„Bara „shout out“ á mömmu, takk fyrir þetta!“ Smári Jökull Jónsson skrifar 7. apríl 2025 07:02 Sveindís segist vona að þjálfaraskiptin hjá Wolfsburg setji hana í betri stöðu. Vísir Sveindís Jane Jónsdóttir segir að það hafi verið svekkjandi að ná ekki þremur stigum í leiknum gegn Noregi á föstudag. Hún ræddi einnig stöðu sína hjá félagsliðinu Wolfsburg en þjálfara liðsins var sagt upp á dögunum. Ágúst Orri Arnarson hitti Sveindísi Jane að máli á hóteli íslenska liðsins í gær en liðið er í miðjum undirbúningi fyrir leikinn gegn Sviss á morgun. Ísland gerði markalaust jafntefli gegn Noregi á föstudag. „Það var svolítið svekkjandi að hafa ekki náð þremur stigum á föstudag en maður er búinn að fara yfir leikinn og það er fullt af jákvæðum punktum. Við tökum það með í næsta leik.“ „Við vorum að spila vel og höldum vel í boltann. Það var bara að koma boltanum í markið sem vantaði. Það var svekkjandi að ná ekki öllum þremur stigunum en það er bara að vinna Sviss í næsta leik.“ Hún sagði íslenska liðið þurfa að nýta færin sín betur. „Við ætlum bara að gera enn betur. Halda áfram að skapa okkur færi, það er það sem hefur vantað upp á síðkastið en við gerðum það vel á föstudag. Við ætlum að halda því áfram og klára einhver af þessum færum.“ Sveindís bætti við að búið væri að fara vel yfir leik svissneska liðsins. „Við mættum og fórum svo yfir leikinn sem þær spiluðu á móti Frakklandi. Við ætlum bara að halda áfram að gera okkar vel, halda áfram að sækja og skapa okkur færi. Þær eru mjög þéttar þannig að það verður erfitt að setja þetta fyrsta mark en ef það kemur þá held ég að við munum vinna þær. Reyna að halda áfram og verjast vel, við höfum verið að gera það vel.“ „Svo er bara að klára færin, búa til færi og fagna einhverju góðu eftir leik.“ „Vonandi setur hún mig í byrjunarliðið“ Tommy Stroot, þjálfari Wolfsburg, sagði starfi sínu lausu á dögunum. Sveindís hefur spilað minna á yfirstandandi tímabili en þau á undan. „Bara frábærlega, ég vona bara að ég fái að spila eitthvað meira en í síðustu leikjum. Ég held að aðstoðarþjálfarinn sem var með taki við og klári síðustu fjóra leikina. Vonandi hefur hún eitthvað meira að segja og setur mig í byrjunarliðið.“ „Ég fékk mjög mikið traust í byrjun og spilaði mjög mikið fyrsta árið sem ég var hérna. Ég hef ekkert slæmt að segja um hann nema þetta síðasta tímabil hefur ekki verið frábært fyrir mig, ég hef ekki verið að spila mikið. Ég vona bara að ég fái að spila eitthvað í síðustu leikjunum og svo sjáum við til.“ Sveindís sagðist njóta þess að vera með landsliðinu á Íslandi en í leiknum gegn Sviss mætir Sveindís ásamt öðrum leikmanni Íslands með nýja hárgreiðslu til leiks. „Það er alltaf gott að vera á Íslandi, manni líður alltaf frábærlega hér. Á milli æfinga og funda erum við bara að taka því rólega, spila og mjög margar. Við erum nánar og þetta er alltaf jafn gaman.“ Í viðtalinu var Sveindís spurð út í flétturnar sem hún var með, hvort hún hefði gert þær sjálf. „Nei, mamma mín gerði þetta, hún er geggjuð í þessu. Bara „shout out“ á mömmu. Takk fyrir þetta!“ „Hún fléttaði líka Natöshu [Anasi], hún er klár í þessu.