Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Kjartan Kjartansson skrifar 7. apríl 2025 10:46 Trausti Breiðfjörð Magnússon (t.h.) líkir Gunnari Smára Egilssyni, formanni framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokksins, (t.v.) við einræðisherra í aðsendri grein á Vísi. Vísir Fyrrverandi borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins segir framkvæmdastjórn flokksins ræða af fullri alvöru um „pólitískar hreinsanir“ á gagnrýnendum formanns hans, Gunnars Smára Egilssonar. Halda á þing Sósíalistaflokksins í næsta mánuði. Hatrammar deilur hafa geisað innan Sósíalistaflokksins undanfarnar vikur. Karl Héðinn Kristjánsson, formaður ungliðahreyfingar flokksins, og Trausti Breiðfjörð Magnússon, fyrrverandi borgarfulltrúi flokksins, hafa gagnrýnt ofríki Gunnars Smára en formaður framkvæmdastjórnarinnar hefur svarað allri gagnrýni af mikilli hörku. Nú fullyrðir Trausti að framkvæmdastjórn Sósíalistaflokksins hafi rætt það af alvöru að henda fólki sem „ali á óeiningu“ úr flokknum. Í aðsendri grein á Vísi skrifar Trausti að til þess gæti stjórnin virkjað Samvisku, nefnd sem á meðal annars að skera úr ágreiningsmálum sem koma upp innan flokksins. Samviska getur meðal annars veitt almennum félagsmönnum í Sósíalistaflokknum skriflegar áminningar eða vikið þeim úr flokknum, að því er segir á vefsíðu flokksins. Trausti skrifar að þrátt fyrir að Samviska hafi aldrei verið virk frá stofnun Sósíalistaflokksins hafi framkvæmdastjórnin ákveðið að slembivelja fólk til þess að sitja í nefndinni fyrir tveimur vikum. „Tíminn kann þó að vera of naumur til þess að hægt sé að gera slíkt fyrir aðalfund. En þetta er leið sem augljóslega hugnast formanninum. Pólitískar hreinsanir,“ skrifar fyrrverandi borgarfulltrúinn og vísar til sósíalistaþings sem er jafnframt vettvangur aðalfundar Sósíalistaflokksins sem halda á í maí. Vill nýja forystu en býður sig ekki fram sjálfur Gagnrýnir Trausti að fólki sem hafi upplifað einelti eða slæma framkomu af hálfu Gunnars Smára hafi verið vísað á að beina kvörtunum til Samviskunnar. Margir hafi viljað gera það en nefndin hafi hins vegar aldrei tekið við erindum frá því að flokkurinn var stofnaður. „En nú þegar formaðurinn vill að mál séu leyst, þá er ekkert mál að virkja Samviskuna. Slembivelja á fólk í þessa nefnd og sá sem sér um það verður Gunnar Smári og hans stjórn. Ekki beint traustvekjandi,“ skrifar Trausti. Hvetur Trausti félaga sína til þess að fjölmenna á sósíalistaþingið í maí. Vonast hann til þess að hægt verði að kjósa fólk sem vill breytingar á skipulagi og menningu flokksins til forystu. Hann ætli þó ekki að bjóða sig fram þar. Lýsir gagnrýnendum sem hræætum og takmarkar tjáningu félagsmanna Deilur sósíalista urðu opinberar þegar Karl Héðinn, formaður ungliðahreyfingar þeirra, sagði sig úr kosningastjórn til þess að mótmæla því sem hann kallað „ofríki, andlegt ofbeldi og trúnaðarbrot“ Gunnars Smára. formanns framkvæmdastjórnar flokksins í síðasta mánuði. Í kjölfarið steig Trausti fram og sagðist hafa hrökklast úr embætti að hluta til vegna þess að forysta flokksins hefði ráðskast með hann. Gunnar Smári hefði þannig reynt að handstýra því sem hann og Sanna Magdalena Mörtudóttir, hinn borgarfulltrúi flokksins, gerðu. Hann hefði auk þess greitt tíunda hluta mánaðarlauna