Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Kjartan Kjartansson skrifar 9. apríl 2025 08:56 Með hagræðingaraðgerðunum í Kópavogi verður aðeins önnur af tveimur sundlaugum sveitarfélagsins opin á rauðum dögum í stað beggja áður. Vísir/Vilhelm Meirihlutinn í bæjarstjórn Kópavogs samþykkti 670 milljóna króna hagræðingaraðgerðir til þess að mæta launahækkunum kennara í gærkvöldi. Laun kjörinna fulltrúa verða meðal annars lækkuð, opnunartími í sundlaugar verður skertur og sumarstörfum fækkar. Flest sveitarfélög á landinu skoða nú hvernig þau eigi að standa undir launahækkunum sem samið var um við leikskóla- og grunnskólakennara í vetur sem voru umfram þær sem þau gerðu upphaflega ráð fyrir. Fjárhagsgatið í Kópavogi nam 670 milljónum króna. Meirihluti Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins samþykkti hagræðingaraðgerðir á bæjarstjórnarfundi í gærkvöldi. Fundargerð hefur enn ekki verið birt á vefsíðu bæjarins en Andri Steinn Hilmarsson, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, skrifar á Facebook-síðu sína að á meðal aðgerða sé lækkun launa kjörinna fulltrúa, launafrysting æðstu stjórnenda bæjarins og skipulagsbreytingar í stjórnsýslunni. Þá verða sjálfvirkar endurráðningar stöðvaðar nema með rökstuddum undanþágum. Fulltrúar minnihlutans höfðu gagnrýnt að ekki stæði til að lækka laun Ásdísar Kristjánsdóttur, bæjarstjóra, nema að hluta. Hún fær bæði laun sem kjörinn bæjarfulltrúi og sem bæjarstjóri. Andri Steinn segir að laun Ásdísar sem kjörinn fulltrúi lækki og að kjör hennar sem framkvæmdastjóri sveitarfélagsins verði fyrst fram í júlí 2026 líkt og annarra lykilstjórnenda. Það feli í sér raunlækkun launa yfir tímabilið. Ein sundlaug af tveimur opin á rauðum dögum Bærinn ætlar einnig að selja eða leigja út Geðræktarhúsið, sem er gamla Hressingarhælið, og draga úr aðkeyptri þjónustu. Launaáætlun leikskóla hefur verið uppfærð vegna minni yfirvinnu í samræmi við breyttar áherslur Kópavogsmódelsins svonefnda. Módelið felur í sér að sex tíma leikskóladvöl er gjaldfrjáls í bænum en foreldrar hafa þurft að greiða meira en áður fyrir lengri dvöl. Hluti hagræðingarinnar felst einnig í auknum tekjum, meðal annars vegna hærra útsvars kennara og hækkandi framlags úr jöfnunarsjóði sveitarfélaga. Andri Steinn segir að bæjarbúar verði lítið varir við flestar breytingarnar. Undantekning á því sé meðal annars að aðeins önnur tveggja sundlauga sveitarfélagsins verði opin á rauðum dögum í stað beggja áður, sumastörfum fækki líttilega og gjaldskrár sumarsnámskeiða hækki. Kópavogur Kjaramál Kennaraverkfall 2024-25 Sveitarstjórnarmál Sundlaugar og baðlón Rekstur hins opinbera Kjaraviðræður 2023-25 Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Sjá meira
Flest sveitarfélög á landinu skoða nú hvernig þau eigi að standa undir launahækkunum sem samið var um við leikskóla- og grunnskólakennara í vetur sem voru umfram þær sem þau gerðu upphaflega ráð fyrir. Fjárhagsgatið í Kópavogi nam 670 milljónum króna. Meirihluti Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins samþykkti hagræðingaraðgerðir á bæjarstjórnarfundi í gærkvöldi. Fundargerð hefur enn ekki verið birt á vefsíðu bæjarins en Andri Steinn Hilmarsson, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, skrifar á Facebook-síðu sína að á meðal aðgerða sé lækkun launa kjörinna fulltrúa, launafrysting æðstu stjórnenda bæjarins og skipulagsbreytingar í stjórnsýslunni. Þá verða sjálfvirkar endurráðningar stöðvaðar nema með rökstuddum undanþágum. Fulltrúar minnihlutans höfðu gagnrýnt að ekki stæði til að lækka laun Ásdísar Kristjánsdóttur, bæjarstjóra, nema að hluta. Hún fær bæði laun sem kjörinn bæjarfulltrúi og sem bæjarstjóri. Andri Steinn segir að laun Ásdísar sem kjörinn fulltrúi lækki og að kjör hennar sem framkvæmdastjóri sveitarfélagsins verði fyrst fram í júlí 2026 líkt og annarra lykilstjórnenda. Það feli í sér raunlækkun launa yfir tímabilið. Ein sundlaug af tveimur opin á rauðum dögum Bærinn ætlar einnig að selja eða leigja út Geðræktarhúsið, sem er gamla Hressingarhælið, og draga úr aðkeyptri þjónustu. Launaáætlun leikskóla hefur verið uppfærð vegna minni yfirvinnu í samræmi við breyttar áherslur Kópavogsmódelsins svonefnda. Módelið felur í sér að sex tíma leikskóladvöl er gjaldfrjáls í bænum en foreldrar hafa þurft að greiða meira en áður fyrir lengri dvöl. Hluti hagræðingarinnar felst einnig í auknum tekjum, meðal annars vegna hærra útsvars kennara og hækkandi framlags úr jöfnunarsjóði sveitarfélaga. Andri Steinn segir að bæjarbúar verði lítið varir við flestar breytingarnar. Undantekning á því sé meðal annars að aðeins önnur tveggja sundlauga sveitarfélagsins verði opin á rauðum dögum í stað beggja áður, sumastörfum fækki líttilega og gjaldskrár sumarsnámskeiða hækki.
Kópavogur Kjaramál Kennaraverkfall 2024-25 Sveitarstjórnarmál Sundlaugar og baðlón Rekstur hins opinbera Kjaraviðræður 2023-25 Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Sjá meira