Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Stefán Árni Pálsson skrifar 8. apríl 2025 14:30 Brynleifur Siglaugsson hefur það gott í Kenía. „Þú getur leigt fína íbúð hérna á þessu svæði fyrir svona 50-60 þúsund kall. Þannig að ef þú ert með 150-200 þúsund krónur á mánuði, þá lifir þú bara eins og kóngur,“ segir Brynleifur Siglaugsson, 54 ára heimshornaflakkari og ævintýramaður sem býr á þremur stöðum í heiminum; í Hveragerði, Lettlandi og á Díaní Beach í Kenía. Brynleifur hefur unnið sem verktaki og smiður í gegnum tíðina en ákvað að fara að hægja á sér og njóta lífsins eftir fimmtugt. Keypti sér þá 22 hektara jörð í Lettlandi með hálfónýtu bjálkahúsi sem hann er byrjaður að gera upp og ætlar sér að nota á vorin og haustin sem sinn sumarbústað. Því næst keypti hann sér lóð við undurfagra Indlandshafsströnd Kenía, við Díaní Beach, og er nú búinn að reisa sér þar um 900 fermetra höll með fimm svítum, sundlaug, ræktarherbergi, nuddherbergi, gestahúsi og fleiru. Þar stefnir hann á að dvelja á veturna. Meðan hann flakkar um heiminn framfleytir hann sér á fyrirtæki sem hann rekur á Íslandi og á leigutekjum, því hann er einnig farinn að leigja út höllina sína í Kenía á heimasíðu sinni. Lóa Pind Aldísardóttir og Sigurður Már Davíðsson kvikmyndatökumaður heimsóttu Brynleif til bæði Lettlands og Kenía fyrir lokaþáttinn af sjöttu seríu „Hvar er best a búa?“ Þau voru viðstödd árlega kartöfluhátíð sem hann heldur á haustin við bjálkahúsið sitt í Lettlandi og voru svo hjá honum í mildu veðurfarinu í Kenía í október. Ítarleg saga þessa ævintýramanns var í lokaþættinum sem var á dagskrá Stöðvar 2 fyrir ekki svo löngu.Um var að ræða lokaþáttinn í seríunni. Glæsilegt húsið sem hann reisti sér í Kenía má sjá í broti sem hér fylgir. Klippa: Lifir eins og kóngur Í þáttaröðinni heimsótti Lóa fólk sem rekur kaffihús, rommverksmiðju, kennir Pilates, vinnur hjá OECD, er í verktakabransanum, rekur heimili fyrir táningsmæður í Kenía, selur fasteignir, leysir tölvuvandamál, vinnur við smíðar, sinnir lýsingarhönnun, hannar föt og býr í stórborgum, sveit og bæjum á Tenerife, Borgundarhólmi, Miami Beach, í Mexíkó, París, Brussel, Kenía og Lettlandi. Framleiðandi og leikstjóri þáttanna er Lóa Pind Aldísardóttir, myndatökumaður 6. þáttar Sigurður Már Davíðsson, klippingu annaðist Snorri Sigbjörn Jónsson og Magnús Ingvar Bjarnason hjá Obbosí var honum til aðstoðar. Framleitt af Lóu Production fyrir Stöð 2. Hvar er best að búa? Kenía Lettland Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Langaði í fleiri ævintýri og fluttu því frá Íslandi Eftir hrun fóru þau Þorfinnur Ómarsson fjölmiðlamaður með meiru og Ástrós Gunnarsdóttir dansari og Pílates þjálfari að líta í kringum sig í heiminum. 11. mars 2025 12:32 Komin til að vera í Miami: „Ég er ekki að fara neitt“ „Ísland verður alltaf heim,“ segir Kristján Olafsson sem býr ásamt eiginkonu sinni Hildu Olafsson og börnum þeirra fjórum á pálmaskrýddri golfvallareyju við Miami Beach. Þau hafa búið í bæði Los Angeles og New York en fyrir tilviljun þá leiddi vinnan hans Kristjáns þau suður til Flórída. 18. mars 2025 10:32 Sturla elti Tinder-ástina til paradísarstrandar í Mexíkó „Lífið er ekkert flókið,“ segir Sturla Bjarki Hrafnsson, forritari, sem ákvað fyrir nokkrum árum að elta ástina til strandbæjarins Playa del Carmen í Mexíkó. 