„Margir með margar afsakanir af hverju þeir mæta ekki á völlinn“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 7. apríl 2025 14:31 Ingibjörg Sigurðardóttir í leiknum gegn Noregi sem endaði með markalausu jafntefli. vísir/anton Ingibjörg Sigurðardóttir og Þorsteinn Halldórsson segja áhugann á íslenska kvennalandsliðinu mikinn. Þau myndu samt vilja sjá betri mætingu á leiki liðsins. Ísland mætir Sviss í fjórða leik sínum í riðli 2 í Þjóðadeildinni á morgun. Á blaðamannafundi fyrir leikinn í dag voru Ingibjörg, sem er fyrirliði íslenska liðsins í fjarveru Glódísar Perlu Viggósdóttur, og Þorsteinn spurð út í áhugann á landsliðinu og hvort hann hafi minnkað. Þorsteinn sagðist finna fyrir miklum áhuga á íslenska liðinu en myndi kjósa að sjá fleiri mæta á leiki þess hér á landi. Um þúsund manns mættu á leikinn gegn Noregi á föstudaginn. „Það er mikill áhugi á liðinu. Það er annað að það sé áhugi á liðinu heilt yfir, hvort þú mætir á fótboltaleik eða ekki. Við finnum alveg fyrir miklum áhuga í kringum allt sem við erum að gera. Leikmenn finna alveg að þær eru eftirsóttar í ýmislegt í kringum annað heldur en að fólk sé að mæta á völlinn að horfa á þær spila,“ sagði Þorsteinn. Landsliðsþjálfarinn segir að Íslendingar eigi að vera hreyknir af því að eiga kvennalandslið í fremstu röð. Eigum að sýna það í verki „Auðvitað myndum við vilja sjá alltaf fullt og allt það. Að vera með fótboltalið sem er í úrslitakeppni meðal bestu þjóða Evrópu; mér finnst að við eigum að vera stolt af því og við eigum að sýna það í stuðningi með að mæta á völlinn. Það er mín skoðun á þessu og svo velur fólk bara hvað það gerir. Það er mín sýn ef við ætlum að kalla okkur einhverja íþróttaþjóð eigum við að sýna það í verki, sama hvort það eru konur eða karlar. Leikmenn og liðið sem heild eiga það skilið að fólk mæti á völlinn,“ sagði Þorsteinn. „En þetta er bara mín skoðun og hún breytist ekki neitt. Svo velur fólk bara hvort það mætir á völlinn eða ekki. Það er bara ákvörðun hvers og eins en ég myndi vilja sjá miklu fleira fólk á vellinum. En ég finn alveg fyrir því að það er mikill stuðningur og mikið jákvætt í kringum leikmennina.“ Sýna fordæmi Ingibjörg var spurð að því hvort hún myndi fyrir mun áhuga á íslenska liðinu núna og fyrir síðasta stórmót, EM 2022. „Ég hef eiginlega ekkert pælt í því en nei, í rauninni ekki. Ég er sammála Steina; við finnum alveg fyrir miklum stuðningi, utan vallar líka. Miðað við það sem ég hef heyrt eru mjög margir að fara að mæta á EM í sumar,“ sagði Ingibjörg. Íslendingar eru með tvö stig eftir fyrstu þrjá leiki sína í riðli 2 í Þjóðadeildinni.vísir/anton „Síðan eru margir með margar afsakanir af hverju þeir mæta ekki á völlinn. Ég held við séum svolítið á þar, miðað við aðrar þjóðir. Það eru ekki jafn margir að mæta á völlinn og það er auðvitað miklu skemmtilegra að spila fyrir framan fulla stúku. Líka bara fyrir þér ungu stelpur sem koma að horfa á leikina. Þær mæta á völlinn og sjá að það er fullt af fólki sem styður við okkur. Að sýna ákveðið fordæmi fyrir þær þannig það er mjög mikilvægt að fólk komi. En ég veit ekki hvort það sé einhver munur á milli þessara ára. Það gæti verið en ég hef ekki pælt í því.“ Ingibjörg lék sinn 71. landsleik gegn Noregi á föstudaginn. Hún er næstleikjahæst í íslenska hópnum á eftir Dagnýju Brynjarsdóttur. Ísland mætir Sviss klukkan 16:45 á morgun. Leikurinn fer fram á Þróttaravelli og verður í beinni textalýsingu á Vísi. Þjóðadeild kvenna í fótbolta Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Fleiri fréttir Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Sjá meira
