Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Magnús Jochum Pálsson skrifar 9. apríl 2025 20:42 Sálfræðingurinn Briony og táningurinn Jamie takast á í þriðja þætti Adolescence sem má kalla krúnudjásn seríunnar. Netflix Viðræður eru hafnar á milli Plan B Entertainment, framleiðslufyrirtækis Brads Pitt, og leikstjórans Philip Barantini um það sem gæti orðið önnur þáttaröð af geysivinsælu framhaldsþáttaröðinni Adolescence. Þættirnir Adolescence voru frumsýndir á Netflix um miðjan síðasta mánuð og urðu samstundis vinsælustu þættir veitunnar. Mikið umtal skapaðist í kringum þættina, sérstaklega um snjallsímanotkun barna og þann dulda heim sem birtist á samfélagsmiðlum barna sem foreldrar hafa jafnvel enga hugmynd um. Forstjórar Plan B, Dede Gardner og Jeremy Kleiner, sögðu við miðilinn Deadline að þau væru byrjuð að ræða við leikstjórann Philip Barantini um „næstu útgáfu“ þáttanna. Þar sagði Gardner að þau væru að hugsa hvernig hægt væri að „víkka ljósopið, halda tryggð við erfðaefni þeirra og ekki vera endurtekningarsöm.“ Hún vildi þó ekkert gefa frekar upp um áætlanir framleiðslufyrirtæksins, hvorki hvort þættirnir yrðu beint framhald fyrstu þáttaraðarinnar eða myndu vera sjálfstætt framhald. Kleiner sagðist vona að Jack Thorne, handritshöfundur fyrstu þáttaraðarinnar, og Stephen Graham, meðhöfundur þeirra og einn aðalleikaranna, myndu vera með í framhaldinu. Gagnrýnandi Vísi fjallaði um Adolescence fyrir skömmu og gaf þáttunum fullt hús. Landlæknir lagðist gegn sýningu í skólum Nýlega var ákveðið í Bretlandi að Adolescence yrðu sýndur í grunnskólum til að efla forvarnir og auka meðvitund. Hérlendis lagðist Landlæknir gegn þeirri hugmynd þar sem það teldist ekki gagnleg forvörn. Nálgunin hefði ekki verið gagnreynd, kennarar væru ekki í stakk búnir til að takast á við viðbrögð sem gætu vaknað og það að útsetja börn fyrir sjokkerandi myndefni samræmdist ekki áfallamiðaðri nálgun í skólastarfi. Ótti, skömm og sjokk myndu heldur ekki breyta hegðun fólks. Rannsóknir hefðu endurtekið sýnt að slíkar aðferðir væru ekki gagnlegar og gætu valdið skaða. Bretland Hollywood Netflix Bíó og sjónvarp Mest lesið Hlaupadellan varð að fatamerki: „Ég er giftur götunni“ Tíska og hönnun Ragga Holm og Elma giftu sig Lífið Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð Lífið „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Lífið Gervigreindarfyrirsæta í Vogue vekur ugg Tíska og hönnun „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Lífið Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Lífið Vók Ofurmenni slaufað Gagnrýni Ása Ninna kveður Bylgjuna Lífið Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Lífið Fleiri fréttir Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira
Þættirnir Adolescence voru frumsýndir á Netflix um miðjan síðasta mánuð og urðu samstundis vinsælustu þættir veitunnar. Mikið umtal skapaðist í kringum þættina, sérstaklega um snjallsímanotkun barna og þann dulda heim sem birtist á samfélagsmiðlum barna sem foreldrar hafa jafnvel enga hugmynd um. Forstjórar Plan B, Dede Gardner og Jeremy Kleiner, sögðu við miðilinn Deadline að þau væru byrjuð að ræða við leikstjórann Philip Barantini um „næstu útgáfu“ þáttanna. Þar sagði Gardner að þau væru að hugsa hvernig hægt væri að „víkka ljósopið, halda tryggð við erfðaefni þeirra og ekki vera endurtekningarsöm.“ Hún vildi þó ekkert gefa frekar upp um áætlanir framleiðslufyrirtæksins, hvorki hvort þættirnir yrðu beint framhald fyrstu þáttaraðarinnar eða myndu vera sjálfstætt framhald. Kleiner sagðist vona að Jack Thorne, handritshöfundur fyrstu þáttaraðarinnar, og Stephen Graham, meðhöfundur þeirra og einn aðalleikaranna, myndu vera með í framhaldinu. Gagnrýnandi Vísi fjallaði um Adolescence fyrir skömmu og gaf þáttunum fullt hús. Landlæknir lagðist gegn sýningu í skólum Nýlega var ákveðið í Bretlandi að Adolescence yrðu sýndur í grunnskólum til að efla forvarnir og auka meðvitund. Hérlendis lagðist Landlæknir gegn þeirri hugmynd þar sem það teldist ekki gagnleg forvörn. Nálgunin hefði ekki verið gagnreynd, kennarar væru ekki í stakk búnir til að takast á við viðbrögð sem gætu vaknað og það að útsetja börn fyrir sjokkerandi myndefni samræmdist ekki áfallamiðaðri nálgun í skólastarfi. Ótti, skömm og sjokk myndu heldur ekki breyta hegðun fólks. Rannsóknir hefðu endurtekið sýnt að slíkar aðferðir væru ekki gagnlegar og gætu valdið skaða.
Bretland Hollywood Netflix Bíó og sjónvarp Mest lesið Hlaupadellan varð að fatamerki: „Ég er giftur götunni“ Tíska og hönnun Ragga Holm og Elma giftu sig Lífið Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð Lífið „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Lífið Gervigreindarfyrirsæta í Vogue vekur ugg Tíska og hönnun „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Lífið Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Lífið Vók Ofurmenni slaufað Gagnrýni Ása Ninna kveður Bylgjuna Lífið Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Lífið Fleiri fréttir Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira