. Rétt eins og við hér með okkar fólki þannig við þurfum að fara klárir í það,“ sagði Árni Bragi. Stór dagur hjá félaginu Stuðningsmenn Aftureldingar í samstilltum dansi í stúkunni.Vísir/Jón Gautur Það er stór dagur hjá Mosfellingum í dag en knattspyrnulið Aftureldingar leikur á Kópavogsvelli í opnunarleik Bestu-deildar karla í fótbolta í kvöld. Leikurinn er sá fyrsti sem karlalið Aftureldingar leikur í efstu deild og er mikil eftirvænting meðal bæjarbúa. Árni Bragi ætlar ekki að láta sig vanta á leikinn á Kópavogsvelli í kvöld. „Já, nú er bara að hlaupa í sturtu, beint upp í rútu og ná í annan sigur í dag,“ sagði Árni Bragi að lokum. Olís-deild karla Afturelding Mest lesið Hleraði leikhlé Norðmanna Handbolti Gísli gagnrýnir fyrirkomulagið á EM Handbolti Dagur hengdi hrakspá handboltasérfræðings upp á króatíska hótelinu Handbolti „Einn besti leikur sem maður hefur séð svakalega lengi“ Handbolti Stærð sigurs Íslands gegn Svíum veki upp spurningar Handbolti Danir komnir í undanúrslit en Þjóðverjar þurfa stig gegn Frökkum Handbolti Ótrúleg saga Viggós rifjuð upp í erlendum miðlum Handbolti Lamaður á motocrosshjóli Sport Nýjar upplýsingar um heilsufar Michaels Schumacher Formúla 1 Þjálfari Króata ósáttur við blaðamann Vísis Fótbolti Fleiri fréttir Dagur hengdi hrakspá handboltasérfræðings upp á króatíska hótelinu Hleraði leikhlé Norðmanna „Einn besti leikur sem maður hefur séð svakalega lengi“ Danir komnir í undanúrslit en Þjóðverjar þurfa stig gegn Frökkum Gísli gagnrýnir fyrirkomulagið á EM Spánverjar unnu Frakka og greiddu leiðina fyrir Alfreð EM í dag: Snjóstormur í Malmö og samsæriskenningar úr austrinu Segir Þjóðverja betri án stórstjörnunnar „Fókusinn er upp á tíu hjá okkur“ Dramatísk úrslit og vonir beggja liða nánast úr sögunni Alfreð kemur á óvart fyrir kvöldið Stærð sigurs Íslands gegn Svíum veki upp spurningar Ótrúleg saga Viggós rifjuð upp í erlendum miðlum Heilbrigðisráðherra lætur óvin Íslands heyra það Greip frá þeim skotfastasta og pakkaði vonarstjörnu Svía saman Svíar furðu lostnir og of næs: „Létu pakka sér saman“ Segist hafa brugðist gegn Íslandi: „Ég komst aldrei framhjá þeim“ Dregur til baka ummæli sín um Gísla Þorgeir Þetta er ástæða þess að Ísland er í efsta sæti í milliriðlinum Óvinur Íslands: „Aldrei stríða heilu landi“ „Svo kemur Ómar Ingi og fer að spila eins og Viggó“ Sjáðu myndirnar: Svíarnir gjörsigraðir á einu besta kvöldi strákanna okkar Ánægðir með stælana í Hauki: „Sagði bara fokkaðu þér“ Skýrsla Vals: Vel nýttur veikindadagur EM í dag: Flensuleikur Vals og stemningslausir Svíar Dagur vann líka og nú eru fjögur lið með fjögur stig í íslenska riðlinum Sænska goðsögnin: Þeir hafa ekki viljann sem Íslendingar hafa „Við mættum ótrúlega góðu íslensku liði í dag“ „Íslenska geðveikin sem við tölum oft um, þetta var hún“ „Erfitt að lýsa þessari stemningu sem við náðum upp í vörninni“ Sjá meira
„Þetta er drullu gaman að vera kominn í úrslitakeppnina. Sérstaklega fyrir okkur sem eru í þessum liðum sem lentu í öðru til sjötta sæti í deildinni þá er þetta alltaf mjög jöfn einvígi. Þetta var hörku leikur og sem betur fer unnum við,“ sagði Árni Bragi eftir leikinn í Mosfellsbæ í dag. Afturelding leiddi lengst af í seinni hálfleik en Eyjamenn voru þó aldrei langt undan. Að lokum sigruðu Mosfellingar með tveimur mörkum, þó Árni Bragi hefði viljað klára leikinn fyrr. „Við ákváðum að hleypa þessu upp í vitleysu í lokin. Ég átti að taka ábyrgð í lokin og skora mark og þá væri þetta búið en það var stöngin út.