4. mars 2025 14:02 Mest lesið Fegin að hafa valið flottasta kjólinn fyrir óvænta trúlofun Tíska og hönnun Bakið er hætt að hefna sín Lífið samstarf Brad Pitt tjáir sig í fyrsta skipti um skilnaðinn Lífið Iðnaðarmaður ársins 2025 - Máni er kominn í úrslit Lífið samstarf „Þetta tekur svo svakalega á sálartetrið“ Lífið Heillaði að læra hefðirnar í Húsó Lífið Kolféll fyrir New York en sér íslenska náttúru í hillingum Lífið Sjarmerandi miðbæjaríbúð listapars Lífið Tónlistarbransadrottning selur miðbæjarslotið Lífið KK og Sinfó: Clint Eastwood mætti í Eldborg Gagnrýni Fleiri fréttir Brad Pitt tjáir sig í fyrsta skipti um skilnaðinn „Þetta tekur svo svakalega á sálartetrið“ Sjarmerandi miðbæjaríbúð listapars Heillaði að læra hefðirnar í Húsó Steldu senunni í veislu sumarsins Hefur lést um níu kíló eftir hjartaáfallið: „Maður vaknar svolítið við þetta“ Dreymir stanslaust kynlíf með öðru fólki en makanum Skvísurnar tóku yfir klúbbinn Tónlistarbransadrottning selur miðbæjarslotið Handlagin hjón selja tvær eignir í sögulegu farandshúsi Kjalar ástfanginn í tvö ár Diddú tíu þúsundasti gestur fótboltabullnanna Sú elsta í sögu Ungfrú Ísland glímdi við átröskun og varð minnst 39 kíló Alda Karen keppir í hermiakstri Var ekki að lifa lífinu heldur að þrauka það Eilish sópaði að sér verðlaunum á AMA-hátíðinni Kolféll fyrir New York en sér íslenska náttúru í hillingum Brauðtertu- og ostakökukeppni á Selfossi Sara Björk og Árni kaupa í Urriðaholti Senjórítur og Pálmi Gunnars stálu senunni á Rottweiler Eyjaherrar heiðruðu sjötugan Ásgeir í stjörnufans „Þessi þriggja daga hátíð er algjört konfekt” Þarf ekki stóra íbúð til að gera heimilið fallegt Ásta Kristrún og Valgeir biðla til vina í leit að húsnæði Óttar keypti 320 milljóna króna þakíbúð Segist hafa neyðst til að vera Laufey í beinni útsendingu Stjörnulífið: Fröllur í poka og franska rívíeran Ástir, losti, fíkn og svik – dauði Marilyn Monroe Flytur til Sydney Drake kom fram á tónleikum í 66°Norður Sjá meira
Brynleifur hefur unnið sem verktaki og smiður í gegnum tíðina en ákvað að fara að hægja á sér og njóta lífsins eftir fimmtugt. Keypti sér þá 22 hektara jörð í Lettlandi með hálfónýtu bjálkahúsi sem hann er byrjaður að gera upp og ætlar sér að nota á vorin og haustin sem sinn sumarbústað. Því næst keypti hann sér lóð við undurfagra Indlandshafsströnd Kenía, við Díaní Beach, og er nú búinn að reisa sér þar um 900 fermetra höll með fimm svítum, sundlaug, ræktarherbergi, nuddherbergi, gestahúsi og fleiru. Þar stefnir hann á að dvelja á veturna. Meðan hann flakkar um heiminn framfleytir hann sér á fyrirtæki sem hann rekur á Íslandi og á leigutekjum, því hann er einnig farinn að leigja út höllina sína í Kenía á heimasíðu sinni. Lóa Pind Aldísardóttir og Sigurður Már Davíðsson kvikmyndatökumaður heimsóttu Brynleif til bæði Lettlands og Kenía fyrir lokaþáttinn af sjöttu seríu „Hvar er best a búa?“ Þau voru viðstödd árlega kartöfluhátíð sem hann heldur á haustin við bjálkahúsið sitt í Lettlandi og voru svo hjá honum í mildu veðurfarinu í Kenía í október. Ítarleg saga þessa ævintýramanns var í lokaþættinum sem var á dagskrá Stöðvar 2 fyrir ekki svo löngu.Um var að ræða lokaþáttinn í seríunni. Glæsilegt húsið sem hann reisti sér í Kenía má sjá í broti sem hér fylgir. Klippa: Lifir eins og kóngur Í þáttaröðinni heimsótti Lóa fólk sem rekur kaffihús, rommverksmiðju, kennir Pilates, vinnur hjá OECD, er í verktakabransanum, rekur heimili fyrir táningsmæður í Kenía, selur fasteignir, leysir tölvuvandamál, vinnur við smíðar, sinnir lýsingarhönnun, hannar föt og býr í stórborgum, sveit og bæjum á Tenerife, Borgundarhólmi, Miami Beach, í Mexíkó, París, Brussel, Kenía og Lettlandi. Framleiðandi og leikstjóri þáttanna er Lóa Pind Aldísardóttir, myndatökumaður 6. þáttar Sigurður Már Davíðsson, klippingu annaðist Snorri Sigbjörn Jónsson og Magnús Ingvar Bjarnason hjá Obbosí var honum til aðstoðar. Framleitt af Lóu Production fyrir Stöð 2.
