Tíska og hönnun

Troð­fullt á opnun hjá ofurskvísum

Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar
Karitas Spano og Thelma Gunnars eigendur Suskin og tískudrottningar stóðu fyrir flottu opnunarteiti um helgina.
Karitas Spano og Thelma Gunnars eigendur Suskin og tískudrottningar stóðu fyrir flottu opnunarteiti um helgina. Sigríður Margrét

Það var fjör í Andrá Reykjavík á laugardaginn þegar tískuskvísurnar og hönnuðirnir Karitas Spano og Thelma Gunnarsdóttir frumsýndu splunkunýja merkið Suskin. Margt var um manninn og mikil stemning í bænum í tilefni af Hönnunarmars.

Þessi fyrsta afurð íslenska hönnunarmerkisins Suskin er einstök leðurtaska sem sameinar að sögn stelpnanna notagildi og fagurfræði.

Eigendur merkisins, þær Karitas Spano og Thelma Gunnarsdóttir, eru ungir og efnilegir fatahönnuðir sem útskrifuðust úr Listaháskóla Íslands árið 2023 og hafa þegar vakið mikla athygli í tískubransanum. Þær tóku á móti fjölda gesta sem mættu til að fagna með þeim en það var fullt út úr dyrum lengi vel.

„Merkið varð til við sameiningu persónulegs stíls hjá þeim sem og þeirra sýn á hönnun. Taskan er hönnuð með bæði hentugleika og fegurð í huga. Viðburðurinn markaði mikilvægan áfanga í vegferð Suskin og sýndi glöggt að áhugi á íslenskri hönnun er mikill,“ segir í fréttatilkynningu frá teyminu. 

Hér má sjá myndir frá opnunarteitinu:  

Ásdís Spano og Karitas Spano glæsilegar.Sigríður Margrét
Viðburðurinn var vel sóttur!Sigríður Margrét
Ein af töskunum frá Suskin.Sigríður Margrét
Halldóra Sólveig og Katrín Hersis voru í tískugír!Sigríður Margrét
Tímabundið tattú eftir Auju Mist í teitinu.Sigríður Margrét
Auja Mist ofurskvís.Sigríður Margrét
Thelma Gunnarsdóttir sat fyrir í auglýsingunum.Sigríður Margrét
Andrá skvísurnar María Hrund og Dagný Rún brostu breitt.Sigríður Margrét
DJ ÓK, tvíeykið Elísa Björg og Íris Ólafs.Sigríður Margrét
Agnes og Bergþór Másson í góðu knúsi.Sigríður Margrét
Karitas Spano og Thelma Gunnars eigendur Suskin og tískudrottningar.Sigríður Margrét
Nokkrar týpur af töskunni.Sigríður Margrét
Gelluvinkonurnar Karólína, Agnes, Auja og Hekla.Sigríður Margrét
Karólína og Agnes í góðum gír.Sigríður Margrét
Andrea Margrétardóttir og Thelma Gunnarsdóttir glæsilegar í ljósum litum.Sigríður Margrét
Viðburðurinn var mjög vel sóttur.Sigríður Margrét
Andrea Margrétardóttir og Thelma Gunnars knúsast!Sigríður Margrét
Íris Eik og Aníta Björt í góðum gellufélagsskap.Sigríður Margrét
Bergþór Másson og Lóa Yona.Sigríður Margrét
Auja Mist að flúra!Sigríður Margrét
Dísa Timila ásamt skemmtilegu fólki.Sigríður Margrét
Karítas Dilja og Beggi Más í stuði.Sigríður Margrét
Sæta parið Thelma Gunnars og Tómas Sturluson.Sigríður Margrét
Fólk í flúri.Sigríður Margrét





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.