Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 7. apríl 2025 19:37 Alma Möller heilbrigðisráðherra boðar skjót viðbrögð við tíðindum síðustu viku. Vísir/Vilhelm Heilbrigðisráðuneytið efndi til skyndifundar í dag með fulltrúum Lyfjastofnunar, Landspítala, embætti landlæknis, tollayfirvalda, lögreglunnar, Rannsóknarstofu í lyfja- og eiturefnafræði, Afstöðu og Matthildi skaðaminnkun, um leiðir til að bregðast við innflutningi ólöglegra og lífshættulegra ópíóíða. Tilefnið var haldlagning Tollsins á miklu magni af fölsuðum töflum sem litu út eins og oxycontin en innihéldu nitazene, að því er kemur fram í tilkynningu á vef ráðuneytisins. Greint var frá því í síðustu viku að fjórtán væru í haldi lögreglu eftir að tollverðir lögðu hald á tuttugu þúsund töflur af nitazene, stórhættulegu efni sem er um þúsund sinnum sterkara en morfín. Þá var greint frá því í gær að tvær unglingsstúlkur, fæddar 2006 og 2007, sætu í gæsluvarðhaldi vegna málsins. Gæsluvarðhaldið rann út í dag. „Vegna mikils styrks efnisins, er veruleg hætta á öndunarstoppi hjá þeim sem neyta þess sem leitt getur til dauða og eru þess mörg dæmi víða um Evrópu þar sem efnið hefur komist í umferð á ólöglegum fíkniefnamarkaði,“ segir í fréttatilkynningu. Alma D. Möller heilbrigðisráðherra segir lífsspursmál að gera allt sem hægt er til að fyrirbyggja að efnið komist inn á fíkniefnamarkaðinn og jafnframt að vera viðbúin ef það gerist til að sporna við alvarlegum afleiðingum. „Reglubundin vöktun innlendra aðila og samstarf við erlendar eftirlitsstofnanir eru forsenda skjótra viðbragða ef ný hættuleg efni komast í umferð, hérlendis eða erlendis. Slíkum viðbragðshópi þarf að koma á fót án tafar, ásamt fleiri aðgerðum til fyrirbyggja eða lágmarka skaða,“ er haft eftir henni í fréttatilkynningu. Þá segir að á fundinum hafi verið ræddar tillögur að tafarlausum aðgerðum, meðal annars með hliðsjón af minnisblaði frá Matthildi skaðaminnkun og Afstöðu til ráðuneytisins. Stofnun vöktunarhóps, aukið aðgengi að hraðprófum sem mæla Nitazene, aðgengi skaðaminnkandi þjónustuveitenda til að mæla efni í umferð sem talin eru hættuleg og fræðsla um skaðsemi Nitazene var meðal annars rætt á fundinum. Í erindi Lyfjastofnunar til heilbrigðisráðuneytisins síðastliðinn föstudag kom fram að umrætt afbrigði af nitazene væri ekki meðal þeirra ólöglegu efna sem tilgreind eru í fylgiskjali með reglugerð nr. 333/2001 um ávana- og fíkniefni og önnur eftirlitsskyld efni. Í tilkynningunni segir að samdægurs hafi ráðuneytið sett reglugerð með uppfærslu á fylgiskjalinu sem öðlaðist þegar gildi. Heilbrigðismál Fíkn Fíkniefnabrot Lögreglumál Lyf Samfylkingin Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Embætti landlæknis Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Fleiri fréttir Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Sjá meira
Tilefnið var haldlagning Tollsins á miklu magni af fölsuðum töflum sem litu út eins og oxycontin en innihéldu nitazene, að því er kemur fram í tilkynningu á vef ráðuneytisins. Greint var frá því í síðustu viku að fjórtán væru í haldi lögreglu eftir að tollverðir lögðu hald á tuttugu þúsund töflur af nitazene, stórhættulegu efni sem er um þúsund sinnum sterkara en morfín. Þá var greint frá því í gær að tvær unglingsstúlkur, fæddar 2006 og 2007, sætu í gæsluvarðhaldi vegna málsins. Gæsluvarðhaldið rann út í dag. „Vegna mikils styrks efnisins, er veruleg hætta á öndunarstoppi hjá þeim sem neyta þess sem leitt getur til dauða og eru þess mörg dæmi víða um Evrópu þar sem efnið hefur komist í umferð á ólöglegum fíkniefnamarkaði,“ segir í fréttatilkynningu. Alma D. Möller heilbrigðisráðherra segir lífsspursmál að gera allt sem hægt er til að fyrirbyggja að efnið komist inn á fíkniefnamarkaðinn og jafnframt að vera viðbúin ef það gerist til að sporna við alvarlegum afleiðingum. „Reglubundin vöktun innlendra aðila og samstarf við erlendar eftirlitsstofnanir eru forsenda skjótra viðbragða ef ný hættuleg efni komast í umferð, hérlendis eða erlendis. Slíkum viðbragðshópi þarf að koma á fót án tafar, ásamt fleiri aðgerðum til fyrirbyggja eða lágmarka skaða,“ er haft eftir henni í fréttatilkynningu. Þá segir að á fundinum hafi verið ræddar tillögur að tafarlausum aðgerðum, meðal annars með hliðsjón af minnisblaði frá Matthildi skaðaminnkun og Afstöðu til ráðuneytisins. Stofnun vöktunarhóps, aukið aðgengi að hraðprófum sem mæla Nitazene, aðgengi skaðaminnkandi þjónustuveitenda til að mæla efni í umferð sem talin eru hættuleg og fræðsla um skaðsemi Nitazene var meðal annars rætt á fundinum. Í erindi Lyfjastofnunar til heilbrigðisráðuneytisins síðastliðinn föstudag kom fram að umrætt afbrigði af nitazene væri ekki meðal þeirra ólöglegu efna sem tilgreind eru í fylgiskjali með reglugerð nr. 333/2001 um ávana- og fíkniefni og önnur eftirlitsskyld efni. Í tilkynningunni segir að samdægurs hafi ráðuneytið sett reglugerð með uppfærslu á fylgiskjalinu sem öðlaðist þegar gildi.
Heilbrigðismál Fíkn Fíkniefnabrot Lögreglumál Lyf Samfylkingin Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Embætti landlæknis Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Fleiri fréttir Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Sjá meira