Hvar er best að búa? Kenía Lettland Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Langaði í fleiri ævintýri og fluttu því frá Íslandi Eftir hrun fóru þau Þorfinnur Ómarsson fjölmiðlamaður með meiru og Ástrós Gunnarsdóttir dansari og Pílates þjálfari að líta í kringum sig í heiminum. 11. mars 2025 12:32 Komin til að vera í Miami: „Ég er ekki að fara neitt“ „Ísland verður alltaf heim,“ segir Kristján Olafsson sem býr ásamt eiginkonu sinni Hildu Olafsson og börnum þeirra fjórum á pálmaskrýddri golfvallareyju við Miami Beach. Þau hafa búið í bæði Los Angeles og New York en fyrir tilviljun þá leiddi vinnan hans Kristjáns þau suður til Flórída. 18. mars 2025 10:32 Sturla elti Tinder-ástina til paradísarstrandar í Mexíkó „Lífið er ekkert flókið,“ segir Sturla Bjarki Hrafnsson, forritari, sem ákvað fyrir nokkrum árum að elta ástina til strandbæjarins Playa del Carmen í Mexíkó. 4. mars 2025 14:02 Mest lesið Fegin að hafa valið flottasta kjólinn fyrir óvænta trúlofun Tíska og hönnun Bakið er hætt að hefna sín Lífið samstarf Brad Pitt tjáir sig í fyrsta skipti um skilnaðinn Lífið Iðnaðarmaður ársins 2025 - Máni er kominn í úrslit Lífið samstarf „Þetta tekur svo svakalega á sálartetrið“ Lífið Heillaði að læra hefðirnar í Húsó Lífið Kolféll fyrir New York en sér íslenska náttúru í hillingum Lífið Sjarmerandi miðbæjaríbúð listapars Lífið Tónlistarbransadrottning selur miðbæjarslotið Lífið KK og Sinfó: Clint Eastwood mætti í Eldborg Gagnrýni Fleiri fréttir Brad Pitt tjáir sig í fyrsta skipti um skilnaðinn „Þetta tekur svo svakalega á sálartetrið“ Sjarmerandi miðbæjaríbúð listapars Heillaði að læra hefðirnar í Húsó Steldu senunni í veislu sumarsins Hefur lést um níu kíló eftir hjartaáfallið: „Maður vaknar svolítið við þetta“ Dreymir stanslaust kynlíf með öðru fólki en makanum Skvísurnar tóku yfir klúbbinn Tónlistarbransadrottning selur miðbæjarslotið Handlagin hjón selja tvær eignir í sögulegu farandshúsi Kjalar ástfanginn í tvö ár Diddú tíu þúsundasti gestur fótboltabullnanna Sú elsta í sögu Ungfrú Ísland glímdi við átröskun og varð minnst 39 kíló Alda Karen keppir í hermiakstri Var ekki að lifa lífinu heldur að þrauka það Eilish sópaði að sér verðlaunum á AMA-hátíðinni Kolféll fyrir New York en sér íslenska náttúru í hillingum Brauðtertu- og ostakökukeppni á Selfossi Sara Björk og Árni kaupa í Urriðaholti Senjórítur og Pálmi Gunnars stálu senunni á Rottweiler Eyjaherrar heiðruðu sjötugan Ásgeir í stjörnufans „Þessi þriggja daga hátíð er algjört konfekt” Þarf ekki stóra íbúð til að gera heimilið fallegt Ásta Kristrún og Valgeir biðla til vina í leit að húsnæði Óttar keypti 320 milljóna króna þakíbúð Segist hafa neyðst til að vera Laufey í beinni útsendingu Stjörnulífið: Fröllur í poka og franska rívíeran Ástir, losti, fíkn og svik – dauði Marilyn Monroe Flytur til Sydney Drake kom fram á tónleikum í 66°Norður Sjá meira
Langaði í fleiri ævintýri og fluttu því frá Íslandi Eftir hrun fóru þau Þorfinnur Ómarsson fjölmiðlamaður með meiru og Ástrós Gunnarsdóttir dansari og Pílates þjálfari að líta í kringum sig í heiminum. 11. mars 2025 12:32
Komin til að vera í Miami: „Ég er ekki að fara neitt“ „Ísland verður alltaf heim,“ segir Kristján Olafsson sem býr ásamt eiginkonu sinni Hildu Olafsson og börnum þeirra fjórum á pálmaskrýddri golfvallareyju við Miami Beach. Þau hafa búið í bæði Los Angeles og New York en fyrir tilviljun þá leiddi vinnan hans Kristjáns þau suður til Flórída. 18. mars 2025 10:32
Sturla elti Tinder-ástina til paradísarstrandar í Mexíkó „Lífið er ekkert flókið,“ segir Sturla Bjarki Hrafnsson, forritari, sem ákvað fyrir nokkrum árum að elta ástina til strandbæjarins Playa del Carmen í Mexíkó. 4. mars 2025 14:02