“ Hallur Arason sækir að marki ÍBV.Vísir/Jón Gautur Varnarleikur og markvarsla beggja liða var til fyrirmyndar í fyrri hálfleik, en þegar leið á leikinn jókst hraðinn og liðin skiptust á að skora. „Við vorum búnir að standa hörku vörn í seinni hálfleik, undir lokin bættist þó hratt við mörkin. Það var útaf því að bæði lið voru að keyra hratt upp og taka færin,“ „Varnarlega náðum við nokkurn veginn að læsa á þetta sem var að ganga illa í fyrri hálfleik. Mér leið þó ekkert illa með þetta þó þetta hafi verið tæpt í lokin,“ sagði Árni Bragi þegar hann spurður út í síðustu mínútur leiksins. Leikplanið gekk upp Árni Bragi sagði að leikurinn hafi spilast eins og lagt var upp með. Mosfellingar stóðu fastir fyrir í vörninni, en þurftu að halda einbeitingu allan tímann gegn sterkum mótherjum. „Í rauninni gekk leikplanið upp. Í fyrri hálfleik var þetta 10% sem vantaði upp á. Stóðum oft góðar varnir í 40 til 50 sekúndur en ÍBV eru seigir. Þeir eru lengi á boltanum og finna sín pláss, þeir gripu tækifærin um leið og við gáfum þau.“ „Við héldum að við vorum að standa góða vörn en svo endaði það oft með marki hjá þeim en leikplanið gekk þannig séð upp á móti góðu liði,“ bætti Árni Bragi við. Afturelding leiðir nú einvígið 1–0 en sigra þarf tvo leiki til að komast í undanúrslit. Næsti leikur fer fram í Vestmannaeyjum á þriðjudag og Mosfellingar þurfa að leggja allt í sölurnar. „Við þurfum enn betri frammistöðu í dag, við erum að fara til Vestmannaeyja og vitum að þeir fá auka 20% þar. Rétt eins og við hér með okkar fólki þannig við þurfum að fara klárir í það,“ sagði Árni Bragi. Stór dagur hjá félaginu Stuðningsmenn Aftureldingar í samstilltum dansi í stúkunni.Vísir/Jón Gautur Það er stór dagur hjá Mosfellingum í dag en knattspyrnulið Aftureldingar leikur á Kópavogsvelli í opnunarleik Bestu-deildar karla í fótbolta í kvöld. Leikurinn er sá fyrsti sem karlalið Aftureldingar leikur í efstu deild og er mikil eftirvænting meðal bæjarbúa. Árni Bragi ætlar ekki að láta sig vanta á leikinn á Kópavogsvelli í kvöld. „Já, nú er bara að hlaupa í sturtu, beint upp í rútu og ná í annan sigur í dag,“ sagði Árni Bragi að lokum.
Olís-deild karla Afturelding Mest lesið Hleraði leikhlé Norðmanna Handbolti Gísli gagnrýnir fyrirkomulagið á EM Handbolti Dagur hengdi hrakspá handboltasérfræðings upp á króatíska hótelinu Handbolti „Einn besti leikur sem maður hefur séð svakalega lengi“ Handbolti Stærð sigurs Íslands gegn Svíum veki upp spurningar Handbolti Danir komnir í undanúrslit en Þjóðverjar þurfa stig gegn Frökkum Handbolti Ótrúleg saga Viggós rifjuð upp í erlendum miðlum Handbolti Lamaður á motocrosshjóli Sport Nýjar upplýsingar um heilsufar Michaels Schumacher Formúla 1 Þjálfari Króata ósáttur við blaðamann Vísis Fótbolti Fleiri fréttir Dagur hengdi hrakspá handboltasérfræðings upp á króatíska hótelinu Hleraði leikhlé Norðmanna „Einn besti leikur sem maður hefur séð svakalega lengi“ Danir komnir í undanúrslit en Þjóðverjar þurfa stig gegn Frökkum Gísli gagnrýnir fyrirkomulagið á EM Spánverjar unnu Frakka og greiddu leiðina fyrir Alfreð EM í dag: Snjóstormur í Malmö og samsæriskenningar úr austrinu Segir Þjóðverja betri án stórstjörnunnar „Fókusinn er upp á tíu hjá okkur“ Dramatísk úrslit og vonir beggja liða nánast úr sögunni Alfreð kemur á óvart fyrir kvöldið Stærð sigurs Íslands gegn Svíum veki upp spurningar Ótrúleg saga Viggós rifjuð upp í erlendum miðlum Heilbrigðisráðherra lætur óvin Íslands heyra það Greip frá þeim skotfastasta og pakkaði vonarstjörnu Svía saman Svíar furðu lostnir og of næs: „Létu pakka sér saman“ Segist hafa brugðist gegn Íslandi: „Ég komst aldrei framhjá þeim“ Dregur til baka ummæli sín um Gísla Þorgeir Þetta er ástæða þess að Ísland er í efsta sæti í milliriðlinum Óvinur Íslands: „Aldrei stríða heilu landi“ „Svo kemur Ómar Ingi og fer að spila eins og Viggó“ Sjáðu myndirnar: Svíarnir gjörsigraðir á einu besta kvöldi strákanna okkar Ánægðir með stælana í Hauki: „Sagði bara fokkaðu þér“ Skýrsla Vals: Vel nýttur veikindadagur EM í dag: Flensuleikur Vals og stemningslausir Svíar Dagur vann líka og nú eru fjögur lið með fjögur stig í íslenska riðlinum Sænska goðsögnin: Þeir hafa ekki viljann sem Íslendingar hafa „Við mættum ótrúlega góðu íslensku liði í dag“ „Íslenska geðveikin sem við tölum oft um, þetta var hún“ „Erfitt að lýsa þessari stemningu sem við náðum upp í vörninni“ Sjá meira