“ Allt viðtalið við Sveindísi Jane má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Viðtal við Sveindísi Jane fyrir leikinn gegn Sviss Landslið kvenna í fótbolta Þjóðadeild kvenna í fótbolta Mest lesið The Athletic valdi íslensku treyjuna þá ljótustu á EM í ár Fótbolti Kemur til varnar Arnari bróður sínum: „Nú er nóg komið“ Sport Partey ákærður fyrir nauðgun Fótbolti Á réttri leið eftir röð áfalla: „Sagði við Guðna að ég væri bara hætt“ Sport Portúgalinn Pedro Neto má taka sér frí: „Hann er mjög leiður“ Fótbolti EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Fótbolti Eldræða Ása: „Fyrirsláttur hjá fólki að halda og tengja þetta“ Fótbolti Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Íslenski boltinn Átta mánaða gamall með Íslandi á EM Fótbolti Arnar hélt sér á brautinni í hálfmaraþoninu Sport Fleiri fréttir Í beinni: Þýskaland - Pólland | Grannaslagur í St. Gallen Sænsku stelpurnar sluppu með skrekkinn í lokin Blæs á val The Athletic: „Okkar treyja og við auðvitað elskum hana“ Chelsea og Barcelona fá bæði risasekt frá UEFA Stór áfangi að spila á EM en aukaatriði í stóru myndinni Taka heilræði Höllu forseta með sér inn í næstu leiki Partey ákærður fyrir nauðgun Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Endurstilla alla lampana á Laugardalsvelli EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Sjáðu þáttinn um Orkumótið: Flottir eyrnalokkar, algjört kjaftæði og dramatík Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Hafnaði boði Barcelona og heldur sig heima næstu tíu árin Átta mánaða gamall með Íslandi á EM Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Eldræða Ása: „Fyrirsláttur hjá fólki að halda og tengja þetta“ Kristian að ganga til liðs við Twente Portúgalinn Pedro Neto má taka sér frí: „Hann er mjög leiður“ The Athletic valdi íslensku treyjuna þá ljótustu á EM í ár Sjáðu þegar stelpurnar hittu Höllu forseta Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Stjarnan selur Kjartan Má til Aberdeen Heimsmeistarar Spánverja í ham í fyrsta leik á EM Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Beta og belgísku stelpurnar töpuðu fyrsta leiknum sínum á EM Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Sjá meira
Ágúst Orri Arnarson hitti Sveindísi Jane að máli á hóteli íslenska liðsins í gær en liðið er í miðjum undirbúningi fyrir leikinn gegn Sviss á morgun. Ísland gerði markalaust jafntefli gegn Noregi á föstudag. „Það var svolítið svekkjandi að hafa ekki náð þremur stigum á föstudag en maður er búinn að fara yfir leikinn og það er fullt af jákvæðum punktum. Við tökum það með í næsta leik.“ „Við vorum að spila vel og höldum vel í boltann. Það var bara að koma boltanum í markið sem vantaði. Það var svekkjandi að ná ekki öllum þremur stigunum en það er bara að vinna Sviss í næsta leik.“ Hún sagði íslenska liðið þurfa að nýta færin sín betur. „Við ætlum bara að gera enn betur. Halda áfram að skapa okkur færi, það er það sem hefur vantað upp á síðkastið en við gerðum það vel á föstudag. Við ætlum að halda því áfram og klára einhver af þessum færum.“ Sveindís bætti við að búið væri að fara vel yfir leik svissneska liðsins. „Við mættum og fórum svo yfir leikinn sem þær spiluðu á móti Frakklandi. Við ætlum bara að halda áfram að gera okkar vel, halda áfram að sækja og skapa okkur færi. Þær eru mjög þéttar þannig að það verður erfitt að setja þetta fyrsta mark en ef það kemur þá held ég að við munum vinna þær. Reyna að halda áfram og verjast vel, við höfum verið að gera það vel.“ „Svo er bara að klára færin, búa til færi og fagna einhverju góðu eftir leik.