Fótbolti

Vann Meistaradeildina með Barcelona en vinnur nú í Intersport

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Jérémy Mathieu fagnar marki í leik með Barcelona.
Jérémy Mathieu fagnar marki í leik með Barcelona. getty/Alex Caparros

Jérémy Mathieu átti flottan feril sem fótboltamaður en líf hans er allt öðruvísi í dag.

Eftir góð ár hjá Valencia keypti Barcelona Mathieu sumarið 2014. Hann lék með Börsungum í þrjú ár og vann meðal annars þrennuna með þeim tímabilið 2014-15.

Mathieu gekk svo í raðir Sporting í Portúgal 2017 og lauk ferlinum þar. Hann lék fimm leiki fyrir franska landsliðið.

Mathieu er enn tengdur fótboltanum en á nokkuð óvæntan hátt. Hann starfar nefnilega í Intersport íþróttavörubúð í Frakklandi. Mathieu er einn af stjórnendum í fótboltadeild verslunarinnar.

Meðfram því að starfa fyrir Intersport er Mathieu að mennta sig sem þjálfari.

Hann lék 91 leik fyrir Barcelona og kom meðal annars inn á sem varamaður í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu 2015. Þar vann Barcelona Juventus, 3-1.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×