Lífið

Ís­lands­met?  Eiga sex barna­börn í leik­skólanum á Vopna­firði

Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar
Barnabörnin sex með Dóru ömmu við leikskólann Brekkubæ á Vopnafirði þar, sem krakkarnir eru í leikskóla og amma þeirra vinnur þar sem deildarstjóri.  Á myndinni eru með Dóru frá vinstri, Hafþór Birnir Bjarnason 5 ára, Eydís Björt Bjarnadóttir 1 árs, Óskar Andri Símonarson 5 ára, Natalía Ösp Hólmarsdóttir 1 árs, Sigurrós Ylfa Hólmarsdóttir 3 ára og Arney Birta Oddsdóttir 3 ára.
Barnabörnin sex með Dóru ömmu við leikskólann Brekkubæ á Vopnafirði þar, sem krakkarnir eru í leikskóla og amma þeirra vinnur þar sem deildarstjóri. Á myndinni eru með Dóru frá vinstri, Hafþór Birnir Bjarnason 5 ára, Eydís Björt Bjarnadóttir 1 árs, Óskar Andri Símonarson 5 ára, Natalía Ösp Hólmarsdóttir 1 árs, Sigurrós Ylfa Hólmarsdóttir 3 ára og Arney Birta Oddsdóttir 3 ára. Aðsend

„Þetta er örugglega Íslandsmet hjá okkur hjónum en alveg yndislegt og skemmtilegt“, segir Halldóra S. Árnadóttir, eða Dóra eins og hún er alltaf kölluð á Vopnafirði en hún og maður hennar, Bárður Jónasson eiga sex barnabörn í leikskólanum Brekkubæ á Vopnafirði en 36 börn eru í skólanum.

 Sjálf vinnur Dóra í leikskólanum, sem deildarstjóri á yngstu deildinni en hún er fædd á Akureyri en uppalin á Vopnafirði frá tveggja ára aldri. Bárður er hins vegar frá Kjóastöðum í Biskupstungum en systkinin þaðan eru sextán og öll á lífi. „Það eru forréttindi af bestu gerð að hafa öll þessi börn hjá sér í vinnunni alla daga. Bárður vill samt meina að þegar ég tek svo skarann með heim eftir vinnu sé það í orðsins fyllstu merkingu að taka vinnuna með sér heim,” segir Dóra og hlær. 

Dóra og Bárður eiga 16 barnabörn eins og Kjóastaðasystkinin eru mörg en hér eru þau með 14 þeirra heima á Vopnafirði, tvö elstu vantar á myndina.Aðsend

Þá má geta þess að allar lopapeysurnar, sem börnin og Dóra klæðast á einni myndinni prjónaði mamma Dóru og þá langamma barnanna en hún heitir Heiðbjört Antonsdóttir og býr á Vopnafirði.

Dóra og fimm af barnabörnunum í lopapeysum, sem Heiðbjört á Vopnafirði, mamma Dóru og langamma krakkanna prjónaði. Öll með nöfnum hvers og eins. Aðsend

Systkinin 16 frá Kjóastöðum í Biskupstungum, sem eru öll á lífi. Bárður er í bláu lopapeysunni standandi í efri röðinni. Myndin var tekin í júní 2009.Magnús Hlynur Hreiðarsson





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.