Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 8. apríl 2025 21:49 Bjarni Benediktsson hefur sagt skilið við stjórnmálin en hann sagði af sér þingmennsku í byrjun janúar og sóttist ekki eftir endurkjöri sem formaður Sjálfstæðisflokksins. Vísir/Vilhelm Bjarni Bendiktsson, fyrrverandi forsætisráðherra, ætlaði að víkja sem matvælaráðherra í starfsstjórn þar sem hann taldi sig vanhæfan til að afgreiða umsókn Hvals hf. um veiðileyfi. Hann skipti hins vegar um skoðun tveimur vikum síðar. Þetta kemur fram í umfjöllun RÚV sem hefur undir höndum erindi sem matvælaráðuneytið sendi forsætisráðuneytinu. Fram kemur í beiðninni að Bjarni ætlaði að víkja sem matvælaráðherra en hann gegndi því embætti eftir að Vinstri græn sögðu sig úr starfsstjórn eftir að Bjarni sprengi ríkisstjórnina í október árið 2024. Bjarni hafi viljað víkja þar sem venslamaður hans ætti sérstaka og verulegra hagsmuna að gæta af úrlausn málsins. Bjarni ætlaði einnig að leggja til við forseta Íslands að staðgengill myndi taka við málinu í stað hans. Kvöldið áður en beiðnin var rituð var Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, tilkynntur sem fulltrúi Bjarna í matvælaráðuneytinu. Hins vegar snerist Bjarna hugur einungis tveimur vikum síðar og segir í beiðninni að vanhæfisástæður hans væru fallnar niður. Ekki segir í gögnunum sem RÚV hefur undir höndum hverjar vanhæfisástæðurnar væru. Í viðtali í nóvember neitar Bjarni því að hann hafi vensl við fólk sem á hlut í Hval hf. „Það eru engir nákomnir ættingjar mínir sem hafa hagsmuni hér. Ég hins vegar hafði fyrir því að fara yfir það, vildi ganga úr skugga um það og það liggur fyrir að það er ekki. Þannig ég hef metið hæfi mitt og það er ekkert sem kemur í veg fyrir að ég geti sinnt þessu verkefni,“ sagði Bjarni. Hann gaf þá út leyfi til hvalveiða þann 5. desember sem gildir í fimm ár en endurnýjast ár hvert. Hvalveiðileyfið var litað af njósnum um son Jón Gunnarssonar, Gunnar Bergmann. Í leynilegum upptökum af Gunnari heyrist hann segja að Jón hefði tekið sæti á lista í suðvesturkjördæmi fyrir síðustu þingkosningar í skiptum fyrir að Jón kæmist í stöðu til að veita Hval hf veiðileyfi. Jón og Kristján Loftsson, framkvæmdastjóri Hvals hf. eru kunningjar. Bjarni neitaði einnig í viðtali að eitthvað væri til í þessum samning á milli hans og Jóns. Fréttin hefur verið uppfærð. Hvalveiðar Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar (2024) Upptökur á Reykjavík Edition Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent „Ég er sátt“ Innlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Fleiri fréttir Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Hellisheiði lokað vegna umferðarslyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Sjá meira
Þetta kemur fram í umfjöllun RÚV sem hefur undir höndum erindi sem matvælaráðuneytið sendi forsætisráðuneytinu. Fram kemur í beiðninni að Bjarni ætlaði að víkja sem matvælaráðherra en hann gegndi því embætti eftir að Vinstri græn sögðu sig úr starfsstjórn eftir að Bjarni sprengi ríkisstjórnina í október árið 2024. Bjarni hafi viljað víkja þar sem venslamaður hans ætti sérstaka og verulegra hagsmuna að gæta af úrlausn málsins. Bjarni ætlaði einnig að leggja til við forseta Íslands að staðgengill myndi taka við málinu í stað hans. Kvöldið áður en beiðnin var rituð var Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, tilkynntur sem fulltrúi Bjarna í matvælaráðuneytinu. Hins vegar snerist Bjarna hugur einungis tveimur vikum síðar og segir í beiðninni að vanhæfisástæður hans væru fallnar niður. Ekki segir í gögnunum sem RÚV hefur undir höndum hverjar vanhæfisástæðurnar væru. Í viðtali í nóvember neitar Bjarni því að hann hafi vensl við fólk sem á hlut í Hval hf. „Það eru engir nákomnir ættingjar mínir sem hafa hagsmuni hér. Ég hins vegar hafði fyrir því að fara yfir það, vildi ganga úr skugga um það og það liggur fyrir að það er ekki. Þannig ég hef metið hæfi mitt og það er ekkert sem kemur í veg fyrir að ég geti sinnt þessu verkefni,“ sagði Bjarni. Hann gaf þá út leyfi til hvalveiða þann 5. desember sem gildir í fimm ár en endurnýjast ár hvert. Hvalveiðileyfið var litað af njósnum um son Jón Gunnarssonar, Gunnar Bergmann. Í leynilegum upptökum af Gunnari heyrist hann segja að Jón hefði tekið sæti á lista í suðvesturkjördæmi fyrir síðustu þingkosningar í skiptum fyrir að Jón kæmist í stöðu til að veita Hval hf veiðileyfi. Jón og Kristján Loftsson, framkvæmdastjóri Hvals hf. eru kunningjar. Bjarni neitaði einnig í viðtali að eitthvað væri til í þessum samning á milli hans og Jóns. Fréttin hefur verið uppfærð.
Hvalveiðar Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar (2024) Upptökur á Reykjavík Edition Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent „Ég er sátt“ Innlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Fleiri fréttir Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Hellisheiði lokað vegna umferðarslyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Sjá meira