sinna sem borgarfulltrúi til félags á vegum flokksins án þess að fá nokkrar þakkir fyrir. Gunnar Smári hefur svarað öllum gagnrýnisröddum af hörku, meðal annars í sjónvarpsþætti sínum á Samstöðinni sem hann á. Hann hefur lýst Karli Héðni sem „loddara“ og sakað hann um undirróður. Vísaði hann til Karls Héðins og Trausta sem „gjammandi hýenuhvolpa“ og „ungherra“ sem væru viðkvæmir því þeir hefðu verið „særðir af einelti“ í uppeldi. Formenn stjórna Sósíalistaflokksins hafa fylkt sér að baki formanninum. Framkvæmdastjórn flokksins hefur meðal annars reynt að bæla niður gagnrýnisraddir með því að takmarka hversu oft félagsmenn geta tjáð sig á umræðuvettvangi flokksins á Facebook. Frá því um helgina geta félagsmenn aðeins sett inn eina færslu í hópinn á viku og aðeins skrifað eina athugasemd við færslur á klukkustund. Sósíalistaflokkurinn Félagasamtök Tengdar fréttir Karl hafi leyst úr læðingi „ógeðfelldar nornaveiðar“ Gunnar Smári Egilsson, stofnandi Sósíalistaflokksins, hefur svarað ásökunum sem á hann hafa verið bornar fullum hálsi. Hann segir hóp innan flokksins tala fyrir lögleysu og glundroða, eins konar Maóískri menningarbyltingu. 21. mars 2025 11:16 Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins „Við höfnum ásökunum Karls Héðins Kristjánssonar, sem birti í dag póst um afsögn sína úr kosningastjórn flokksins síðastliðna helgi, um að „hunsa lýðræðislega gagnrýni, viðhalda óheilbrigðri menningu og refsa þeim sem benda á vandamálin.“ 12. mars 2025 18:45 Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Fleiri fréttir Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Sjá meira
Hatrammar deilur hafa geisað innan Sósíalistaflokksins undanfarnar vikur. Karl Héðinn Kristjánsson, formaður ungliðahreyfingar flokksins, og Trausti Breiðfjörð Magnússon, fyrrverandi borgarfulltrúi flokksins, hafa gagnrýnt ofríki Gunnars Smára en formaður framkvæmdastjórnarinnar hefur svarað allri gagnrýni af mikilli hörku. Nú fullyrðir Trausti að framkvæmdastjórn Sósíalistaflokksins hafi rætt það af alvöru að henda fólki sem „ali á óeiningu“ úr flokknum. Í aðsendri grein á Vísi skrifar Trausti að til þess gæti stjórnin virkjað Samvisku, nefnd sem á meðal annars að skera úr ágreiningsmálum sem koma upp innan flokksins. Samviska getur meðal annars veitt almennum félagsmönnum í Sósíalistaflokknum skriflegar áminningar eða vikið þeim úr flokknum, að því er segir á vefsíðu flokksins. Trausti skrifar að þrátt fyrir að Samviska hafi aldrei verið virk frá stofnun Sósíalistaflokksins hafi framkvæmdastjórnin ákveðið að slembivelja fólk til þess að sitja í nefndinni fyrir tveimur vikum. „Tíminn kann þó að vera of naumur til þess að hægt sé að gera slíkt fyrir aðalfund. En þetta er leið sem augljóslega hugnast formanninum. Pólitískar hreinsanir,“ skrifar fyrrverandi borgarfulltrúinn og vísar til sósíalistaþings sem er jafnframt vettvangur aðalfundar Sósíalistaflokksins sem halda á í maí. Vill nýja forystu en býður sig ekki fram sjálfur Gagnrýnir Trausti að fólki sem hafi upplifað einelti eða slæma framkomu af hálfu Gunnars Smára hafi verið vísað á að beina kvörtunum til Samviskunnar. Margir hafi viljað gera það en nefndin hafi hins vegar aldrei tekið við erindum frá því að flokkurinn var stofnaður. „En nú þegar formaðurinn vill að mál séu leyst, þá