Ísland mætir Sviss í fjórða leik sínum í riðli 2 í Þjóðadeildinni á morgun. Á blaðamannafundi fyrir leikinn í dag voru Ingibjörg, sem er fyrirliði íslenska liðsins í fjarveru Glódísar Perlu Viggósdóttur, og Þorsteinn spurð út í áhugann á landsliðinu og hvort hann hafi minnkað. Þorsteinn sagðist finna fyrir miklum áhuga á íslenska liðinu en myndi kjósa að sjá fleiri mæta á leiki þess hér á landi. Um þúsund manns mættu á leikinn gegn Noregi á föstudaginn. „Það er mikill áhugi á liðinu. Það er annað að það sé áhugi á liðinu heilt yfir, hvort þú mætir á fótboltaleik eða ekki. Við finnum alveg fyrir miklum áhuga í kringum allt sem við erum að gera. Leikmenn finna alveg að þær eru eftirsóttar í ýmislegt í kringum annað heldur en að fólk sé að mæta á völlinn að horfa á þær spila,“ sagði Þorsteinn. Landsliðsþjálfarinn segir að Íslendingar eigi að vera hreyknir af því að eiga kvennalandslið í fremstu röð. Eigum að sýna það í verki „Auðvitað myndum við vilja sjá alltaf fullt og allt það. Að vera með fótboltalið sem er í úrslitakeppni meðal bestu þjóða Evrópu; mér finnst að við eigum að vera stolt af því og við eigum að sýna það í stuðningi með að mæta á völlinn. Það er mín skoðun á þessu og svo velur fólk bara hvað það gerir. Það er mín sýn ef við ætlum að kalla okkur einhverja íþróttaþjóð eigum við að sýna það í verki, sama hvort það eru konur eða karlar. Leikmenn og liðið sem heild eiga það skilið að fólk mæti á völlinn,“ sagði Þorsteinn. „En þetta er bara mín skoðun og hún breytist ekki neitt. Svo velur fólk bara hvort það mætir á völlinn eða ekki. Það er bara ákvörðun hvers og eins en ég myndi vilja sjá miklu fleira fólk á vellinum. En ég finn alveg fyrir því að það er mikill stuðningur og mikið jákvætt í kringum leikmennina.“ Sýna fordæmi Ingibjörg var spurð að því hvort hún myndi fyrir mun áhuga á íslenska liðinu núna og fyrir síðasta stórmót, EM 2022. „Ég hef eiginlega ekkert pælt í því en nei, í rauninni ekki. Ég er sammála Steina; við finnum alveg fyrir miklum stuðningi, utan vallar líka. Miðað við það sem ég hef heyrt eru mjög margir að fara að mæta á EM í sumar,“ sagði Ingibjörg. Íslendingar eru með tvö stig eftir fyrstu þrjá leiki sína í riðli 2 í Þjóðadeildinni.vísir/anton „Síðan eru margir með margar afsakanir af hverju þeir mæta ekki á völlinn. Ég held við séum svolítið á þar, miðað við aðrar þjóðir. Það eru ekki jafn margir að mæta á völlinn og það er auðvitað miklu skemmtilegra að spila fyrir framan fulla stúku. Líka bara fyrir þér ungu stelpur sem koma að horfa á leikina. Þær mæta á völlinn og sjá að það er fullt af fólki sem styður við okkur. Að sýna ákveðið fordæmi fyrir þær þannig það er mjög mikilvægt að fólk komi. En ég veit ekki hvort það sé einhver munur á milli þessara ára. Það gæti verið en ég hef ekki pælt í því.“ Ingibjörg lék sinn 71. landsleik gegn Noregi á föstudaginn. Hún er næstleikjahæst í íslenska hópnum á eftir Dagnýju Brynjarsdóttur. Ísland mætir Sviss klukkan 16:45 á morgun. Leikurinn fer fram á Þróttaravelli og verður í beinni textalýsingu á Vísi.
Þjóðadeild kvenna í fótbolta Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Fleiri fréttir Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Sjá meira