Sport

Dag­skráin í dag: Gylfi Þór mætir til leiks með Víkingum og úr­slita­keppnin heldur á­fram

Smári Jökull Jónsson skrifar
ÍR tekur á móti Stjörnunni í 8-liða úrslitum Bónus-deildarinnar í kvöld.
ÍR tekur á móti Stjörnunni í 8-liða úrslitum Bónus-deildarinnar í kvöld. Vísir/Pawel

Fyrstu umferð Bestu deildar karla lýkur í kvöld og þá mætir Gylfi Þór Sigurðsson til leiks í sínum fyrsta deildarleik með Víkingi. Þá eru tveir leikir á dagskrá í 8-liða úrslitum Bónus-deildar karla.

Stöð 2 Sport

Klukkan 18:15 verður næsti þáttur af „Lengsta undirbúningstímabil í heimi“ sýndur beint en að þessu sinni verður myndavélunum beint að liði Þróttar.

Klukkan 19:00 færum við okkur svo á Álftanesið þar sem heimamenn taka á móti Njarðvík í öðrum leik liðanna í 8-liða úrslitum Bónus-deildarinnar. Álftanes vann fyrsta leikinn og fær því gott tækifæri til að komast í 2-0 forystu í einvíginu.

21:15 er svo Bónus Körfuboltakvöld á dagskrá þar sem önnur umferð úrslitakeppni karla verður krufin til mergjar.

Stöð 2 Sport 2

Lögmál leiksins fara í loftið klukkan 20:00 en það styttist í úrslitakeppnina í NBA-deildinni og spennan mikil.

Stöð 2 Sport 5

Leikur Stjörnunnar og FH í Bestu deildinni hefst klukkan 19:00 og klukkan 21:25 er Stúkan á dagskrá þar sem Gummi Ben ásamt sérfræðingum mun sýna allt það helsta í fyrstu umferð deildarinnar.

Vodafone Sport

Leikur Nationals og Dodgers í MLB-deildinni verður sýndur beint klukkan 22:30.

Besta deildin 1

Víkingur og ÍBV mætast í Bestu deildinni klukkan 17:50 og þar verður Gylfi Þór Sigurðsson væntanlega í eldlínunni en bæði lið mæta til leiks í ár með nýja þjálfara.

Bónus deildin 2

Annar leikur ÍR og Stjörnunnar verður sýndur beint klukkan 18:50 þar sem ÍR-ingar þurfa að svara fyrir stórt tap í fyrsta leik liðanna í 8-liða úrslitum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×