Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar 9. apríl 2025 10:32 Í gær samþykkti bæjarstjórn Kópavogs að lækka laun bæjarfulltrúa og fulltrúa í nefndum og ráðum um 10%. Samhliða var ákveðið að lækka laun bæjarstjóra um 1,8%. Bæjarstjórinn lýsti skýrri afstöðu sinni: hún teldi ekki tilefni til frekari endurskoðunar á eigin launum. Heildarlaun bæjarstjórans eru eftir sem áður hátt í 3 milljónir á mánuði, en það er reyndar í takt við það sem tíðkast meðal bæjarstjóra á höfuðborgarsvæðinu. Tölur eins og þessar segja sína sögu – en þær kalla líka fram stærri spurningar. Ekki endilega um einstaklinga eða einstakar ákvarðanir, heldur um samfélagslegt virðismat. Félags háskólakennara gerði til dæmis nýlega kjarasamning við ríkið um kjör háskólakennara. Meðalheildarlaun háskólakennara (lektora og dósenta við HÍ og HA) eru 910.000 krónur á mánuði. Inni í þeirri tölu er yfirvinna (sem vel að merkja, er greidd á dagvinnutaxta). Háskólakennarar hafa lokið 5 til 8 ára háskólanámi eftir meistaranám og bera ábyrgð á kennslu, þekkingarsköpun og fræðilegri nýsköpun samfélagsins. Hvernig stendur á því að bæjarstjóri sé með þrefalt hærri laun en til dæmis háskólakennari? Í þessu samhengi má velta fyrir sér virði starfa. Virðismatskerfi er verkfæri sem hefur verið þróað til að nálgast svona vangaveltur. Slík kerfi reyna að meta störf út frá þáttum eins og þekkingu, reynslu, álagi, ábyrgð og vinnuumhverfi – með það að markmiði að tryggja að jafnverðmæt störf séu metin til jafns, þegar kemur að launasetningu. Virðismatskerfi leggja áherslu á þætti sem oft sjást ekki strax: tilfinningalegt álag, faglega sjálfstæð vinnubrögð, greiningarhæfni, hæfni í samskiptum og ábyrgð gagnvart velferð fólks og samfélags. Þeir þættir eru síður sýnilegir en engu að síður mikilvægir. Kannski myndi virðismat gefa okkur áhugaverða innsýn í störf bæjarstjóra – og annarra kjörinna fulltrúa – ekki síður en kennara. Kannski myndi það varpa nýju ljósi á hvers konar færni, ábyrgð og reynslu samfélagið telur verðmæta. Hvað metum við mikils – og hvað metum við minna? Á hverju byggist það mat, þegar öll störfin eru í þágu samfélagsins og greidd úr sama sjóði? Höfundur er bæjarfulltrúi í Kópavogi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Kópavogur Píratar Sveitarstjórnarmál Mest lesið Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað er mikilvægara en frelsið til að velja eigin lífslok? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Sjá meira
Í gær samþykkti bæjarstjórn Kópavogs að lækka laun bæjarfulltrúa og fulltrúa í nefndum og ráðum um 10%. Samhliða var ákveðið að lækka laun bæjarstjóra um 1,8%. Bæjarstjórinn lýsti skýrri afstöðu sinni: hún teldi ekki tilefni til frekari endurskoðunar á eigin launum. Heildarlaun bæjarstjórans eru eftir sem áður hátt í 3 milljónir á mánuði, en það er reyndar í takt við það sem tíðkast meðal bæjarstjóra á höfuðborgarsvæðinu. Tölur eins og þessar segja sína sögu – en þær kalla líka fram stærri spurningar. Ekki endilega um einstaklinga eða einstakar ákvarðanir, heldur um samfélagslegt virðismat. Félags háskólakennara gerði til dæmis nýlega kjarasamning við ríkið um kjör háskólakennara. Meðalheildarlaun háskólakennara (lektora og dósenta við HÍ og HA) eru 910.000 krónur á mánuði. Inni í þeirri tölu er yfirvinna (sem vel að merkja, er greidd á dagvinnutaxta). Háskólakennarar hafa lokið 5 til 8 ára háskólanámi eftir meistaranám og bera ábyrgð á kennslu, þekkingarsköpun og fræðilegri nýsköpun samfélagsins. Hvernig stendur á því að bæjarstjóri sé með þrefalt hærri laun en til dæmis háskólakennari? Í þessu samhengi má velta fyrir sér virði starfa. Virðismatskerfi er verkfæri sem hefur verið þróað til að nálgast svona vangaveltur. Slík kerfi reyna að meta störf út frá þáttum eins og þekkingu, reynslu, álagi, ábyrgð og vinnuumhverfi – með það að markmiði að tryggja að jafnverðmæt störf séu metin til jafns, þegar kemur að launasetningu. Virðismatskerfi leggja áherslu á þætti sem oft sjást ekki strax: tilfinningalegt álag, faglega sjálfstæð vinnubrögð, greiningarhæfni, hæfni í samskiptum og ábyrgð gagnvart velferð fólks og samfélags. Þeir þættir eru síður sýnilegir en engu að síður mikilvægir. Kannski myndi virðismat gefa okkur áhugaverða innsýn í störf bæjarstjóra – og annarra kjörinna fulltrúa – ekki síður en kennara. Kannski myndi það varpa nýju ljósi á hvers konar færni, ábyrgð og reynslu samfélagið telur verðmæta. Hvað metum við mikils – og hvað metum við minna? Á hverju byggist það mat, þegar öll störfin eru í þágu samfélagsins og greidd úr sama sjóði? Höfundur er bæjarfulltrúi í Kópavogi.
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Skoðun
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Skoðun