„Ég tek þetta bara á mig“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 7. apríl 2025 21:34 Böðvar Böðvarsson, fyrirliði FH, tók ábyrgð á tapinu eftir að hafa átt slæma sendingu sem leiddi til annars marks Stjörnunnar. Vísir/Anton Brink Böðvar Böðvarsson tók ábyrgð á 2-1 tapi FH gegn Stjörnunni í kvöld. Fyrirliðinn átti slæma sendingu sem leiddi til annars marks Stjörnunnar, rétt eftir fyrra markið sem Böðvar efast um að hafi átt að standa, en hann trúir og treystir ákvörðun línuvarðarins með það. Böðvar mætti í viðtal til Gunnlaugs Jónssonar á Stöð 2 Sport strax eftir leik og veitti fyrstu viðbrögð. „Gífurlega súrt. Þeir eru meira með boltann vissulega en mér fannst skipulagið okkar halda mjög vel. Þeir voru að fara í svæðin sem við vildum að þeir færi í og þó þeir komist yfir fannst mér allar forsendur til að komast aftur inn í þennan leik. En ég verð náttúrulega bara að taka þetta annað mark á mig, mjög léleg sending inn á miðjuna sem gerir það að verkum að þeir komast í 2-0 og það gerir þetta miklu erfiðara fyrir okkur. Mér fannst frammistaðan sem slík mjög góð hjá liðinu í dag en ég verð að taka þetta á mig.“ „Mér fannst engin leið að sjá það“ Fyrra mark Stjörnunnar var mikið vafaatriði og efasemdir eru um hvort boltinn hafi allur farið inn. „Ef [línuvörðurinn] sér hann hundrað prósent inni er hann með einhverja bestu sjón sem ég hef séð sko. Mér fannst engin leið að sjá það. Mér fannst Mathias [markmaður] vissulega standa inni í markinu en ekki þannig að boltinn gæti farið allur inn. En ég meina, hann sér þetta og væri ekki að fara að dæma þetta nema að vera hundrað prósent viss og við verðum bara að treysta honum.“ Sáttur með frammistöðuna og tekur ábyrgð á tapinu FH gerði þrefalda breytingu þegar tíu mínútur voru eftir af leiknum. Við það lifnaði sóknarleikur liðsins við. FH minnkaði muninn og var næstum því búið að setja fleiri mörk. „Já og fáum fullt af færum. Líka nokkur í fyrri hálfleik. Það voru allar forsendur til að skora fleiri mörk, þannig að þetta er mjög súrt. Ég tek þetta bara á mig“ ítrekaði Böðvar. Frammistöðu liðsins var Böðvar annars ánægður með, meira að segja fyrstu fimmtán mínúturnar þegar Stjarnan var í stórsókn. „Já hundrað prósent. Það var gífurleg liðsheild í dag og þegar við vorum að þjást fyrstu fimmtán mínúturnar, þar sem þeir lágu dálítið á okkur, þá fannst mér geggjuð liðsheild. Menn að hlaupa eins og skepnur, tala við hvorn annan, mættir í návígin… Það eru 26 leikir eftir og hægt að byggja ofan á þessu, nóg af stigum eftir í pottinum“ sagði Böðvar að lokum. Besta deild karla FH Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Í beinni: Vestri - Fram | Úrslitaleikur undir Íslenski boltinn Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Körfubolti „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti Fleiri fréttir Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Sjá meira
Böðvar mætti í viðtal til Gunnlaugs Jónssonar á Stöð 2 Sport strax eftir leik og veitti fyrstu viðbrögð. „Gífurlega súrt. Þeir eru meira með boltann vissulega en mér fannst skipulagið okkar halda mjög vel. Þeir voru að fara í svæðin sem við vildum að þeir færi í og þó þeir komist yfir fannst mér allar forsendur til að komast aftur inn í þennan leik. En ég verð náttúrulega bara að taka þetta annað mark á mig, mjög léleg sending inn á miðjuna sem gerir það að verkum að þeir komast í 2-0 og það gerir þetta miklu erfiðara fyrir okkur. Mér fannst frammistaðan sem slík mjög góð hjá liðinu í dag en ég verð að taka þetta á mig.“ „Mér fannst engin leið að sjá það“ Fyrra mark Stjörnunnar var mikið vafaatriði og efasemdir eru um hvort boltinn hafi allur farið inn. „Ef [línuvörðurinn] sér hann hundrað prósent inni er hann með einhverja bestu sjón sem ég hef séð sko. Mér fannst engin leið að sjá það. Mér fannst Mathias [markmaður] vissulega standa inni í markinu en ekki þannig að boltinn gæti farið allur inn. En ég meina, hann sér þetta og væri ekki að fara að dæma þetta nema að vera hundrað prósent viss og við verðum bara að treysta honum.“ Sáttur með frammistöðuna og tekur ábyrgð á tapinu FH gerði þrefalda breytingu þegar tíu mínútur voru eftir af leiknum. Við það lifnaði sóknarleikur liðsins við. FH minnkaði muninn og var næstum því búið að setja fleiri mörk. „Já og fáum fullt af færum. Líka nokkur í fyrri hálfleik. Það voru allar forsendur til að skora fleiri mörk, þannig að þetta er mjög súrt. Ég tek þetta bara á mig“ ítrekaði Böðvar. Frammistöðu liðsins var Böðvar annars ánægður með, meira að segja fyrstu fimmtán mínúturnar þegar Stjarnan var í stórsókn. „Já hundrað prósent. Það var gífurleg liðsheild í dag og þegar við vorum að þjást fyrstu fimmtán mínúturnar, þar sem þeir lágu dálítið á okkur, þá fannst mér geggjuð liðsheild. Menn að hlaupa eins og skepnur, tala við hvorn annan, mættir í návígin… Það eru 26 leikir eftir og hægt að byggja ofan á þessu, nóg af stigum eftir í pottinum“ sagði Böðvar að lokum.
Besta deild karla FH Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Í beinni: Vestri - Fram | Úrslitaleikur undir Íslenski boltinn Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Körfubolti „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti Fleiri fréttir Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Sjá meira