“ „Vonandi setur hún mig í byrjunarliðið“ Tommy Stroot, þjálfari Wolfsburg, sagði starfi sínu lausu á dögunum. Sveindís hefur spilað minna á yfirstandandi tímabili en þau á undan. „Bara frábærlega, ég vona bara að ég fái að spila eitthvað meira en í síðustu leikjum. Ég held að aðstoðarþjálfarinn sem var með taki við og klári síðustu fjóra leikina. Vonandi hefur hún eitthvað meira að segja og setur mig í byrjunarliðið.“ „Ég fékk mjög mikið traust í byrjun og spilaði mjög mikið fyrsta árið sem ég var hérna. Ég hef ekkert slæmt að segja um hann nema þetta síðasta tímabil hefur ekki verið frábært fyrir mig, ég hef ekki verið að spila mikið. Ég vona bara að ég fái að spila eitthvað í síðustu leikjunum og svo sjáum við til.“ Sveindís sagðist njóta þess að vera með landsliðinu á Íslandi en í leiknum gegn Sviss mætir Sveindís ásamt öðrum leikmanni Íslands með nýja hárgreiðslu til leiks. „Það er alltaf gott að vera á Íslandi, manni líður alltaf frábærlega hér. Á milli æfinga og funda erum við bara að taka því rólega, spila og mjög margar. Við erum nánar og þetta er alltaf jafn gaman.“ Í viðtalinu var Sveindís spurð út í flétturnar sem hún var með, hvort hún hefði gert þær sjálf. „Nei, mamma mín gerði þetta, hún er geggjuð í þessu. Bara „shout out“ á mömmu. Takk fyrir þetta!“ „Hún fléttaði líka Natöshu [Anasi], hún er klár í þessu.“ Allt viðtalið við Sveindísi Jane má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Viðtal við Sveindísi Jane fyrir leikinn gegn Sviss
Landslið kvenna í fótbolta Þjóðadeild kvenna í fótbolta Mest lesið The Athletic valdi íslensku treyjuna þá ljótustu á EM í ár Fótbolti Kemur til varnar Arnari bróður sínum: „Nú er nóg komið“ Sport Partey ákærður fyrir nauðgun Fótbolti Á réttri leið eftir röð áfalla: „Sagði við Guðna að ég væri bara hætt“ Sport Portúgalinn Pedro Neto má taka sér frí: „Hann er mjög leiður“ Fótbolti EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Fótbolti Eldræða Ása: „Fyrirsláttur hjá fólki að halda og tengja þetta“ Fótbolti Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Íslenski boltinn Átta mánaða gamall með Íslandi á EM Fótbolti Arnar hélt sér á brautinni í hálfmaraþoninu Sport Fleiri fréttir Í beinni: Þýskaland - Pólland | Grannaslagur í St. Gallen Sænsku stelpurnar sluppu með skrekkinn í lokin Blæs á val The Athletic: „Okkar treyja og við auðvitað elskum hana“ Chelsea og Barcelona fá bæði risasekt frá UEFA Stór áfangi að spila á EM en aukaatriði í stóru myndinni Taka heilræði Höllu forseta með sér inn í næstu leiki Partey ákærður fyrir nauðgun Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Endurstilla alla lampana á Laugardalsvelli EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Sjáðu þáttinn um Orkumótið: Flottir eyrnalokkar, algjört kjaftæði og dramatík Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Hafnaði boði Barcelona og heldur sig heima næstu tíu árin Átta mánaða gamall með Íslandi á EM Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Eldræða Ása: „Fyrirsláttur hjá fólki að halda og tengja þetta“ Kristian að ganga til liðs við Twente Portúgalinn Pedro Neto má taka sér frí: „Hann er mjög leiður“ The Athletic valdi íslensku treyjuna þá ljótustu á EM í ár Sjáðu þegar stelpurnar hittu Höllu forseta Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Stjarnan selur Kjartan Má til Aberdeen Heimsmeistarar Spánverja í ham í fyrsta leik á EM Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Beta og belgísku stelpurnar töpuðu fyrsta leiknum sínum á EM Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Sjá meira