er ekkert mál að virkja Samviskuna. Slembivelja á fólk í þessa nefnd og sá sem sér um það verður Gunnar Smári og hans stjórn. Ekki beint traustvekjandi,“ skrifar Trausti. Hvetur Trausti félaga sína til þess að fjölmenna á sósíalistaþingið í maí. Vonast hann til þess að hægt verði að kjósa fólk sem vill breytingar á skipulagi og menningu flokksins til forystu. Hann ætli þó ekki að bjóða sig fram þar. Lýsir gagnrýnendum sem hræætum og takmarkar tjáningu félagsmanna Deilur sósíalista urðu opinberar þegar Karl Héðinn, formaður ungliðahreyfingar þeirra, sagði sig úr kosningastjórn til þess að mótmæla því sem hann kallað „ofríki, andlegt ofbeldi og trúnaðarbrot“ Gunnars Smára. formanns framkvæmdastjórnar flokksins í síðasta mánuði. Í kjölfarið steig Trausti fram og sagðist hafa hrökklast úr embætti að hluta til vegna þess að forysta flokksins hefði ráðskast með hann. Gunnar Smári hefði þannig reynt að handstýra því sem hann og Sanna Magdalena Mörtudóttir, hinn borgarfulltrúi flokksins, gerðu. Hann hefði auk þess greitt tíunda hluta mánaðarlauna sinna sem borgarfulltrúi til félags á vegum flokksins án þess að fá nokkrar þakkir fyrir. Gunnar Smári hefur svarað öllum gagnrýnisröddum af hörku, meðal annars í sjónvarpsþætti sínum á Samstöðinni sem hann á. Hann hefur lýst Karli Héðni sem „loddara“ og sakað hann um undirróður. Vísaði hann til Karls Héðins og Trausta sem „gjammandi hýenuhvolpa“ og „ungherra“ sem væru viðkvæmir því þeir hefðu verið „særðir af einelti“ í uppeldi. Formenn stjórna Sósíalistaflokksins hafa fylkt sér að baki formanninum. Framkvæmdastjórn flokksins hefur meðal annars reynt að bæla niður gagnrýnisraddir með því að takmarka hversu oft félagsmenn geta tjáð sig á umræðuvettvangi flokksins á Facebook. Frá því um helgina geta félagsmenn aðeins sett inn eina færslu í hópinn á viku og aðeins skrifað eina athugasemd við færslur á klukkustund.
Sósíalistaflokkurinn Félagasamtök Tengdar fréttir Karl hafi leyst úr læðingi „ógeðfelldar nornaveiðar“ Gunnar Smári Egilsson, stofnandi Sósíalistaflokksins, hefur svarað ásökunum sem á hann hafa verið bornar fullum hálsi. Hann segir hóp innan flokksins tala fyrir lögleysu og glundroða, eins konar Maóískri menningarbyltingu. 21. mars 2025 11:16 Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins „Við höfnum ásökunum Karls Héðins Kristjánssonar, sem birti í dag póst um afsögn sína úr kosningastjórn flokksins síðastliðna helgi, um að „hunsa lýðræðislega gagnrýni, viðhalda óheilbrigðri menningu og refsa þeim sem benda á vandamálin.“ 12. mars 2025 18:45 Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Fleiri fréttir Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Sjá meira
Karl hafi leyst úr læðingi „ógeðfelldar nornaveiðar“ Gunnar Smári Egilsson, stofnandi Sósíalistaflokksins, hefur svarað ásökunum sem á hann hafa verið bornar fullum hálsi. Hann segir hóp innan flokksins tala fyrir lögleysu og glundroða, eins konar Maóískri menningarbyltingu. 21. mars 2025 11:16
Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins „Við höfnum ásökunum Karls Héðins Kristjánssonar, sem birti í dag póst um afsögn sína úr kosningastjórn flokksins síðastliðna helgi, um að „hunsa lýðræðislega gagnrýni, viðhalda óheilbrigðri menningu og refsa þeim sem benda á vandamálin.“ 12. mars 2025 18:45